Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 44
MENNING Norræn bókmcnntakynning í Hamborg í febrúar 1986. Frá vinstri Görai2 Tunström frá Sviþjóð, Sigurður og Þorgeir Þorgeirsson, Aase-Marie Nesse frá Noregi, Tobias Berggren frá Svíþjóð, Ingvar Ambjörnsen frá Noregi og Cecilie Löveid frá Noregi. Við fórum á leiguflugvél um landið og tókum upp sérstæðar kvæðastemmur og söng víðsvegar. Þessi rímnalög voru síðan gefin út í samvinnu við Fálkann 1966 eða 67. John Levy, en það hét þessi ágæti maður, lagði gífurlega fjármuni í fyrirtæk- ið. Platan seldist upp á örskömmum tíma og hann kom hingað til lands til að endur- útgefa hana. Þá brá svo við, að einhver úr Kvæðamannafélaginu Iðunni kemur og segir félagið vilja fá þóknun. Og þó Levy væri vel efnaður, þá hafði hann þegar lagt mikla fjármuni í þetta verk, sem auðvitað var tap á. Þannig var komið í veg fyrir frekari kynningu á íslenskum rímnakveð- skap í þetta skiptið. Hvað varð svo um Levy rímnamann, hvarf hann þér sjónum eftir þetta? — Hans örlög urðu sérstæð. Um það leyti sem ég kynntist honum hefur hann verið kominn um sextugt. Eftir hljóðlátt líf munks í áratug hefur hann þurft að vinna upp kyrrðina og hægaganginn, svo hann gerðist maður hraðans. Með hraða- dellu. Hann átti allt sérsmíðað, t.d. sér- smíðaðan Rolls Royce, sem hann brunaði á í borgum Bretlands. Svo fékk hann bif- Louisa Matthíasdóttir í hinni sérstæðu bók Iceland Crucible, sem Ijósmyndarinn Vladimir Sichov vann ásamt Sigurði A. hjóladellu og þaut um allar trissur á stóru mótorhjóli. Einhverju sinni var hann á leiðinni milli Oxford og Lundúna á ógnar- hraða og lenti í árekstri. Hann lamaðist fyrir neðan mitti og gat sig lítt hrært. Hann safnaði miklu spiki á skömmum tíma og örfáum árum síðar dó hann. Ég hitti hann nokkrum sinnum eftir íslands- ævintýrið, en hann átti dapurlegar stundir undir það síðasta eins og nærri má geta. Þú hefur þannig átt þátt í að kynna bæði íslenska myndlist og tónlist erlend- is, en bókmenntakynning hefur þó verið fyrirferðarmeiri? — Jú, jú. í tímans rás hafa alls konar dagblöð og tímarit beðið mig um greinar. Þessar greinar fjalla um ólík efni eins og pólitík, sögu, leikhús og bókmenntir hvers konar. Lang mest af þessu er menn- ingarefni og þá um bókmenntir. Árið 1976 var mér boðið að taka þátt í International Writing Program í Iowa í Bandaríkjun- um. Þangað koma menn og dvelja í fjóra mánuði og gera nánast það sem þeir vilja. Þeir báðu mig að þýða ljóð í htla úrvalsút- gáfu á þeirra vegum og skyldu þeir útvega mér sitt besta ljóðskáld til aðstoðar, Mick Fedullo. Þarna átti ég feikn frjóa og góða mánuði — var afkastamikill. Og úr því varð þessi bók, The Postwar Poetry of Iceland. Þetta er stærsta norræna ljóðasafn sem til er á ensku, kom út árið 1982. í amerísku tímariti fékk bókin þann dóm, að hún væri sennilega ein besta landkynn- ing sem völ væri á, því í venju- legum landkynningarritum kynntist maður bara landinu og umhverfinu, en í svona bók kynntist maður sál þjóð- arinnar. Sál þjóðarinnar er í ljóðinu. Eitthvað hefur íslenski hesturinn komið við sögu í þinni kynningarstarfsemi? — Sú bók sem víðast hefur farið eftir mig er hestabókin, íslenski hesturinn, sem kom- ið hefur út á einum átta tungumálum. Veg og vanda af þeirri frumútgáfu hafði Har- aldur J. Hamar útgefandi Iceland Rev- iew. Vegur þeirrar bókar hefur verið með ólíkindum. Flestar myndanna eru eftir Guðmund Ingólfsson. Ég hef unnið mik- ið í áranna rás fyrir Harald J. Hamar, en við vorum vinnufélagar á Mogganum í gamla daga. Ég hef skrifað mikið í Iceland Review og aðskiljanlegar bækur, ritlinga og þess háttar fyrir hann. Þá hef ég skrifað aðra bæklinga fyrir Ferðamálaráð og fleiri aðila. Erum við þá ekki komnir að hinni ein- stæðu listasögu íslands 1985? Hvernig kom hún til sögunnar? — Já, það er sagt að hún sé einstæð í heiminum. Hún er ýtarleg bók um flestar hstir þjóðarinnar með myndum af 170 ís- lenskum listamönnum. Tildrögin voru þau, að ég var í eins konar skuggaráðu- neyti Vigdísar Finnbogadóttur í Scand- inavia Today í Bandaríkjunum á sínum tíma. Ég gaf þá út bækling, Icelandic Writing Today, sem var kynning á nú- tímaskáldum íslenskum. Afskaplega um- deildur bæklingur, en ég seldi hann ágæt- lega í Ameríku og þar var honum vel tek- ið. Þeim fannst skrítið að þekktur rithöf- undur væri sjálfur að selja bækur á strætum úti og Tom Holton hjá Hildu sagði að svona höfundur ætti að skrifa listasöguna, en hann þekkti þá Vladimir Sichov, ljósmyndarann rússneska. Áran- gurinn varð bókin Iceland Crucible, falleg og vinsæl bók. Þú hefur skrifað texta á íslensku, grísku og ensku. Ritstýrt íslensku efni í enskum tímaritum og norrænum. Síðan hafa komið út greinar og þýðingar á þýskri tungu eftir þig? — Það hefur komið í minn hlut að rit- stýra íslensku efni í bókmenntatímarit eins og t.d. Die Horen og Land aus dem Meer fyrir utan ensk rit. Ég var heilt ár 1979-80 á opinberum styrk í Berlín og lærði þá málið mér til góðs brúks. Þar var mikil kynning á íslenskri menningu 1980 — bókmenntum sérstaklega — sem ég tók þátt í. Þú hefur átt þátt í mörgum bókum með þekktum ljósmyndurum. Svo dæmi sé tekið af bókinni Iccland, People Sagas Landscapes þar sem ljósmyndarinn Hans Siwik kemur við sögu? — Þetta er mjög þekktur ljósmyndari og hefur gefið út bækur víða; á Ítalíu, í Japan, Frakklandi, Þýskalandi og víðar. Síðast frétti ég að rússneska rithöfunda- sambandið hefði ráðið hann til mikilla verka. Hann kom til íslands til að hvíla sig í þrjár vikur. Leigði sér jeppa og fór út á land. Það varð minna úr hvíldinni, því 44 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.