Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 29
Gaddavírsgirðingar á landamærunum rifnar niður. Táknrænar myndir fyrir nýja Evrópu. Skrifstofa þessa ómerkilega ráðuneytis var til húsa í risastórri andstyggilegri byggingu, sem hefði getað orðið Franz Kafka að yrkisefni. Þar skóf Kwasniewski ekki utan af hlutunum, já verið væri að vinna að því að koma lýðræðislegum stjórnarháttum á, það yrðu kosningar og kommar gætu og ætluðu að sigra. (Sjá við- tal í ÞJÓÐLÍFI í júní 1989) Æskulýðsráð- herrann ungi var hins vegar barnalega bjartsýnn. í ljós hefur komið að tilboð hans um frjálsar kosningar við hringborðið var hans eigin hugmynd, sem hann hafði ekki viðrað við aðra í samninganefnd kommún- ista. Hann var einn af foringjum nefndar- innar og aðrir samningamennn kommún- ista gátu ekki látið líta svo út sem hver höndin væri upp á móti annarri. Fyrstu frjálsu kosningar í austurblokk- inni urðu staðreynd. Kwasniewski sagði síðar í viðtali að hann hefði talað áður en hann hugsaði. En við upphaf kosningabaráttunnar töldu Samstöðumenn kosningarnar sýnda veiði en ekki gefna. „Við tökum mikla áhættu með því að skrifa undir samkomu- lagið, við veðjum á tímann. Alþjóðlegar aðstæður eru hagstæðar en geta hæglega breyst", sagði Bronislaw Geremek er ÞJÓÐLÍF ræddi við hann í dómsalnum, örfáum mínútum eftir að dómari hafði formlega leyft starfsemi Samstöðu. Kwasniewski var hins vegar bjartsýnn í upphafi kosningabaráttunnar. Hann gerði sér sennilega ekki grein fyrir því að þótt vinsældir Samstöðu séu ekki eins miklar í Póllandi og af er látið á Vesturlöndum, hefðu Pólverjar fremur kosið múlasna en kommúnistann Kwasniewski og hans líka. Með klaufaskap sínum bætti komm- únistaflokkurinn gráu ofan á svart og tap- aði svo heiftarlega, að meira að segja fyrirframákveðnu úrslitin björguðu valda- skiptunum ekki. Kwasniewski féll í kosn- ingunum og hefur nú þann starfa einan að sitja í æskulýðsráði landsins. Sovétmenn höfðu að vísu sagt að þeir myndu ekki grípa inn í þróunina í alþýðu- lýðveldunum en sennilega hefur almenn- ingur ekki trúað því fyrr en hann tók á því. Lýðræðisleg umskipti í Póllandi voru látin afskiptalaus. Tadeusz Mazowiecki varð forsætisráðherra. Allt til enda stigu Samstaða og Kommúnistar þann undar- lega dans sem þessi öfl hafa stigið. Walesa afhenti Jaruzelski lista með nöfnum þriggja forsætisráðherraefna. Þar með tók forsetinn af honum ómakið um að hafna tugthúslimnum Jacek Kuron og gyðingn- um Bronislaw Geremek. Það var nógu erf- itt fyrir Jaruzelski að samþykkja and- kommúnista í embætti forsætisráðherra þótt hann bætti ekki gráu ofan á svart með því að skipa gyðing í embættið! Þess var ekki langt að bíða að Póllandssóttin breiddist út. Ungverjar rifu gat á járn- tjaldið í maí í vor og ekki leið á löngu þar til fleiri girðingar féllu. Enn er það einn atburður, ákvörðun eins eða fárra manna sem verulegu máli skipti í því að flýta atburðarásinni og beina henni í ákveðinn farveg. Guyla Horn, utanríkisráðherra Ung- verjalands vakti alla aðfaranótt 22. ágúst. Hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því er hann beitti sér fyrir því að járntjaldið yrði rifið um vorið, að þótt Ungverjar hefðu alllengi notið ferðafrelsis, myndi þessi athöfn hreyfa við almenningi í ná- grannalöndunum. Sú varð raunin síðast- liðið sumar. Tugir þúsunda Austur-Þjóð- verja nýttu sér allrúmar ferðaheimildir ÞJÓÐLÍF 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.