Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 12
INNLENT „Hvers vegna gerðist það þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarilokkurinn gerðu tilraun meðfrjálsa vextiinnan þessa einokunarramma að við sátum fljótlega uppi með hæstu raunvexti í heimi? Það er vegna þess að þetta er lokað kerfi, einokunarkerfi. “ fundinum í Kanada um miðjan febrúar munu Varsjárbandalagsríkin fá rétt til eft- irlits hér. Ég held að aðalatriðið sé að verði alhr þessir samningar að veruleika verði ramminn utan um þá eftirlitið með fram- kvæmd afvopnunar. Þetta verður sérstak- lega mikilvægt varðandi eftirlit með af- vopnun á höfunum. Eftirlit með slíkum samningum verður mjög flókið og viða- mikið. Varnarstöðin hér er auðvitað póli- tískt séð afsprengi kalda stríðsins. Ef það sem tekur nú við verður einhvers konar sameiginlegt öryggiskerfi um framkvæmd afvopnunarsamninga, þá tel ég allar líkur benda til þess, að ísland sé hinn sjálfkjörni staður til að fylgja fram slíku eftirliti á Atlantshafi. Hugsanlegur varaflugvöllur hér gæti í þessu samhengi orðið mikilvæg- ur liður afvopnunareftirlits með mikilli velþóknun allra friðelskandi þjóða. Vara- flugvöllur verður í framtíðinni nauðsyn- legur til að sinna þessu eftirliti. En auðvit- að vitum við ekki hvers konar öryggiskerfi tekur nákvæmlega við af núverandi hern- aðarbandalögum. Alþýðuflokkurinn hefur verið í ríkis- stjórn um nokkurra missera skeið, á tfmabili samdráttar. Atvinnulíf og heim- ili hafa dregið saman seglin. En það hef- ur einnig orðið eignatilfærsla. Sum fyrir- tæki eins og SÍS hafa látið stórlega á sjá, önnur stórfyrirtæki eins og t.d. Eimskip hafa styrkt stöðu sína mjög á þessu tíma- bili. Hvaða skýring heldur þú að sé á þessu? — Skýringin á góðri afkomu fjár- magnsfyrirtækja er ekki langsótt. Fyrir- tæki sem stýra miklu fjármagni og hafa getað ávaxtað það hafa átt góða daga. Þau sem verið hafa í áhætturekstri og útflutn- ingi hafa verið í kreppu. Sum fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa hagnast á tíma- bilinu eins og Eimskip. Ég held að skýr- ingin á því sé sú að Eimskip hafi sérstak- lega styrkt stöðu sína eftir hrun Hafskips. Við settumst í ríkisstjórn eftir góðæris- skeið sem hafði fært þjóðinni 55 milljarða í aukinni þjóðarframleiðslu á tveimur og hálfu ári, þegar útgjaldastig þjóðfélagsins hafði verið stillt ennþá hærra með erlendu lánsfé. Síðan springur þessi blaðra og við höfum orðið að minnka útgjöld þjóðfé- lagsins á sama tíma og þjóðarframleiðslan hefur dregist saman um 25 milljarða. Þetta varð einfaldlega ekki gert eftir kjara- sprengingu í lok góðæris nema með því að sverfa mjög að kaupmættinum, ef við vild- um binda endi á óviðráðanlegan viðskipta- halla og sívaxandi erlendar lántökur. Við höfum þurft að stýra samfélaginu í gegn- um erfitt samdráttarskeið og það hefur bitnað á pyngju fólks, afkomu heimil- anna, og Alþýðuflokkurinn hefur goldið þess. Á sama tíma höfum við verið að beita okkur fyrir margvíslegum umbótamálum viðþessi erfiðu skilyrði. Ef við byggjum til krossapróf og spyrðum hvaða fyrirheit Al- þýðuflokkurinn gaf fyrir kosningarnar 1987 og merktum við það sem hann hefur efnt, þá sýnist mér fljótt á litið að flokkur- inn myndi standa sig vel á slíku prófi. Á það við um landbúnaðarmálin ? — Nei, aðvísuekki. Við lofuðum upp- stokkun á skattakerfinu og gerðum breyt- ingar á ríkisfjármálunum að meginmáli í okkar stefnuskrá. Á þessum ríkisstjórnar- tíma höfum við komið í gegn málum sem verið hafa á dagskrá um margra áratuga skeið en enginn treyst sér að koma þeim í gegn. Fyrsta var staðgreiðslan, annað tollabylting (sem var fyrsta skrefið í aðlög- un að samræmdu evrópsku efnhags- svæði). Þriðja var samræmdur söluskattur og síðan lögfesting virðisaukaskatts. Þetta var allt keyrt í gegn á mjög skömmum tíma á sama tímabili og samdrátturinn var farinn að segja mjög til sín hjá fjölda fólks. Enginn flokkur hefur á seinni árum geng- ið í gegnum aðra eins gjörningahríð og áróðursstríðið um matarskattinn var. Að því er varðar fjármagnsmarkað og pen- ingamál höfum við náð umtalsverðri upp- stokkun á því kerfi. Við höfðum mjög á dagskrá samruna viðskiptabankanna og komum því í gegn. Það er grundvallar- forsenda fyrir lækkun vaxta í landinu. Við höfum keyrt í gegn löggjöf um fjár- magnsmarkaðinn. Alþýðuflokkurinn hef- ur á þessu tímabili einnig haft forystu um meiri opnun og frjálsræði í viðskipta- og peningamálum. Það á við EFTA-EB mál- ið þar sem við höfum mótað stefnu í átt til frjálsræðis og opnunar. Við höfum undir forystu Jóns Sigurðssonar tekið afstöðu til frekari nýtingar á orkulindunum með virkjunum í tengslum við aukinn áliðnað. Á félagsmálasviðinu vorum við fremstir í flokki í harðri gagnrýni á húsnæðiskerfið og boðuðum kaupleigukerfi annars vegar og nýtt lánakerfi sem varð húsbréfakerfið í stað þess úrelta. Þá má nefna verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Gamall við- reisnarkrati orðaði það við mig að Alþýðu- 12 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.