Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 34

Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 34
ERLENT Sameining holdsins Víöa í Austur-Evrópu hefur brotist út einhvers konar kyn- lífsbylgja, „kynlífsbylting" eins og hún er sums staðar kölluð. Skuggahliðar þeirrar bylgju eru mýmargar eins og t.d. vændi og klám. Þessa hefur orðið vart víðs vegar(sjá einn- ig greinina um Ungverjaland á bls. 26) og eftir að Berlínar- múrinn féll hefur skapast al- gerlega nýtt ástand. Allt varð- andi kynlíf var bælt og bann- að fyrir austan og opinber umfjöllun um það tæpast nokkur. Menn skreppa ekki Breskur lávarður hjálpar Um þessar mundir hefur breskur lávarður hjálpað stjórnvöldum í Moskvu í við- ræðum við leiðtoga Muds- hadinhreyfingarinnar í Afgan- histan. Hinn íhaldssami lá- varður og þingmaður á Evrópuþinginu, Bethell 51 árs, kannar afdrif um 330 sovéthermanna. Um 75 þeirra eru sagðir vera í haldi uppreisnarhópa skæruliða í landinu. Þeir vilja láta fang- ana af hendi gegn því að kommúníska ríkisstjórnin í Afganistan sleppi lausum pólitískum föngum. Eftir fyrstu viðræðufundi Bethells í Kabul lét stjórnin þrjá Mu- dsadin—fanga lausa. Lá- varðurinn hefur ágætis sam- bönd við afganska andófs- menn, sem sovésk yfirvöld notfæra sér nú. Lengi vel var lávarðurinn hins vegar á svörtum lista í Sovétríkjunum, en hann hefur þýtt margar bóka Solshenitsyns í heima- landi sínu.... Byggt á Spiegel — óg yfir landamæri bara til að fá sér kaffi eða banana heldur fylgir hitt í kjölfarið og í fjöl- miðlum er farið að gantast með hugtakið „sameiningu Þýskalands", sem nefnist nú „sameining holdsins". í Aust- ur-Berlín eru stúlkur á götunni sem bjóða samfarir án getn- aðarvarna, enda þekkja þær ekki óttann við alnæmi eða aðra kynsjúkdóma. Vestur- evrópskir karlar hafa vaðið með óskammfeilnum hætti austur til að notfæra sér van- þekkingu og reynsluleysið. Austur—þýskir karlar hafa sömuleiðis leitað grimmt til kvenna vestra sem taldar eru afar líklegar til að breiða út alnæmi, —vændiskvenna sem eru jafnframt eiturlyfjan- eytendur. Hommar eystra hafa í stórum stíl komið úr fel- Heyrnarleysi gerir menn blinda, sagði í auglýsingu frá fyrirtæki sem er að selja heyrnartæki. Með henni var meðfylgjandi mynd af Erich Honecker í hópi góðra um og klúbbar spretta upp eins og gorkúlur. Þá eru fjölmiðlar sakaðir um að ýta hressilega undir kynlífsbylgj- una með svakasögum af fjör- inu. Unglingar í leit að ævin- týrum eða skjótfengnum gróða vestanmegin hafa orð- ið vændi að bráð og rudda- legar auglýsingaaðfarir hafa orðið tilefni nokkurra um- ræðna í Þýska Alþýðulýð- veldinu. Þannig hefur Vest- ur—Þjóðverji nokkur verið gagnrýndur harkalega fyrir að dreifaflugriti, þarsem kon- ur eru ávarpaðar svona : „Halló konur í Þýska Alþýðu- lýðveldinu. Vissuð þið að í Austur—Þýskalandi eru þrjár konur á móti hverjum karl- manni. j Vestur-Þýskalandi vantar hins vegar 3 milljónir kvenna á öllum aldri til móts manna. Myndin og auglýs- ingaklisjan „heyrnarleysi ger- ir menn blinda“ var notuð áfram í austur-þýskum fjöl- miðlum og hafði þá fengið pólitískt flug... við karla. Margir þægilegir og vel útlítandi karlar bíða eftir ykkur, með fallega íbúð, at- vinnu og bíl.“ Saklausara hef- ur þótt að v-þýska Plaboyritið valdi austur-þýska stúlku sem „playmate" stúlku mán- aðarins, „fyrstu austur-þýsku stúlkuna sem verður þess heiðurs aðnjótandi“. Aust- ur—Þjóðverjar eru að byrja að verjast tvíbentri léttúð að vestan og í baráttunni gegn alnæmi hafa í fyrsta skipti sést viðvaranir opinberlega. Þar er einnig gripið til pólitísku umræðunnarog slagorðanna áðurnefndu. Á risastóru Ijósaskilti við Kurfurstend- amm í Austur—Berlín stend- ur eitthvað í þessum dúr: „sameinumst með smokk" eða „gegn sameiningu án smokks“... Erfiðir tímar hjá njósnurum Frá því byltingin hófst í Aust- ur—Evrópu hafa margir njósnarar misst vinnuna, aðr- ir óttast hefnd samborgara sinna, enda hefur athæfi þeirra innan lands víða komið illa við landsmenn þeirra. Af þessum ástæðum hafa margir þeirra leitað sér að vinnu í öðrum löndum, —sér- staklega í Austurlöndum nær. Að sögn bjóða leyniþjónustur ýmissa landa þessum njósn- urum og agentum frá Aust- ur—Þýskalandi, Rúmeníu og víðar að. Nú liggur fyrir sam- kvæmt áreiðanlegum heim- ildum að leyniþjónustur Saudi-Arabíu, Sýrlands og (srael hafi ráðið njósnara af þessu tagi... Heyrnarleysi gerir menn blinda! 34 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.