Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 16
„VIUUM AÐSKILNAÐ
RÍKIS OG KIRKJU"
Siðmennt— félag áhugafólks um borgaralegar athafnir
stofnað á íslandi
—Við teljum það mannréttindamál að
skilið verði á milli ríkis og kirkju, sagði
Hope Knútsson talsmaður hóps húman-
ista sem eru að stofna félag um borgara-
legar athafnir.
ópurinn sem stóð að borgaralegri
fermingu vorið 1989 hyggst nú færa
út kvíarnar og stofna formlegt félag um
borgaralegar athafnir. Fimmtán ung-
menni fengu borgaralega fermingu á sl. ári
og álíka stór hópur er nú í hliðstæðum
undirbúningi. í fréttatilkynningu frá
hópnum segir að meðal helstu áfanga á
mannsævinni séu nafngjöf, ferming (full-
orðnun), gifting og greftrun. Nú sé hægt
að efna til fullorðnunar og giftingar með
borgaralegum athöfnum, en hins vegar sé
spurning hvort nafngjöf utan kirkju eigi
að fara fram í kyrrþey eins og nú tíðkast,
eða hvort efna eigi til athafnar við nafn-
gjöfina. Skírn sé hvort eð er félagsleg at-
höfn og utankirkjuleg nafngjöf eigi enn
fremur að vera það. í fréttatilkynningunni
er gagnrýnt að ekki skuli vera boðið upp á
„borgaralegan kost“ við geftrun, en kveð-
ið er á um það í reglum á Islandi að ekki
megi greftra án atbeina prests, né greftra
utan vígðs grafreits. „Hér er m.ö.o. ekki
gert ráð fyrir að nokkur maður sé trúlaus
eða aðhyllist önnur trúarbrögð en
kristni“, segir í fréttatilkynningunni. Við
leituðum frekari fregna hjá Hope Knúts-
son.
Að hvaða leyti er það mannréttinda-
brot að hafa kirkju samofna ríkinu?
— Við teljum að öll trúarbrögð eigi að
vera jafn rétthá, en ein trúarbrögð séu
ekki tekin fram yfir önnur og fjárhagslega
styrkt sérstaklega. Þetta er líka óhag-
kvæmt fyrir þjóðarbúið.
Ykkur er þá ekki í nöp við lútersku
kirkjuna sérstaklega?
— Nei alls ekki. Við eigum hvorki í
stríði við kirkju né trúarbrögð. Okkur
finnst að fólki sem standi utan trúfélaga sé
mismunað. Við erum á móti sérréttindum
sem lúterstrúarmenn hafa í þessu þjóðfé-
lagi.
Ef fólk er trúlaust á annað borð, skipt-
ir það þá einhverju máli hvort það er
jarðað á kristilegan hátt eða ekki?
— Já, fyrir okkur sem erum ekki krist-
in, skiptir það auðvitað miklu máli. Það er
eins og guðlast að vera jarðsunginn í
kirkju og af prestum. Fyrir manneskju
sem telur sig alls ekki kristna er þetta
mikið mál. Þetta er hliðstætt því, að sann-
trúaður kristinn maður ætti von á því að
verða kvaddur úr þessum heimi af kuklara
í stað þess að eiga von á sinni helgu kirkju-
legu athöfn.
Ég er ekki á móti guði eða trú. Mér
finnst allir eiga rétt á að trúa því sem þeim
sýnist eins lengi og þeir troða ekki sinni
trú upp á mig eða aðra. En við utankirkju-
menn eigum sama rétt á að halda upp á
mikilvægustu áfanga lífsins á fallegan og
hátíðlegan hátt, sem er öðruvísi en í
kristnum kirkjum en samt mjög þýðingar-
mikill fyrir okkur. Mér finnst að það eigi
ekki að þvinga fólk sem ekki er kristið,
jafnvel eftir að það er dáið, til að taka þátt í
einhverju sem hefur ekki þýðingu fyrir
það. Það er óvirðing við minningu við-
komandi og vandamanna hans.
Hope Knútsson kvað hin nýju samtök,
sem hlotið hafa nafnið Siðmennt —félag
áhugafólks um borgaralegar athafnir til
bráðabirgða, vera í sambandi við samtök
húmanista erlendis, — um 60 slík samtök
væru starfandi í um 22 þjóðlöndum og
telur alþjóðasambandið um 3,5 milljónir
manna. Alþjóðasambandið, sem heitir
International humanist and ethical Union
var stofnað árið 1952. Hope kvað hópinn
samanstanda af fólki með mismunandi
stjórnmálaviðhorf og væri á engan hátt
tengdur Flokki mannsins. Hún kvaðst
sjálf hafa kynnst þessari lífsskoðun í
bandarísku samtökunum, Ethical culture
Hope Knútsson. Það á ekki að þvinga fólk til
að taka þáttíeinhverju sem hefur ekkiþýðingu
fyrir það.
society, sem einnig tengjast áðurnefndu
alþjóðasambandi.
Idrögum að stefnuskrá segir m.a. að
félagið byggi á lífsviðhorfi óháðu trúar-
setningum. Maðurinn sjálfur sé ábyrgur
fyrir velfarnaði sínum, ekki æðri máttar-
völd. Lögð er áhersla á ábyrgð hvers ein-
staklings gagnvart náunga sínum. Trú-
frelsi teljist til mannréttinda og það megi
ekki afnema undir neinum kringumstæð-
um. Félagið er andvígt forræðishyggju af
öllu tagi, hvort sem er frá æðri máttarvöld-
um eða yfirburðamönnum. Þess í stað eigi
að leitast við að efla lýðræðislegt hugarfar.
Félagið vinnur að afnámi lagaákvæða sem
mismuna þeim sem standa utan trúfélaga,
krefst aðskilnaðar ríkis og kirkju eins og
áður sagði. Þá er það verkefni félags-
manna að hafa umsjón með og aðstoða við
borgaralegar athafnir eins og nafngjöf,
fermingu og greftrun auk fræðslu í sam-
ræmi við markmið félagsins.
„Margir vaða í þeirri villu að trúlaust
fólk sé einhverjir djöfladýrkendur eða
vont fólk. Þann misskilning viljum við
leiðrétta. Það er hægt að vera siðferðislega
sterk manneskja og ábyrgðarfull án þess
að trúa á eitthvað yfirnáttúrulegt“, sagði
Hope Knútsson að lokum.
—óg
16 ÞJÓÐLÍF