Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 65
VIÐSKIPTI
BJARTARITIMAR FRAMUNDAN
Breskir vísindamenn gera ráð fyrir að fólk muni í framtíðinni hafna
stórmörkuðum, lesa meira og sinna náunganum betur
Mannkynið á sér von, að áliti
vísindamanna sem fást við að
spá í framtíðina. Þeirra skoð-
un er að við munum í framtíð-
inni hugsa meira um hag ann-
arra en okkar eigin. Við eig-
um eftir að sinna
umhverfismálum af meiri
krafti en til þessa. Vísinda-
mennimir eru einnig þeirrar
skoðunar að fólk eigi eftir að
hafna stórmörkuðum og
hverfa aftur til minni verslana
sem bjóða upp á góða þjón-
ustu. Einnig telja þeir að fjöl-
skyldan og lífið innan veggja
heimilisins eigi eftir að skipta
mun meira máli í framtíðinni
Þessar niðurstöður birtast í
umfangsmikilli skýrslu
sem Henley Centre for For-
castingí London hefur sent frá
sér en þar hafa vísindamenn
sérhæft sig í að spá um þjóðfé-
lagsþróun. Stofnunin hefur
unnið að slíkum rannsóknum
fyrir opinbera aðila og fjölda
fyrirtækja, stór og smá.
Höfundar skýrslunnar
halda því fram að áratugurinn
sem er að líða hafi einkennst af
sjálfselsku og græðgi hjá fólki.
„Meira að segja virðulegt fólk
hefur haldið því fram að
græðgi sé heilbrigð — svona
hugsunarháttur hefði verið
óhugsandi fyrir tuttugu ár-
um“, segja höfundarnir. Á
þessum áratug hafa markaðs-
öflin ráðið mestu. Hinn óhefti
markaður átti að leysa öll
vandamál.
Hvað er það sem fær breska
vísindamenn til að trúa því að
bjartari tímar séu framundan?
Ástæður bjartsýninnar eru að
undanfarið hafa skoðanakann-
anir sýnt að fólk krefst þess nú
að hið opinbera taki meiri þátt
í því að rétta við hlut þeirra
sem minna mega sín í þjóðfé-
laginu. Niðurstöðurnar í Bret-
landi eru samhljóða niðurstöð-
um sem komið hafa fram í
samskonar könnun í Banda-
ríkjunum. En margir telja að
þessi tvö lönd ráði miklu um
lífsmunstur á Vesturlöndum.
Samkvæmt niðurstöðum
skoðanakannana sem stofnun-
in styðst við, kemur fram að
fólk virðist hafa skipt um
skoðun á mikilvægum mála-
flokkum. Meirihlutinn telur
að hægt sé að bæta lífsafkomu
almennt með því að leggja
meiri áherslu á sameiginlega
hagsmuni frekar en eigin.
Þessu til staðfestingar benda
vísindamennirnir á að 93%
Breta vilja að heilsugæslan
verið efld. Þegar spurt var að
því sama árið 1985 voru 83%
Breta þeirrar skoðunar. 31%
aðspurðra vildi nú að fyrirtæki
notuðu hagnað sinn til velferð-
armála í stað þess að greiða
hluthöfum arð. 24% voru
þessarar skoðunar árið 1985.
Fólk óskar þess nú í enn rík-
ari mæli að varðveita umhverfi
sitt. Mestum áhyggjum veldur
eyðing ósonlagsins og þær af-
leiðingar sem það myndi hafa í
för með sér. Einnig veldur
mengun í ám, vötnum og haf-
inu áhyggjum hjá Bretum. En
það er að renna upp fyrir íbú-
um Bretlands að landið er und-
irlagt mengun. Egg og kjúkl-
ingar eru með salmonellu,
drykkjarvatn mengað, bað-
strendur fullar af bakteríum
og ekki lengur hægt að leggjast
þar til sunds.
iðurstöður kannana
leiða líka í ljós að fólk er
nú viljugra að hjálpa öðrum.
Mestum áhyggjum veldur ótt-
inn við að verða fátækur.
Þegar litið er á það hvað fólk
vill styðja kemur í ljós að flestir
vilja leggja eitthvað af mörk-
um til eflingar rannsókna á
krabbameini og styðja við bak-
ið á þeim sem fengið hafa
krabbamein. Því næst kemur
aðhlynning barna sem eiga um
sárt að binda, í þriðja sæti er
aðstoð við þá sem svelta í
heiminum.
Andstætt fyrri könnunum
eru nú fleiri tilbúnir til að nota
frítíma sinn til að aðstoða aðra.
Flestir vilja hlúa að einmana
nágrönnum eða fötluðum ein-
staklingum, eða með öðrum
orðum fólk er upptekið af
þeim vandamálum sem finna
má í nánasta umhverfi þess.
Höfundar skýrslunnar gera
ráð fyrir að frítími fólks á Vest-
urlöndum eigi eftir að aukast
verulegu og fólk komi til með
að setja sig mun betur inn í hin
ýmsu þjóðfélagsmál. Þannig
eiga þeir von á því að bóklestur
aukist þar sem fólk muni ekki
gera sig ánægt með þær upp-
lýsingar sem það fær í gegnum
útvarp og sjónvarp.
Henley fyrirtækið sem unn-
ið hefur að markaðsmálum
fyrir stórfyrirtæki sem stunda
verslun hvetur þau eindregið
til að auka þjónustu sína. Ein
af þeim niðurstöðum sem
fyrirtækið kemst að, er að fólk
muni í framtíðinni hafna stór-
mörkuðum og vöruhúsum.
Þess í stað færist viðskiptin í
ríkari mæli yfir í smáverslanir
þar sem viðskiptavinir geta
spurst fyrir um það sem þeir
ætla að kaupa og fengið bæði
góð ráð og tryggingu fyrir gæð-
um vörunnar.
sg/Dagbladet
ÞJÓÐLÍF 65