Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 13
flokkurinn hefði aldrei áður komið jafn
mörgum stórum umbótamálum á lögbók-
ina á jafn skömmum tíma.
— Landbúnaðarmálin eru náttúrlega
fyrir löngu orðin eilífðarmál. í aldarfjórð-
ung hefur Alþýðuflokkurinn verið einn
um það að berjast fyrir hagsmunum neyt-
enda í þéttbýli gegn einokunarkerfi fram-
leiðenda og milliliða, sem á þessu ári t.d.
munu arðræna heimilin í landinu um 15
milljarða króna. Við urðum að gera það
upp við okkur eftir kosningar 1987 hvort
við ætluðum að gera umbætur á landbún-
aðarkerfinu að frágangssök við myndun
ríkisstjórnar. Við gerðum það ekki sam-
kvæmt kenningunni að betra væri að
stunda heiðingjatrúboðið innan frá heldur
en gera hróp að kerfinu undir virkisveggj-
unum. Við gerðum okkur vonir um að úr
vígi fjármálaráðuneytisins mætti setja á
þumalskrúfurnar og vísa frá nýjum bak-
reikningum. Fengum reyndar inn í stjórn-
arsáttmála loforð um endurskoðun bú-
vörusamningsins sumarið 1989. Við það
hefur ekki verið staðið og fjármálaráðu-
neytið gekk okkur úr greipum haustið
1988 þannig að nú er það komið í hlut
Alþýðubandalagsins að gæta hagsmuna
neytenda úr því vígi. Það hefur heldur
ekki gengið eftir. í mínum huga er það
hins vegar tímaspursmál hvenær lang-
hrjáðir launþegar og neytendur þessa
lands afhrópa þetta kerfi. Nú verður það
að segjast eins og er, að sérstaða Alþýðu-
flokksins birtist ekki bara í þessu máli.
Það er fernt sem stendur bættum lífskjör-
um almennings í þessu landi fyrir þrifum,
þar sem knýja verður fram uppgjör við
rótgróna sérhagsmuni forréttindahópa.
Það er landbúnaðarkerfið, það er fisk-
veiðistjórnunin. Það er vanhugsuð byggð-
astefna og það er lokun fjármagnsmarkað-
arins. í öllum þessum málum hefur Al-
þýðuflokkurinn sérstöðu. Það segir
heilmikið um þennan flokk, nefnilega að
hann er hvergi bundinn á klafa sérhags-
muna, en það segir okkur líka, að alltof
lengi hefur honum verið afls vant í þeirri
glímu vegna þess hvernig úrelt flokkakerfi
hefur drepið kröftum þeirra á dreif sem
saman eiga að standa.
En þessi afrek öll hafa ekki nægt til
fylgis í skoðanakönnunum?
— Nei, þau hafa ekki gert það. Hvers
vegna ekki? Það er vegna þess að heimilin í
landinu hafa orðið fyrir miklum búsifjum
á samdráttarskeiði. Þetta gerist í kjölfar
mikils gróskuskeiðs þannig að timskiptin
eru snögg og vonbrigðin þeim mun meiri.
í annan stað hafa stóru málin og erfiðu
verið mjög umdeild og það hefur verið
auðvelt að afflytja þau. Ég kem aftur að
því að skattkerfisbreytingin 1987/88 var
afflutt svo rækilega að ég held að skaðinn
sem Alþýðuflokkurinn varð fyrir hafi að-
allega orðið á þeim tíma, fyrri hluta árs
1988.
Alþýðuflokkurinn hefur farið illa út úr
umtali síðar. Sjálfur talaðir þú um skipu-
lagða rógsherferð á hendur þér í van-
traustsumræðunum — búmerrang um-
ræðunum fyrr í vetur?
— Já, má ég rifja upp umtalið sem varð
um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum
milli Bush og Dukakis, sem fjölmiðlar
töldu margir að hafi verið einhver sú skít-
ugasta sem þar hafi verið háð lengi. Fyrst
og fremst fyrir þá sök að af hálfu
Repúblikana var beitt persónulegri ófræg-
ingarherferð gegn Dukakis á háu tækni-
legu plani, hinni neikvæðu auglýsingu,
þ.e.a.s. að reyna frekar karaktermorð á
stjórnmálaandstæðingnum en bjóða upp á
málefnalega umræðu. Það er margt sem
bendir til þess að sjálfsóánægja forystu
Sjálfstæðisflokksins, meðvitund þeirra
um það að þeir hafa klúðrað sínum tæki-
færum og brugðist sem pólitísk forysta,
brjótist út með þeim hætti að í stað mál-
efnalegrar umræðu leggi þeir höfuð-
áherslu á persónulegar ófrægingarherferð-
ir. Þeir draga pólitík niður í skítinn í skjóli
því sem næst alveldis þeirra í fjölmiðlum.
