Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 70

Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 70
VlSINDI NÝn LYF GEGN KRABBAMEINI Nýuppgötvaður hópur efna úr dýraríkinu gœti valdið byltingu í lyflœkningum og hjálpað gegn skœðum sjúkdómum Vitaskuldir Hvernig má tvöfalda verð- mæti trabantbíls? Með því að fylla bensínstankinn. ★★ Sagt er að á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu snúist margir draumar verðandi mæðra um froska, orma og potta- plöntur. Kannast einhverj- ar mæður við þetta? ★★ Elsta barn í stórum systk- inahópi hefur að öllu jöfnu meira sjálfstraust og er síð- ur haldið kvíða og þung- lyndi en yngri börnin. ★★ Unnt er að losa börn undan martröð með því að vekja þau um stundarfjórðungi áður en þau eru vön að fá martröðina og halda þeim vakandi í nokkrar mínút- ur. Að því búnu sofna þau yfirleitt vært og sofa ótrufl- uð til morguns. ★★ Tuttugu og fimm ára Jap- ani sendir háan tón út úr hægri hlust sinni. Hann heyrir tóninn ekki sjálfur. Læknar fundu enga skýr- ingu á fyrirbærinu en gátu lækkað hljóðið með því að deyfa hljóðhimnuna. ★★ Heimsmetið í sippi er 120.744 sipp á 12 tímum og 8 mínútum. Það var sett í Bandaríkjunum 1981. 0 Nýlega uppgötvuðust efni úr dýraríkinu sem valdið gætu byltingu í lyflækningum, m.a. í baráttunni gegn krabba- Uppgötvun pensilíns olli byltingu í læknavísind- um. Það er myndað af tiltekn- um sveppategundum. Frá uppgötvun pensilíns um mið- bik þessarar aldar hafa menn fundið aragrúa annarra efna- sambanda sem sveppir mynda og drepa gerla. Þetta eru svo- kölluð sýklalyf. Þessi lyf duga vel gegn meginþorra gerla sem valda sjúkdómum en enn eru aðeins þekkt fá efni sem duga gegn sveppa- og frumdýrasýk- ingum. Nýlega uppgötvaðist hópur efna sem gæti valdið nýrri byltingu í lyflækningum. Þessi efni hafa fundist í dýra- ríkinu, m.a. í fiðrildum og froskum. Hér er um að ræða flokk peptíða (stutt prótín) sem myndast í sumum dýrum. Komið hefur í ljós að þau gata himnur sem umlykja gerla. Vatn streymir inn í gerilfrum- urnar gegnum götin og þær springa. Vitað er að silkifiðr- ildið myndar slík peptíð þegar það sýkist af gerli og þau valda rofi og þar með dauða gerl- anna. Hópur lífefnafræðinga við háskólann í Louisiana í Banda- ríkjunum kannaði hvort efna- sambönd af þesu tagi dræpu aðrar frumur en gerla. Þeir bjuggu til sín eigin skordýra- peptíð og áður óþekktar afleið- ur af þeim. í ljós kom að þau drápu allar tegundir gerla. Þau rjúfa gat á frumuhimnuna, I fruman getur þá ekki stjórnað vatnsmagninu og hún spring- ur. Rafeindasmásjármyndir sýndu stór og greinileg göt í himnunni. Menn veltu því fyrir sér hvort peptíðin gætu líka valdið rofi einfaldra kjarnafruma, t.d. sveppa og frumdýra, en fiðrildi og fleiri dýr, sem mynda peptíð af þessari gerð, þurfa jafnframt að verjast sýk- ingu annarra lífvera. Megin- munurinn á kjarnafrumum og gerlafrumum er sá að auk frumuhimnunnar eru inni í frumunni ýmis frumulíffæri hjúpuð himnum, þ.á m. kjarn- inn. Rofpeptíðin reyndust drepa gersveppi, mýraköldu- sýkilinn (Plasmodium falcip- arum) og annað frumdýr (Trypanosoma cruzi) er veld- ur svokallaðri chagasveiki, sem er náskyld höfgasótt. Tilraunir þessar gáfu til kynna að rofpeptíðin sem reynd voru gætu drepið sýkla sem vaxa og þroskast innan vefja mannslíkamans. Slíkir sýklar eru oft einstaklega ill- viðráðanlegir þar sem þeir leynast innan í okkar eigin frumum. Peptíðin virðast á einhvern hátt geta leitað sýkl- ana uppi og drepið þá. Til að komast að því hvernig þau verka bjó hópurinn til gjörbreytta og nýja gerð af rofpeptíðum með því að breyta amínósýruröð þekkts peptíðs (sekrópíns B). Yfir helmingur amínósýranna var breyttur en þó á þann hátt að nýju amínó- sýrurnar höfðu svipaða eðlis- og efnafræðilega eiginleika og þær sem voru fjarlægðar. Þetta tilbúna peptíð reyndist enn öflugri rofvaldur en hið nátt- úrlega efni. í framtíðinni verð- ur ef til vill unnt að búa til peptíð sem rjúfa einungis til- teknar frumugerðir með því að breyta amínósýruröð þeirra. Hví skyldu heilbrigðar spendýrsfrumur vera ónæmar fyrir þessum efnum? Skýring- in liggur að öllum líkindum í innri stoðgrind þessara fruma. í frumunni liggja fíngerðar pípur og trefjar sem halda henni saman. Þær tengjast frumuhimnunni hér og þar. Þótt gat komi á frumuhimn- una sjálfa getur stoðgrindin komið í veg fyrir að innstreymi vatns verði svo mikið að frum- an rofni. Til að kanna þessa tilgátu voru spendýrsfrumur látnar í lausn með efnum sem eyðilögðu frumugrindina. Síð- an var rofpeptíðum bætt út í og frumurnar sprungu. Ljóst er því að frumugrindin er afar mikilvæg í þessu tilliti. rumur sem hafa gallaða eða skaddaða frumugrind ættu samkvæmt þessu að vera viðkvæmari fyrir rofpeptíð- um. í þessum hópi eru margar gerðir krabbameinsfruma. Þegar rofpeptíð voru reynd á krabbameinsfrumum í svo meini. 70 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.