Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 8
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO I |k I ft II I " |k I
NNLFNT
I ■ 'I I 'I I—- l—— I >1 ■
Jafnaðarmannaflokkur íslands
HVENAR
KEMUR »Ú?
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um formennsku í EFTA, nálgun
íslands við Evrópu, íslenska fjölmiðla, stjórnmálaástandið og endurreisn
hreyfingar jafnaðarmanna á Islandi
ÓSKAR GUÐMUNDSSON
Hvert voru viðræður EFTA og EB
komnar þegar þú lést af formennsku um
áramótin?
— Verklýsingin, samningsforsögnin lá
fyrir. Allar u'maáætlanir stóðust upp á
punkt og prik. Báðir aðilar, EFTA og EB,
lýstu því yfir, að samningsgrundvöllurinn
væri nægilega yfirgripsmikill og skýr til
þess að unnt væri að hefja formlegar samn-
ingaviðræður snemma á þessu ári. Könn-
unarviðræðurnar leiddu í ljós að ekki væri
um að ræða nein óyfirstíganleg vandamál.
Fimm hópar störfuðu við að bera m.a.
saman lög og reglur EFTA og EB, skil-
greina vandamálin og koma fram með
lausnir. Fyrir liggja þúsund blaðsíðna
vinnuskjöl um málið.
Markmið samninganna er að mynda
sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði 18
ríkja með 350 milljónum íbúa: Stærsta og
öflugasta markaðssvæði í heiminum. Með
þessum samningum verða tryggð hindr-
unarlaus og tollfrjáls viðskipti með vörur.
Það verður einn sameiginlegur fjár-
magnsmarkaður og frjálst flæði fjármagns
yfir landamæri. Það verður einn at-
vinnu— og búsetumarkaður. Og það
verður samið um fjölmörg samstarfsverk-
efni, allt frá samstarfi í vísindum og rann-
sóknum til mennta— og umhverfismála.
Á þessum forsendum getur Evrópa haldið
sínum hlut í vísindarannsóknum, tækni-
framförum, lífskjörum — og áhrifum, í
samkeppni við Norður-Ameríku annars
vegar og Japan og Kyrrahafshagkerfið
hins vegar. Það Evrópuríki, sem leiðir hjá
sér þessa þróun, kýs að sitja hjá og ein-
angrast, grefur sjálfu sér gröf. Þannig er
nú það.
En munu EFTA—ríkin ekki undir öll-
um kringumstæðum þurfa að samræma
sínar reglur og lög ákvæðum Evrópu-
bandalagsins?
— Jú og eru byrjuð á því. Norðurlönd-
in hafa á undanförnum árum verið að
vinna að því að ryðja burt ýmsum við-
skiptahindrunum, þannig að þetta er að
gerast. Og þess vegna leggja menn líka
áherslu á að þetta muni að lokum þróast í
átt til fullkomins tollabandalags. Ferlið er
hins vegar nokkuð flókið. Tollabandalag
ætti að fela í sér afnám landamæra og
landamæraeftirlits. Út frá íslensku sjónar-
miði myndum við með tollabandalagi ná
því meginmarkmiði okkar að öllum toll-
um yrði aflétt á viðskiptum með fiskafurð-
ir. Á móti tækjum við á okkur þær skuld-
bindingar að samræma okkar viðskipta-
stefnu út á við og ytri tolla tollum EB. Það
er ekkert erfitt fyrir okkur, því við erum
að jafnaði með lægri ytri tolla en EB.
Þannig er tollabandalagshugmyndin okk-
ur alls ekki óhagstæð. Nú skiptir þetta
hins vegar ekki meginmáli, því að ef frí-
verslunarsamningurinn verður ofan á,
mun hann þróast á skömmum tíma í tolla-
bandalag.
Viðræðurnar virðast taka ógnarlangan
tíma, hver eru næstu skrefin að þínu mati
og hvenær mun EFTA—EB-samningun-
um ljúka?
— Næstu áfangar eru tveir; á heima-
vettvangi EFTA—ríkjanna er verið að
fara yfir lög og reglur EB, sem við höfum
fallist á að gera að lagalegum grundvelli
hins sameiginlega evrópska efnahags-
svæðis. Þessi lög og reglur gilda um vörur,
fjármagnsflæði og fjármagnsþjónustu,
vinnu og búsetumarkað og samstarfsverk-
efni, tíu þúsund blaðsíður í lagatexta.
Þetta er borið saman við innlenda löggjöf
og nýr lagatexti undirbúinn. Þetta er
vandasamasta verkefnið fyrir íslenska
stjórnkerfið, vegna tungumálsins. Hitt
málið sem unnið er að á undirbúningstím-
anum er vinna starfshóps númer fimm og
sérfræðinganefnda um lög og stofnanir til
þess að reyna að skilgreina og ná betri
samstöðu um tillögur. Tillögur um það
hvernig á að tryggja jafnan rétt beggja að-
ila eftir 1993 á svæðinu.
Mun takast að ljúka undirbúningi og
samningum á þessu ári?
— Svíar sem fara með formennsku
fyrir EFTA löndin núna hafa sett sér það
mark að ljúka samningunum fyrir árslok.
EB hefur efasemdir um að það takist. Það
skiptir þó ekki öllu máli, þetta er samn-
ingaferli með því markmiði að samningar
taki gildi fyrir árslok 1992 á sama tíma og
EB lýkur sínu aðlögunartímabili. Mánuð-
ir til eða frá skipta ekki máli.
ísland hafði formennsku í EFTA ráð-
herraráðinu meðan stærstu viðburðirnir
urðu í Austur-Evrópu. Hvemig mæltist
formennska íslands fyrir við þessar að-
stæður?
— Þetta var spennandi verkefni,
óvenjulegt tækifæri fyrir íslenskan stjórn-
málamann, sem ég reyndi að nýta til hins
ítrasta í okkar þágu. Það er ekkert laun-
8 ÞJÓÐLÍF