Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.04.1991, Blaðsíða 53
nð Heiðurseimreiðarstjórar Forstöðumenn ríkisreknu járnbrautanna í fyrrverandi Austur-Þýskalandi hafa markaðssett gömul farartæki stofnunarinnar, sem heyra ættu söfnum til, með óvenju- lega árangursríkum hætti. Nokkrir stílhreinir og sér- stæðir vagnar, sem og úr- valsvagnar fyrrverandi ríkis- stjórnar, hafa verið leigðir fyrirtækjum og ferðaskrifstof- um. Og við strendur Eystra- salts er boðið upp á tíu daga námskeið fyrir 55 þúsund Lítil lest í Bad Doberan. krónur þar sem menn geta látið bernskudrauminn ræt- ast. Þetta er á 15 kílómetra langri járnbrautalínu milli Bad Doberan og Kuhlungsborn, þar sem nemendurnir geta stjórnað gufustróknum sjálfir og lært hvaðeina sem heyrir til gamaldags járnbrautum. í lok námskeiðsins fá menn bréf upp á það að geta stjórn- að járnbraut og titilinn „heið- urseimreiðarstjóri“... (Spiegel/óg) Lúxushús fyrir lífstíð Tímarit stjórnvalda í Sovét- ríkjunum hefur gefið til kynna, að Nikolai Ryskov fyrrverandi forsætisráð- herra megi reikna með að halda öllum forréttindum sínum til æviloka. Hann gegndi embætti í fimm ár en fékk hjartaáfall og varð að hverfa frá í desember sl. Þannig heldur hann einbýl- ishúsi því sem hann hefur búið í sem forsætisráð- herra. Og auk þess fær hann miðað við sovéskar aðstæður tiltölulega há eft- irlaun eða 1200 rúblur á mánuði. Honum er tryggð vönduð læknismeðferð og aðstoð og sömuleiðis fær hann að halda embættis- bifreið sinni. Síðustu fréttir herma að Ryskov hyggist bjóða sig fram í næstu for- setakosningum í Rússl- andi... (Spiegel/óg) Tító í Bláu lestinni 1956. Bláa lestin seld Jámbrautalestir eru orðnar sérstæð vara í viðskiptalífi hinnar gömlu Austur-Evrópu. Hin sögufræga „Bláa lest“, sem Tító marskálkur í Júgó- slavíu ferðaðist í um í landi sínu á árunum 1948 til 1980 er nú komin á sölulista. Bláa lestin, „hótel á teinum“, stendur saman af þremur eimreiðarvögnum og níu sal- arvögnum. Meðal þekktra ferðafélaga voru þjóðhöfð- ingjar eins og Elísabet Breta- drottning og Leonid Brésnjef. í tíð Títós var ferðaáætlun lestarinnar ríkisleyndarmál. Af öryggisástæðum var sam- lita lest ævinlega ekið á und- an lestinni sjálfri. Frá því að hinsta ferðin varfarin, með lík Títós frá Ljubljana til Belgrad, hafa stjórnvöld og yfirstjórn ríkisjárnbrautanna rifist um eignarhald á Bláu lestinni. En gífurlegur viðhaldskostnaður, um 6 milljónir á ári, þvingar nú til sölu. Þeir sem aðallega hafa sýnt áhuga eru erlendar ferðaskrifstofur og önnur er- lend fyrirtæki... IBM með fjötur um fót Risafyrirtækið IBM er að skera niður og endurskipu- leggja víða í verksmiðjum sín- um og fyrirtækjum. Alls verð- ur fækkað um 14 þúsund manns á næstunni, þar á meðal í Þýskalandi. Fjögur IBM fyrirtæki í Þýskalandi verða fyrir barðinu á endur- skipulagningunni; verksmiðj- ur í Berlín, Böblingen, Mainz og Sindelfingen, sem þykja ekki nógu arðbærar, né held- ur í stakk búnar til að standa sig í sífellt harðari samkeppni á tölvumarkaðnum. Forstjóri IBM í Þýskalandi, Olaf Henkel lét hafa eftir sér:„Þýsku IBM- verksmiðjurnar eru orðin IBM fjötur um fót“. Skynsamlegra væri að flytja alla framleiðsl- una til útlanda og að IBM starfaði einungis sem sölufyr- irtæki í Þýskalandi. Talið er að samsetningarverksmiðj- unni í Berlín sé sérstaklega hætt í væntanlegum sam- drætti, en þar starfa um eitt þúsund manns... ÞJÓÐLÍF 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.