Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 11
hafi samtök lýðræðisríkja en Varsjár-
bandalagsríkin voru ófrjáls ríki sem
bjuggu við þjóðskipulag Lenínisma, Stal-
ínisma sem var þröngvað upp á þjóðirnar.
Kommúnistar komust þar til valda í skjóli
Rauða hersins. Þess voru dæmi að komm-
únistaflokkarnir voru sárafámennir og
áhrifalausir. Nú er verið að binda endi á
ástand valdbeitingar sem skapaðist eftir
stríðslok.
— Við sjáum tvo ólíka heima; annars
vegar hrun hins sovéska Lenínisma og
hins vegar vaxandi aðdráttarafl hinna lýð-
frjálsu ríkja. Þannig að ef spurt er um
endurskoðun, þá lítur hún öðruvísi út í
augum þess sem sér árangur verka sinna
eða hins sem sér allt í rústum í kringum
sig. Þetta breytir hins vegar ekki því að
Nató mun breytast. Afvopnunarsamning-
arnir í Vín skipta í því efni höfuðmáli. Þar
eru fulltrúar beggja aðila að semja um risa-
vaxinn niðurskurð vopna og vígbúnaðar.
Þessir samningar verða undirritaðir
seinna á árinu. Þar er verið að semja um þá
grundvallarreglu að ekkert ríki eigi að
ráða yfir herafla sem geri því kleift að
ráðast fyrirvaralaust á annað land. í annan
stað eru settar þröngar skorður við því
hvernig ríki megi hafa herafla á landsvæði
annars lands. Ég vil í þessu sambandi
minna á að við hefðum enga aðild að þess-
um sögulegu samningum ef ekki væri
gegnum Nató. Við getum með áhrifarík-
um hætti látið rödd okkar heyrast varð-
andi t.d. afvopnun á höfunum. En það er
eins og alþjóð veit grundvallaratriði fyrir
lífshagsmuni okkar. Jú, Nató mun breyt-
ast og það er sameiginlegt stjórnunartæki
okkar í afvopnunarsamningum og verður
að lokum einhvers konar rammi utan um
framkvæmd afvopnunarsamninga. Nató
er líka pólitískt bandalag Vestur-Evrópu-
ríkja og Bandaríkjanna m.a. um sameigin-
legt öryggiskerfi. Ég held að sá þáttur
muni reynast furðu lífseigur.
Hefur útspili íslensku ríkisstjórnar-
innar og þínu varðandi afvopnun á höf-
unum verið tekið af einhverri alvöru á
vettvangi Nató?
— Já. Reyndar er það svo að menn hér
hafa verið að tortryggja það að við höfum í
rauninni flutt þessa tillögu og hins vegar
hefur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins túlkað
það sem svo að við höfum verið að kippa
grundvellinum undan samstarfi vest-
rænna lýðræðisþjóða. Staðreyndir málsins
eru þær, að ég byrjaði að vinna að þessu
máli fljótlega eftir að ég kom til starfa í
ráðuneytið og réð sérfræðing í málið,
Gunnar Gunnarsson sem áður hafði verið
starfsmaður Öryggismálanefndar. Hann
er sá íslendingur sem mesta þekkingu hef-
ur á þessum málum. í undirbúningi að
leiðtogafundi Nató vorið 1988 fólum við
fulltrúum okkar í fastanefndinni að taka
málið upp innan Nató — í samningum um
lokaskjal Atlantshafsbandalagsins um
grundvallarreglur afvopnunar. Við tókum
þar upp tvö mál, afvopnun og samstarf
Natóríkja á sviði umhverfisverndar. Þessu
fylgdum við eftir með greinargerðum og í
okkar málflutningi á leiðtogafundinum
sjálfum, bæði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra og ég sem utanríkisráð-
herra. Niðurstaðan varð þá sú, að okkar
tillögur fengu engan stuðning. Reyndar er
þessi fundur einna eftirminnilegastur á
mínum stjórnmálaferli, því hann var lok-
aður og stóð aðallega um harkalegar deilur
milli Genchers utanríkisráðherra V-
Þýskalands og Bakers hins bandaríska og
Howe hins breska hins vegar um endur-
nýjun skammdrægra eldflauga á megin-
landi Evrópu. Og niðurstaðan varð sú til
að greiða fyrir flóknu samkomulagi um
það mál að við féllumst á að halda því ekki
til streitu að orðalag okkar færi inn í loka-
textann. En við skrifuðum jafnframt aðal-
framkvæmdastjóra Nató bréf, sem hann
vék að við lok fundarins, þar sem við lýst-
um því yfir að því væri fjarri að við værum
fallnir frá okkar málflutningi, við mynd-
um halda tillögunum til streitu bæði innan
Nató og annars staðar. Það höfum við gert
allan tímann, sem og embættismenn okk-
ar hjá Nató. Þetta mál hefur hvað eftir
annað verið tekið upp, m.a. sérstaklega á
fundi pólitísku nefndarinnar hjá Nató
með fulltrúum bandaríska flotans með
bærilegum árangri. Síðan hefur það gerst
að bandarískir fjölmiðlar hafa birt viðtal
við Crowe aðmírál, fyrrverandi æðsta
mann herráðs Bandaríkjanna, þar sem
hann nánast frá orði til orðs tók undir þær
röksemdir sem við höfum haldið á lofti.
Þetta viðtal hefur vakið heimsathygli.
Fulltrúar annarra ríkja innan Atlantshafs-
bandalagsins hafa í vaxandi mæli sýnt
þessum kröfum okkar skilning og jafnvel
stuðning. Ég er afar stoltur af því að við
höfum verið þarna á undan tímanum,
enda er komið á daginn að tíminn vinnur
með okkur í málinu. Það er auðvelt að gera
lítið úr hlutverki smáþjóða, en þetta sýnir
að það er hægt að eiga aðild að Nató og
hafa þar veruleg áhrif.
Hafa menn talað um að breytingar
kynnu að verða á eðli herstöðvarinnar
hér á landi, þannig t.d. að samfara sam-
drætti í herafla Bandaríkjamanna í
Evrópu hyrfi herinn héðan og við tæki
einhvers konar eftirlitskerfi Nató með
mannafla frá fleiri ríkjum?
— í samningunum sem núna liggja á
borðunum og verða undirritaðir á þessu
ári, er ekki fjallað um varnarstöðina í
Keflavík einfaldlega vegna þess að þetta er
svo fámennt lið að hún nær ekki marki.
Það er samt sem áður ekki kjarni málsins.
Nú eru í gangi umræður um opnun loft-
helgi og ef um semst á utanríkisráðherra-
Með Oskari Lafontaine snemma í vetur.
ÞJÓÐLÍF H