Þjóðlíf - 01.04.1991, Síða 55

Þjóðlíf - 01.04.1991, Síða 55
Kartöflur — mikilvægasta fæðutegundin? Villtar kartöflutegundir reynast vel til kynbóta á ræktuðum kartöflum — bylting í fæðuöflun hungraðra þjóða Fyrir tilstilli erfðatækni er nú unnt að gera kartöfluna að mikilvægustu fæðutegund mannkyns og leysa milljónir manna undan áþján hungur- vofunnar. Þessari skoðun heldur búvísindamaðurinn John Dodds fram, en hann stýrir alþjóðlegri miðstöð kartöflurannsókna sem hefur aðsetur í Líma í Perú. Kartaflan hefur verið rækt- uð í sex þúsund ár hið minnsta en tiltölulega skammur tími er um liðinn síðan hún náði víð- tækri útbreiðslu í heiminum. Hún er nú fjórða mikilvægasta matjurt mannkyns og einungis hveiti, hrísgrjón og maís skáka henni að þessu leyti. Hvað næringargildi snertir hefur hún afar heppilegt hlut- fall helstu næringarefna. Hún er allauðug að prótíni, kol- Vitaskuldir Rannsóknir á íslenskum villi- minkum hafa leitt í ljós að minkalæður hafa mismarga spena. Þannig hefur fundist læða með sex spena og sú sem flesta hafði spenana gat gefíð níu hvolpum að sjúga í senn. Meðalfjöldi spena hjá villtum, íslenskum minkalæðum er hins vegar 7,48 spenar! ★ í Bandaríkjunum lifir nú um hálfur milljarður stara. Þeir eru afkomendur um 160 fugla sem voru sóttir til Evrópu 1891. ★ Fyrsta eimreiðin sem náði 100 mílna hraða á klukkustund var Fljúgandi skoti (Flying Scotsman). Hraðametið var skráð árið 1923. vetnum, vítamínum og stein- efnum en er fitusnauð. Hún býr auk þess yfir þeim eigin- leikum að hún er auðveld í ræktun, þarf lítið ræktunar- rými og vaxtartíminn er til- tölulega skammur. Til rannsóknastöðvarinnar í Líma hefur verið safnað um 5000 afbrigðum af kartöfl- unni. Þar á meðal eru margar villtar kartöflutegundir og um þessar mundir er verið að vinna að því að rannsaka eigin- leika þeirra. Gert er ráð fyrir að unnt verði að kynbæta ræktuð kartöfluafbrigði með því að taka erfðaeiginleika (gen) úr villtum tegundum og færa í ræktunarstofna kartöfl- unnar. Með þeim hætti er þess vænst að fá megi fram heppileg afbrigði sem geta vaxið við ólík umhverfisskilyrði, meðal ann- ars á hitabeltissvæðum þar sem hungrið er grimmast. HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLANDI.- n eftir Jón Jónsson, fyrrv. forstjóra Allt um sjóinn ogjiskinn. Gagnlegt rit, sem hlotið hefur mikið lof. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins SKÁLHOLTSSTÍG 7 - REYKJAVÍK - SÍMI 621822 ÞJÓÐLÍF 55

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.