Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 53

Þjóðlíf - 01.04.1991, Side 53
nð Heiðurseimreiðarstjórar Forstöðumenn ríkisreknu járnbrautanna í fyrrverandi Austur-Þýskalandi hafa markaðssett gömul farartæki stofnunarinnar, sem heyra ættu söfnum til, með óvenju- lega árangursríkum hætti. Nokkrir stílhreinir og sér- stæðir vagnar, sem og úr- valsvagnar fyrrverandi ríkis- stjórnar, hafa verið leigðir fyrirtækjum og ferðaskrifstof- um. Og við strendur Eystra- salts er boðið upp á tíu daga námskeið fyrir 55 þúsund Lítil lest í Bad Doberan. krónur þar sem menn geta látið bernskudrauminn ræt- ast. Þetta er á 15 kílómetra langri járnbrautalínu milli Bad Doberan og Kuhlungsborn, þar sem nemendurnir geta stjórnað gufustróknum sjálfir og lært hvaðeina sem heyrir til gamaldags járnbrautum. í lok námskeiðsins fá menn bréf upp á það að geta stjórn- að járnbraut og titilinn „heið- urseimreiðarstjóri“... (Spiegel/óg) Lúxushús fyrir lífstíð Tímarit stjórnvalda í Sovét- ríkjunum hefur gefið til kynna, að Nikolai Ryskov fyrrverandi forsætisráð- herra megi reikna með að halda öllum forréttindum sínum til æviloka. Hann gegndi embætti í fimm ár en fékk hjartaáfall og varð að hverfa frá í desember sl. Þannig heldur hann einbýl- ishúsi því sem hann hefur búið í sem forsætisráð- herra. Og auk þess fær hann miðað við sovéskar aðstæður tiltölulega há eft- irlaun eða 1200 rúblur á mánuði. Honum er tryggð vönduð læknismeðferð og aðstoð og sömuleiðis fær hann að halda embættis- bifreið sinni. Síðustu fréttir herma að Ryskov hyggist bjóða sig fram í næstu for- setakosningum í Rússl- andi... (Spiegel/óg) Tító í Bláu lestinni 1956. Bláa lestin seld Jámbrautalestir eru orðnar sérstæð vara í viðskiptalífi hinnar gömlu Austur-Evrópu. Hin sögufræga „Bláa lest“, sem Tító marskálkur í Júgó- slavíu ferðaðist í um í landi sínu á árunum 1948 til 1980 er nú komin á sölulista. Bláa lestin, „hótel á teinum“, stendur saman af þremur eimreiðarvögnum og níu sal- arvögnum. Meðal þekktra ferðafélaga voru þjóðhöfð- ingjar eins og Elísabet Breta- drottning og Leonid Brésnjef. í tíð Títós var ferðaáætlun lestarinnar ríkisleyndarmál. Af öryggisástæðum var sam- lita lest ævinlega ekið á und- an lestinni sjálfri. Frá því að hinsta ferðin varfarin, með lík Títós frá Ljubljana til Belgrad, hafa stjórnvöld og yfirstjórn ríkisjárnbrautanna rifist um eignarhald á Bláu lestinni. En gífurlegur viðhaldskostnaður, um 6 milljónir á ári, þvingar nú til sölu. Þeir sem aðallega hafa sýnt áhuga eru erlendar ferðaskrifstofur og önnur er- lend fyrirtæki... IBM með fjötur um fót Risafyrirtækið IBM er að skera niður og endurskipu- leggja víða í verksmiðjum sín- um og fyrirtækjum. Alls verð- ur fækkað um 14 þúsund manns á næstunni, þar á meðal í Þýskalandi. Fjögur IBM fyrirtæki í Þýskalandi verða fyrir barðinu á endur- skipulagningunni; verksmiðj- ur í Berlín, Böblingen, Mainz og Sindelfingen, sem þykja ekki nógu arðbærar, né held- ur í stakk búnar til að standa sig í sífellt harðari samkeppni á tölvumarkaðnum. Forstjóri IBM í Þýskalandi, Olaf Henkel lét hafa eftir sér:„Þýsku IBM- verksmiðjurnar eru orðin IBM fjötur um fót“. Skynsamlegra væri að flytja alla framleiðsl- una til útlanda og að IBM starfaði einungis sem sölufyr- irtæki í Þýskalandi. Talið er að samsetningarverksmiðj- unni í Berlín sé sérstaklega hætt í væntanlegum sam- drætti, en þar starfa um eitt þúsund manns... ÞJÓÐLÍF 53

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.