Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 49
KVIKMYNDIR
NOKKRAR
GÓÐAR
MARTEINN ST.ÞÓRSSON
í þessu hefti ætla ég að fjalla um nokkrar
góðar kvikmyndir sem eru væntanlegar í
íslensk kvikmyndahús, einkum um nýj-
ustu mynd Oliver Stone „Bom on the
Fourth of July“ (eða Fæddurfjórða júlí),
sem vakið hefur mikla athygli í Norður-
Ameríku.
Fœddur fjórða júlí (Born on the 4th
ofJuly, Oliver Stone) ****l/2
E' g verð að viðurkenna að ég var búinn
að fá mig fullsaddan af Víetnam-
myndum Hollywood. Oliver Stone tekst
hins vegar að setja punktinn yfir i-ið á
þetta margtuggða efni. Með kvikmynd-
inni „Fæddur fjórða júlí“ hefur hann
komið Víetnam-lestinni á endastöð og það
allglæsilega.
Myndin er byggð á endurminningum
fyrrverandi hermanns úr Víemam, Ron
Kovic. Kovic þessi var ungur sjálfboðaliði
sem geystist fram á vígvelli Víetnam, full-
ur föðurlandsástar og andúðar á kommún-
isma. Á vígvellinum særist hann svo illa að
hann bæklast fyrir neðan mitti. Þegar
hann kom heim til Bandaríkjanna varð
hann fyrir miklu áfalli. Spítalinn var eins
og rottuhola, fólki var alveg sama um
„stríðshetjur“ og auk þess fann Kovic að
flestir á hans aldri börðust gegn þeim hug-
myndum sem hann hafði fórnaði sér fyrir.
Hippamenningin var í uppgangi.
Vonsvikinn flúði hann til Mexíkó (eftir
uppgjör við strangtrúaða kaþólska fjöl-
skyldu sína), og dvaldist þar meðal lags-
bræðra sinna, þar sem Mezcal, Tequila og
ódýrar hórur styttu stundirnar.
Það var ekki fyrr en Kovic sneri aftur til
Bandaríkjanna að hann fór að gera sér
grein fyrir brjálæðinu og spillingunni sem
leyndist innan Nixon-stjórnarinnar.
Kovic skrifar handrit myndarinnar
ásamt Stone og gefur það myndinni enn
meira gildi en ella, atburðarásin sem við
sjáum er raunveruleg.
Stone kvikmyndar allar senur myndar-
innar eins og þær ættu sér stað á vígvelli
(reyndar gerist aðeins 20 mínútna kafli
þessarar 140 mínútna löngu myndar á víg-
völlum Víetnam). Myndavélin stoppar
sjaldan og eins og byssukúla þýtur hún á
milli persóna og atburða. Stone heldur
samtölum í lágmarki en þeim mun flókn-
ari er vinnsla hljóðeffekta og tónlistar.
Kvikmyndatakan er stórkostleg, það er
langt síðan ég hef séð jafn magnaða kvik-
myndatöku. Sérstaklega eru
Víetnam-atriðin vel tekin.
Öll tæknivinna er fyrsta flokks og þó
sérstaklega hljóðvinnslan.
Tónlist er eftir John Williams (Sup-
erman, Star Wars, E.T., Empire of the
Sun), og notar hann trompet og strengi á
snilldarlegan hátt.
Það sem kemur kannski mest á óvart er
frammistaða Tom Cruise í hlutverki Ron
Kovic. Cruise er hér í sínu besta hlutverki
til þessa (engin sólgleraugu eða hæðnis-
glott). Frammistaða hans í gegnum mynd-
ina frá hinum myndarlega, vel rakaða, ka-
þólska dreng, til hins skeggjaða, bitra,
lífsreynda manns, er alveg ótrúlega raun-
veruleg. Kappinn á Óskarstilnefningu í
vændum.
William Dafoe og Tom Berenger (báð-
ir úr Platoon) eru hér í aukahlutverkum
(sniðugt bragð hjá Stone, sem leikstýrði
einnig Platoon), og ein minnisverðasta
sena myndarinnar er þegar Dafoe og
Cruise, strandaðir í hjólastólum sínum í
Mexíkóeyðimörkinni, hella úr skálum bit-
urrar reiði sinnar hvor yfir annan. Fórnar-
lömb eigin reiði, eigin hugmynda sem
aldrei fengu útrás.
Oliver Stone sýnir og sannar með
„Fæddur fjórða júlí“ að hann er kominn í
kvikmyndaheiminn til að vera. Þetta er
kröftugasta og áhrifamesta kvikmynd sem
gerð hefur verið um afleiðingar stríðsins
fyrir bandarísku þjóðina (Platoon er næst-
um því eins og lautartúr í samanburði).
Því er hins vegar ekki að neita að hér
ætti að láta staðar numið í Víetnam-mynd-
um í bili. Víetnam var stríð Bandaríkja-
manna og það er spurning hvað við, frið-
elskandi íslendingar (?), höfum að gera
með allar þessar amerísku hugmyndir um
móral og þankagang. Vonum bara að
mannskepnan læri af reynslunni.
Alltaf (Always, Steven Spielberg)
„Alltaf‘ er nýjasta afurð Steven Spiel-
berg. í aðalhlutverkum eru Richard
Dreyfuss, Holly Hunter og John
Goodman. Myndin segir frá fólki sem
helgar líf sitt því að berjast við skógarelda í
norðvesturhluta Ameríku. Aðalgaurinn er
Pete (Dreyfuss) sem er í ástarsambandi
við Dorindu (Hunter). Hann ferst í flug-
slysi en vaknar upp á grasbala við hlið Hep
(Audrey Hepburn). Hún verður leiðsögu-
maður hans í landi hinna lifandi, því sam-
kvæmt Hep, kemst Pete ekki til himna
fyrr en hann hefur gefið einhverjum sem
lifir hluta af sál sinni. Ferðalagið til þeirra
sem eftir lifa færir Peter nálægt Dorindu
en það á hann erfitt með að sætta sig við.
Spielberg er kominn aftur með ljúfsára
gamanmynd sem talar til einhvers í okkur
sem við öll þráum en vitum ekki að er til.
Hann er öruggur með sig í þessari litlu,
ljúfu mynd, ekki síður en í hans stærri
verkum. Öll tæknivinnsla er að sjálfsögðu
fyrsta flokks, svo og allur leikur. Sérstak-
lega er Dreyfuss sjarmerandi.
Óvinir, ástarsaga (Enemies, A
Love Story, Paul Mazursky) ****
Loksins ljúfsár, mannleg, erótísk mynd.
Paul Mazursky er hér með sína bestu
mynd. Myndin fjallar um gyðinga í New
York, þá sem lifðu seinni heimsstyrjöld-
ina af. Hermann (Ron Silvia) lifir þre-
földu lífi, hann er giftur bjargvætti sínum
úr seinni heimsstyrjöldinni, á ástkonu, og
um miðbik myndarinnar finnur hann út
að konan hans sem hann hélt að hefði
látist, er á lífi og komin til að vitja hans.
„Óvinir“ er saga um ást, sem er of mikil
og veit ekki hvenær skal stoppa. Hún er
saga um mann sem vill elska allar þrjár
konurnar en gerir sér grein fyrir að það
gengur ekki og það verður að koma til
uppgjörs.
Allir leikarar skila sínu með prýði en þó
sérstaklega hin frábæra Lena Olin
(Óbærilegur léttleiki tilverunnar), sem er
unaðsleg í hlutverki ástkonunnar. Mynd
sem skilar sínu.
0
ÞJÓÐLÍF 49