Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 42

Þjóðlíf - 01.04.1991, Page 42
KVIKMYNDIR TEIKNINGUM GEFID LÍF KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON Kvikmyndir og teiknimyndir hafa gengið í farsælt og arðvænlegt h jónaband í borg- inni Hollywood. Fyrstu afkvæmin eru komin í heiminn og mörg fleiri á leiðinni. Forstjórar kvikmyndaveranna og eig- endur útgáfufyrirtækjanna mala nú gull og ætla sannarlega að grípa gæsina með- an hún gefst, og því ekki? Hér er efni fyrir markhópa á öllum aldri, ungir krakkar gleypa við myndun- um og vörunum sem fylgja í kjölfarið, táningar sem safna hasarblöðum láta sig ekki vanta á kvikmynd um uppáhaldsof- urhetjuna leikna af stórstirni og foreldrar, afar og ömmur fylgja krökkunum sínum á sýningarnar. Helstu dæmi um velgengni mynda byggðra á teiknimyndapersónum og sög- um eru Superman myndirnar, Dick Tracy (sem hreppti nokkra Óskara), Batman og Skjaldbökurnar sem á varð ótrúlegur hagnaður og slógu öll aðsóknar- met. Nú er spurningin hvort væntanlegar myndir í sama dúr standi undir nafni eða hvort þær kæfi hverja aðra í flóðinu sem væntanlegt er. Framleiðendur Batman og Skjaldbakanna sáu sér færi og skelltu sér í að gera framhald af fyrri myndunum og er nú verið að sýna Skjaldbökurnar II (Leyndarmál Slímsins) við góðar undir- tektir vestanhafs. Sú spurning hvort Batman II verði jafn vinsæl og sú fyrri brennur nú heitast á vörum eigenda hluta- bréfa í Warner kvikmyndaverinu en nú á Danny DeVito að leika vonda kallinn í stað Nicholson, sem lék Jókerinn svo eft- irminnilega vel í fyrstu myndinni. DeVito fer með hlutverk Mörgæsarinnar, en hún er annar af verstu óvinum Batmans (leikin sem áður af Michael Keaton). Það er leik- stjórinn Tim Burton sem á að láta allt smella saman jafn vel, ef ekki betur, og í Batman I. Önnur mynd sem beðið er með mikilli eftirvæntingu er myndin The Rocketeer sem byggð er á teiknimyndaseríu Dave Stevens og framleidd af Disney. Sagan gerist á 3. áratugnum og segir frá ungum manni sem kemst yfir járnapparat sem gerir honum kleift að fljúga um loftin blá Michelangelo og Donatcllo í kvikmyndinni Skjaldbökurnar 2. Hetjurnar í Watchensögunni semTerry Gilliam ætlar að fílma. 42 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.