Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 57
BÍLAR
hversu hljóölát hún er. Þar gildir einu hvort
att er við vindgnauð, vegardyn eða vélar-
s°ng. Bíllinn er þannig hannaður, eins og
hönnuðir keppast við um þessar mundir, að
loftmótstaða er eins lítil og framast er unnt
°g vindgnauð þar með einnig í lágmarki.
Hávaði frá vél er einnig minni en maður á að
Venjast. Sem sagt verulegur skortur á
hávaða.
Að þessu leyti er hrein unun að aka bíln-
Urn á jöfnum hraða á góðum vegi, hávaðinn
augrar a.m.k. engan; hitt er annað mál að
t^'g syfjaði undir þessum kringumstæðum.
En það verður víst ekki á allt kosið í þessum
heimi!
Ekki er getið um það í upplýsingum um-
boðsins hvort bremsurnar hafi verið endur-
hættar, en hvað sem því líður er ástæða til að
geta þess að þær hljóta að vera með því besta
sern um er að ræða; ástigið er lauflétt og strax
'jóst hvað þarf að stíga fast til að bremsa að
Því marki sem maður óskar.
LÍTIL vél, en öflug. Vélin í Toyota Corolla
Liftback XL er fremur lítil að sprengirými
nnðað við stærð bílsins og þyngd, en skilaði
furðu miklu afli. Hún er fjögurra strokka og
°venjuleg að því leyti að ventlar eru þrír fyrir
bvern strokk. Sogventlarnir (sem hleypa
bensínmenguðu lofti inn í sprengirýmið áður
en rafkertið kveikir í því) eru tveir, en út-
blástursventill (sem losar vélina við loft að
'°kinni sprengingu) er einn. Hingað til hafa
ffestar bílvélar verið búnar tveimur ventlum
a strokk, en fjölventlavélum fer nú fjölgandi
°g markmiðið er að auka afl. Þessi vél er sem
Sagt 12 ventla, en 1600 cm '1 vélin í GTi-
gerðinni er 16 ventla, tveir sog- og tveir út-
blástursventlar fyrir hvern strokk.
Ekki er ég í aðstöðu til að meta hvaða gildi
ventlafjöldinn hefur fyrir afl þessarar vélar,
Vn víst er að aflið er feykinóg til allra venju-
egra nota. Það býður reyndar ekki upp á
snöggan framúrakstur, a.m.k. ef bíllinn er
. Ihlaðinn, og vissulega er það ekki að
astæðulausu að Corollan er líka fáanleg með
alsvert aflmeiri vél fyrir þá sem finnst þetta
ekki nægjanlegt.
^að orkar reyndar tvímælis hversu skyn-
Samlegt er að hafa í bílum af þessari stærð
eiar með ógnarkrafti. Víst er gaman að aka
Peim, en umframaflið er ekki líklegt til að
kka umferðaslysum. Svo rammt hefur
vVeðið að því í Noregi að ungt fólk fari sér að
óa í slíkum bílum, að þar hafa verið uppi
3 c*‘r um að setja fyrir þá sérstakt aldurs-
la!
‘gmark.
PLÁSS fyrir börnin og barnarúmið. Nýja
Corollan er ekki smábíll, en nær því heldur
ekki að teljast miðlungsstór. Þetta er fimm
manna bíll, en best fer um fjóra fullorðna.
Sæti gefa góðan stuðning og rými er prýði-
legt, nema hvað lofthæð afturí er fulllítil; þar
er meðalmaður með höfuðið alveg uppi í
þaki. Farangursrýmið er óvenju mikið og því
til viðbótar má leggja niður aftursætisbakið í
tveimur hlutum. Sem sagt alhliða heimilis-
bíll, hvort sem flytja þarf börnin eða barna-
rúmið. „Það er ábyggilega hægt að koma í
hann tveimur BMX-hjólum,“ sagði áður-
nefndur frændi minn.
Búnaður er að öðru leyti svipaður því sem
gerist um bíla í þessum verðflokki, en geta
má um snúningshraðamæli, eyðslumæli
(grænt ljós lýsir ef stigið er hæfilega á bensín-
gjöfina, en gult ljós ef gefið er ótæpilega í),
hliðarspegla báðum megin og eru þeir
stillanlegir innanfrá, og miðstýrða hurðalæs-
ingu. Hún virkar þannig að þegar bílstjóra-
hurðinni er læst með lykli að utan læsast allar
hurðir sjálfkrafa um leið. Óneitanlega þægi-
legt. Á bílstjórahurðinni innanverðri er
einnig rofi sem læsir öllum hurðum á auga-
bragði. Það skiptir e.t.v. minna máli hérlend-
is, en getur komið að gagni ef menn aka um
erlend skuggahverfi og líst ekki á blikuna.
