Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 9

Þjóðlíf - 01.02.1990, Qupperneq 9
Jón Baldvin Hannibalsson. „Égneita þvíekkiað éghafðiþess vegna lúmsktgaman afað sitja undirræðu Anitu Gradin, utanríkisviðskiptaráðherra Svía, ....Éghef ekkiíannan tíma setið undirþvílíku lofí — oglíkaði vel.“ ungarmál að sum EFTA ríkin, frændur vorir Svíar, höfðu um það efasemdir að við gætum valdið þessu verkefni. Það þarf ekki að koma neitt sérstaklega á óvart. Það er óskiljanlegur hlutur fyrir stjórnmála- menn og skriffinna jafnvel í þessum smá- ríkjum Evrópu, að land með jafn litla ut- anríkisþjónustu og við höfum, geti valdið svo umfangsmiklu verkefni. Við erum með um tíu manns í ráðuneytinu og í Brussel og í Genf til að fjalla um þessi mál, meðan önnur Norðurlönd eru með hundr- uð manna og viðsemjendur okkar þúsund- ir. Ég neita því ekki að ég hafði þess vegna lúmskt gaman af að sitja undir ræðu Anitu Gradin, utanríkisviðskiptaráðherra Svía, sem hún flutti fyrir hönd EFTA-ríkjanna í kvöldverðarboði eftir ráðherrafundinn í Genf, þegar við skiluðum keflinu í hendur Svía. Ég hef ekki í annan tíma setið undir þvílíku lofi — og líkaði vel. — Formennskuhlutverkinu fylgja út af fyrir sig engin völd, engar ákvarðanir eru teknar nema öll EFTA ríkin séu sam- mála. Áhrifin eru miklu meiri vegna þess að formaður fer með verkstjórn, og er málflytjandi gagnvart samningsaðilanum, almenningi og fjölmiðlum. Þetta tókst bærilega að flestra mati. Það sannar að stundum er smátt ekki bara fagurt, heldur líka árangursríkt. I viðræðunum hafði EFTA ákveðið frumkvæði. Það vorum við sem komum með tillögur að lausnum. Við voru fljótvirkari. Við sýndum fram á það að við gátum talað einum rómi. Ástæðan er sú, að EFTA er ekki risavaxið kerfi, boðleiðirnar í EB eru margflóknar með risavöxnu skrifræði, þúsundum skrif- finna. — Þessi lífsreynsla fyrir íslenskan stjórnmálamann var lærdómsrík. Mér hefur oft orðið hugsað til þess síðar, að þjálfun íslenskra stjórnmálamanna í samningum sé talsvert fyrir ofan meðallag ef maður ber það saman við stjórnmála- menn annarra þjóða. Það leiðir ekki bara af samsteypustjórnareynslu okkar heldur líka af þeim endalausu samningum sem eiga sér stað í þessu þjóðfélagi, ekki hvað síst á vettvangi vinnumarkaðar, fiskverðs og hverseina. Við erum einfaldlega þraut- þjálfaðir í samningatækni, aðferðum og vinnubrögðum sem þarf til að koma mál- um í höfn með samningaviðræðum. Og við erum ekki eins verndaðir af embættis- kerfi og aðrir. Venjulegur evrópskur stjórnmálamaður hefur á bak við sig tugi embættismanna sem sjá um málin fyrir hann, hann er ekki vanur að sitja úti á berangri og þurfa að undirbúa og flytja sitt mál sjálfur. Þess er skemmst að minnast að ríkis- stjórnin og þú sérstaklega fenguð harka- lega gagnrýni fyrir hvernig haldið var á þessu máli, aðallega af hálfu Sjálfstæðis- flokksins og LÍÚ. Hver er bakgrunnur þeirrar gagnrýni að þínu mati? — Flestir þeir sjálfstæðismenn sem ég hef talað við viðurkenna, sumir beisklega og í hljóði, að þetta hafi verið alvarleg mistök hjá forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeim er sárt um að Sjálfstæðisflokkurinn rjúfi þá áralöngu hefð sína að vera í forystu þegar kemur að alþjóðlegu samstarfi vest- rænna ríkja. Og ég held að þetta hafi verið mistök hjá forystu flokksins, því efnislega var gagnrýnin gjörsamlega ómarktæk. Við áttum að hafa vanrækt möguleika á að ná árangri með tvíhliða viðræðum. Þetta er misskilningur. Við höfum verið að sækja fram á tvennum vígstöðvum; annars vegar með hinum EFTA-ríkjunum eftir að EB gerði lýðum ljóst, að það væri ekki til við- ræðu við einstök ríki heldur vildi ná samn- ÞJÓÐLÍF 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.