Aðförin að mér á sl. hausti aðallega á Stöð
2 var af því tagi. Hún var engin tilviljun,
heldur rækilega undirbúin og að henni
komu margir menn úr innsta hring Sjálf-
stæðisflokksins. Ég kalla þetta dæmigert
kollumál. Það hefði náttúrlega átt að verða
tilefni til rækilegrar umræðu um fjölmiðl-
un í landinu, vinnubrögð fjölmiðla, ekki
bara af þessu tilefni heldur vegna þeirrar
umfjöllunar sem verið hefur um stjórnmál
á undanförnum tveimur árum. Hún hefur
verið sérstakur kapítuli. Það er engin hlut-
læg umræða um stjórnmál í íslenskum
fjölmiðlum, —alls engin í ljósvakamiðlum
„Peir draga pólitík niður í
skítinn í skjóli því sem næst
alveldis þeirra í fjölmiðlum.
Aðförin að mér á sl. hausti
aðallega á Stöð 2 var afþví
tagi. Hún var engin tilviljun,
heldur rœkilega undirbúin og
að henni komu margir menn
úr innsta hring
Sjálfstœðisflokksins. “
en það er uppi viðleitni til þess í dagblöð-
um og öðrum prentmiðlum. Þetta hefur
orðið mér æ ljósara fyrir þá sök, að í starfi
mínu í EFTA-EB hef ég orðið að lesa
miklu meira erlenda pressu. Munurinn er
alveg himinhrópandi. Þar er skipulögð,
kerfisbundin, viti borin og rökræn um-
ræða í gangi á síðum fjölmiðla, jafnvel í
sjónvarpi. Þar er ekki fjallað um stjórnmál
eins og þau séu skítabísniss, að gera hvert
mál sem upp kemur tortryggilegt og af-
flytja það og skapa þannig frá degi til dags
einhvers konar neikvæða skrípamynd af
þjóðmálum sem að lokum hefur þau áhrif
ómeðvitað, að það er verið að draga öll
stjórnmál niður í svaðið og þar með drepa
alla trú þjóðarinnar á getu sína til að leysa
þjóðfélagsleg vandamál að hætti viti bor-
inna manna. Fjölmiðlun á íslandi er að
vissu leyti orðin að þjóðarböli, vegna þess
að þegar um er að ræða erfitt ástand, er
hún af því tagi að hún gerir illt verra. Með
svartagallsrausi sínu kyndir íslensk fjöl-
miðlun undir bölsýni og uppgjöf, sem
stjórnmálamenn verða víða varir við.
Hvernig ætlar Alþýðuflokkurinn að
endurvekja traust almennings og fá
fylgi?
— Þeir sem fylgjandi eru fornum dygð-
um myndu segja að menn eigi að vinna
fyrir því trausti sem þeir njóta. Við þykj-
umst ekki hafa dregið af okkur við vinnu.
Við teljum að árangurinn af öllu þessu
striti sé að koma í ljós. Kjarasamningarnir
eru tímamót. Þeir gefa þessari ríkisstjórn
tækifæri til að ná verðbólgunni niður und-
ir það sem gerist í nágrannalöndum. Það
hafa allar ríkisstjórnir haft að markmiði
frá því á Viðreisnarárunum en engri tekist
fyrr en nú að það er í sjónmáli. Fylgi ríkis-
stjórnin og stjórnarflokkarnir þessu eftir,
þýðir það gjörbreytt umhverfi fyrir at-
vinnulíf og þjóðlífið í þessu landi. Lækk-
un verðbólgu og vaxta, einnig raunvaxta í
kjölfar þess arna, getur þýtt fyrir eitt miðl-
ungsfyrirtæki í fiskvinnslu tugmilljón
króna sparnað. Það er ávísun á hærri laun
og meiri kjarajöfnuð í framhaldinu. Það
þýðir fyrir þá sem erfiðast hafa átt á sam-
dráttarskeiðinu; heimilin, fólkið sem er að
byggja, láglaunafólkið sem býr við háa
leigu verulega kjarabót, sem ekki hefði
verið hægt að ná með öðrum hætti. Þess-
um árangri hefði ekki verið hægt að ná
nema vegna þess hvernig ríkisstjórnin hef-
ur haldið á málum eftir kreppuna 1988. Ef
þá hefði verið farið að ráðum Sjálfstæðis-
flokksins sætum við nú uppi með 100%
verðbólgu. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn
klofnaði, gufaði bara upp, út af tillögum
forstjóranefndarinnar um niðurfærslu, þá
ÞJÓÐLÍF 13