Stjórntæki eru öll innan seilingar, rofar
fyrir ljós og rúðuþurrkur á stýrisleggnum
eins og almennt tíðkast nú orðið. Rofinn
fyrir afturrúðuþurrkuna er þar líka, sem er til
þæginga, og er með „letingja" eins og fram-
þurrkurnar; þá fer þurrkan eina ferð annað
TÆKNILEGAR
UPPLÝSINGAR
Lengd (cm): 421,5
Breidd (cm): 165,6
Hæð (cm): 136,0
Hæð undir lægsta punkt (cm): 15,5
Eigin þyngd (kg): 935
Farangursrými (lítrar): 385
Bensíntankur (lítrar): 50
Vél: 4ra strokka, 12 ventla, einn yfirliggjandi
knastás
Sprengirými (cm): 1295
Afl (DIN-hestöfl); 75
Tog (Nm/snún/mín): 101/4200
Þjöppunarhlutfall: 9,5:1
Bensínkerfi: 2ja hólfa blöndungur
Bensín (oktan): 92
Fjöðrun: Sjálfstæð McPhearson
á öllum hjólum
Hemlarframan: Diskar
Hemlar aftan: Skálar
Stýri: Tannstangarstýri
Beygjuradíus (metrar): 4,8
Gírkassi (hlutföll): l.gír: 3,545:1
2. gír: 1,904:1
3. gír: 1,310:1
4. gír: 0,969:1
5. gír: 0,815:1
Bakk: 3,250:1
Drif: Að framan
veifið.
Frágangur virðist mér allur til fýrirmyndar
og hvergi heyrðist tíst eða skrölt þótt ekið
væri á vondum vegi. Auðvitað á það ekki að
heyrast í nýjum bfl, en gerir það stundum
engu að síður. Það segir sína sögu.
HVAÐ er góður bíll? Stundum eru bifreiða-
eigendur spurðir: „Er þetta góður bíll?" Þeir
segja auðvitað já, því ekki geta þeir látið
spyrjast að þeir hafi valið vitlaust. En hvað er
átt við? Aksturseiginleika? Bensíneyðslu?
Viðhaldskostnað og endingu? Varahluta-
þjónustu? Vafalaust allt þetta og ýmislegt
fleira.
Sá sem tekur að sér að hafa skoðun á
bílum opinberlega verður að reyna að svara
spurningunni: Er Toyota Corolla Liftback
XL góður bíll? Þá verður að segja á móti:
Það fer eftir því hvað við er átt. Því er þó
óhætt að slá föstu að aksturseiginleikar eru
framúrskarandi hvað varðar fjöðrun, stýri og
bremsur. Afl er nægjanlegt til allra venju-
legra nota og bíllinn er sparneytinn. Það er
gott pláss fyrir 4-5 manna fjölskyldu, að því
tilskildu að unglingurinn sé ekki ógnarlangur
sláni, því þá rekur hann höfuðið uppundir
sitji hann afturí; og það má taka heilmikið af
dóti með í sumarferðalagið.
Um endingu og bilanatíðni verður hins
vegar ekkert fullyrt, frekar en um aðrar
tegundir. Það er vitaskuld undir meðhöndl-
un komið, en óhætt er þó að segja að Toyota
hefur orð á sér fyrir að bila tiltölulega sjaldan
og endast vel. Um það hafa Toyotamenn
meira að segja tölur. Sama orð fer reyndar af
fleiri bifreiðategundum og vissara að fara
ekki lengra út á þann hála ís.
Ég vil bæta því við að bílar eru ekki ein-
ungis misjafnlega góðir, þeir eru misjafnlega
skemmtilegir. Það ræður vafalaust jafnmiklu
þegar fólk velur sér bíla. Og mér þykir nýja
Corollan skemmtilegur bfll. Ég tel líka að
væntanlegir kaupendur fái dámikið fyrir
peningana sína; sú gerð sem hér hefur verið
sagt frá kostar um 490 þúsund með ryðvörn
og skráningu. Miðað við stærð og búnað
sýnist mér það vel sloppið.
Við þá sem eru fyrir bíla og þykir gaman
að key'ra vil ég að lokum segja að þeir taka
fjárhagslega áhættu með því að reynsluaka
Corolla 1600 GTi, þ.e.a.s. dýrari gerðinni,
það gæti nefnilega gert þá 150 þúsund krón-
um fátækari til viðbótar.
• Ásgeir Sigurgestsson
55