Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 58
Fjölmiðlar OFBELDI RUGLAR HEIMSMYND BARNA Anna G. Magnúsdóttir hjá Námsgagnastofnun um sjónvarpsefni fyrir börn : Framboðið er það mikið að þau komast aldrei yfir að skilgreina það sem þau horfðu á síðast. Vantar mikið upp á að uppalendur rœði við börn um það sem þau hafa verið að horfa á og hjálpi þeim að skilgreina það. Held að flestir séu sammála um að allt það ofbeldi sem börn kynnast í myndum ýti undir ofbeldishneigð. —Til að spoma gegn slæmum áhrifum sjónvarps og annars myndefnis á börn er nauðsynlegt að þau fái hjálp við að læra að skilgreina þær myndir sem þau horfa á. Börn sem tekið hafa þátt í gerð myndbanda eða annarra hreyfimynda skilja betur það sem þau horfa á, segir Anna G. Magnúsdóttir hjá fræðslu- myndadeild Námsgagnastofnunar. örn eru varla komin úr vöggu þegar þau byrja að horfa á sjónvarp. Fyrst heilla auglýsingar þau mest, síðan tekur barnaefnið við og þegar þau eldast fá mörg þeirra að horfa á hvað sem er. Samkvæmt könnun sem gerð var hér á landi ekki alls fyrir löngu kom í ljós að börn og unglingar horfðu sum hver á sjónvarp í allt að fjórar klukkustundir á dag. Þó ekki séu eðli málsins samkvæmt til neinar rannsóknir á langtíma áhrifum þess að börn og ungling- ar eyði meiri tíma fyrir framan sjónvarp en t.d. í skólanum, eru þeir sem vinna með börn sannfærðir um að þetta er mjög slæm þróun, sagði Anna G. Magnúsdóttir en hún hefur undanfarin ár unnið við fræðslumyndadeOd Námsgagnastofnun- ar. Auk þess að vera kennari hefur hún lagt stund á fjölmiðlun og kvikmyndagerð við háskólann og Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. — Börn fá svo sjaldan tækifæri til að velta öllu þessu myndefni fyrir sér. Hér áður fyrr þegar aðeins var boðið upp á þrjúbíó á sunnudögum höfðu börnin heila viku til þess að vinna úr efni myndanna. í þeim flaumi myndefnis sem nú hellist yfir þau eiga þau htla möguleika á að pæla í því sem þau horfa á. Framboðið er það mikið að þau komast aldrei yfir að skilgreina það sem þau horfðu á síðast. Einnig finnst mér SÆVAR GUÐBJÖRNSSON vanta mikið upp á að foreldrar og aðrir þeir sem fást við uppeldi spjalli við börn um það sem þau hafa verið að horfa á og hjálpi þeim þannig að skilgreina það. — Ég held að flestir séu sammála um að allt það ofbeldi sem börn kynnast í myndum kunni að ýta undir ofbeldis- hneigð. Sama hvert litið er, alls staðar er ofbeldi að finna: í fréttatímum, teikni- myndum og nánast velflestu því sem framleitt er af kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Einnig eru blöðin iðin við að birta ljósmyndir þar sem valdbeiting kemur við sögu. Allt þetta ofbeldi hefur áhrif á börn og unglinga. Hjá sumum ýtir þetta undir árásarhneigð en hjá öðrum skapar þetta angist og óöryggi. Þó ekki séu til neinar rannsóknir sem sýna langtíma- áhrif þess að börn horfi mikið á sjónvarp, þá hefur verið sýnt fram á að börn sækja fyrirmyndir þangað. — Sú ofuráhersla sem lögð er á ofbeldi í fjölmiðlum og kvikmyndum skekkir að mínu mati verulega heimsmynd barna. Áhersla fjölmiðla á að færa okkur fréttir af valdbeitingu í hvaða mynd sem hún birt- ist, verður til þess að börn telja að heimur- irm sé fullur af ofbeldi og kannski verri en hann í raun og veru er. Og það sama gildir um fullorðið fólk. Við vitum að margt eldra fólk vogar sér ekki út fyrir hússins dyr eftir að fer að skyggja. — Það er ekki bara ofbeldið, sem hefur áhrif á börn heldur einnig sú mynd sem dregin er upp af fólki í kvikmyndum sem okkur er boðið upp á hér á landi. Flestar fjalla þær um fólk við ýmsar aðstæður, fólk sem á við margs konar erfiðleika að etja. Myndirnar gefa ákveðna mynd af samskiptum þess, hvernig það bregst við hinum ýmsu vandamálum. Þær sýna yfir- leitt ákveðinn lífsstíl og flestar skapa ákveðna ímynd. Það er kannski erfitt að setja fingurinn á eitthvert tiltekið atriði en ég held að þær hafi töluverð áhrif á viðhorf og gildismat barna þegar til lengri tíma er litið. Við hér á íslandi höfum t.d. ekki mikla reynslu af fólki af öðrum kynþátt- um þó þau hafi aukist á síðustu árum. Meginþorri íslendinga þekkir engan af öðrum kynþætti og jafnvel engan útlend- ing. Samt þekkjum við til útlendinga, allir vita eitthvað um blökkufólk og Kínverja. Hvaðan hefur fólk þessa þekkingu? Þarna koma fjölmiðlar við sögu. Þeir skapa ákveðna mynd, oft mjög ranga. Hún verð- ur síðan grunnur að ákveðnum fordóm- um. Oft er það þannig að bófar eða skúrk- ar í kvikmyndum eru af öðrum kynþætti en við eða koma frá Austur-Evrópu. Þegar börn sjá þessa mynd dregna upp aftur og aftur sitja þau uppi með það að fólk af öðrum uppruna sé síðra en við. — Annar þáttur í þessum kvikmynd- um er þó að breytast, en það er sú mynd sem dregin er upp af kynjunum. Það var víðtæk venja í meirihluta þeirra mynda sem hingað bárust að sýna konur í fá- breyttu hlutverki hinnar góðu og sam- viskusömu eiginkonu og móður. Færi hún hins vegar út að vinna eða stæði sig ekki í hlutverki eiginkonu eða móður fór undan- tekningalítið illa fyrir henni. Þannig hefur birst mjög einhæf mynd af konum en hún er að breytast, að hluta til vegna þess að nú orðið sækir hjónafólk lítið kvikmyndahús. Unglingar eru teknir við og þeir hafa minni áhuga á vandamálum hjónabands- ins en þeim mun meiri á ofbeldi sem því miður eykst stöðugt. 58 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.