Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 25
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 25 Að vera á tánum … í vinnunni Thomas Möller segir að þeir sem spila badmin-ton þekki mikilvægi þess að vera á tánum þegar spilað er til sigurs. Hann segir líka mikilvægt að vera „á tánum“ í fyrirtækjarekstri. Thomas bendir á nýlega könn- un, „Why good companies fail“, sem gefur í skyn að andvaraleysi stjórnenda („complacency“) sé ein helsta ástæða rekstrar- erfiðleika og gjaldþrota. Að mati Thomasar er kæruleysi og áhyggjuleysi vegna eigin vel- gengni áberandi bæði á Íslandi og erlendis. „Dæmigert fyrir fyrirtæki sem eru ekki nægilega „á tánum“ er að þau sjá ekki nýja þróun sem ógnun. Stjórnendur hjá þessum fyrirtækjum eru ómeðvitaðir um þær hættur sem steðja að fyrirtækinu svo sem vegna tækni þróunar eða nýrrar sam- keppni. Stjórnendur hjá Kodak sögðu t.d. að stafrænar myndir væru bóla og svo fór fyrirtækið á hausinn. Fyrirtæki sem fylgjast ekki með breytingum á hegðun neytenda lenda oft í erfiðleikum. Dæmi um slíkt eru fyrirtækin Polaroid og PanAm.“ Thomas segir að vilji og geta fyrirtækja til að laga sig að nýj- um aðstæðum, finna ný tæki færi, sveigjanleiki og snerpa séu bestu tækin í hinum hraða og sí breytilega heimi viðskipta og þjón ustu í dag. „Önnur algeng ástæða fyrir gjaldþroti er að fyrirtækin halda sig ekki við sínar sterku hliðar og sérstöðu. Oftast eru forstjórarnir með of margar hugmyndir; reyna að gera of mikið og halda sig ekki við stefnuna sem stjórnin hefur markað. Þá er í þriðja lagi hætta á að rekstur þeirra fyrirtækja stöðvist sem eru ekki á tánum hvað varðar fjárstreymi („cashflow“). Of mikil binding í birgðum er þar algengasta ástæðan. Ef þú þarft að lyfta þér upp á tærnar til að sjá allar birgðirnar skaltu hafa áhyggjur,“ segir Thomas í léttum dúr. tHomas möller – framkvæmdastjóri rýmis STJÓRNUN Ásmundur Helgason segir að fimm sinnum fleiri lesi fyrirsagnir en meginmál í prentaug- lýsingum. „Góð þumalputtaregla er að fyrirsagnir setji fram loforð um þann ábata sem af vörunni fæst. Þá getur líka verið áhrifa- ríkt að nota tilvitnun en það gefur til kynna að upplýsingarn- ar komi frá þriðja aðila, sem getur aukið trúverðugleika. Spurningarformið í fyrirsögn getur líka verið gott að nota en spurning krefur lesandann um afstöðu til spurningarinnar og þar með er hann farinn að taka þátt í skilaboðunum. Áhættan er að spurningin, eða öllu heldur svarið, geri lesandann afhuga vörunni.“ Ásmundur segir að fleiri taki eftir fyrirsögn en ella ef hún er fréttnæm. Hann segir að það geti verið gott að hafa vörumerk- ið í fyrirsögninni til að auka líkur á að lesendur muni hvað var verið að auglýsa. „Það borgar sig ekki að nota flókin orð, tvíræðni né neitt slíkt því það dregur úr líkunum á að fólk muni eftir auglýsingunni. Hins vegar getur verið gott að vera með óvænt skilaboð í fyrirsögninni.“ Stundum á vel við að hafa meginmálstexta langan, svo sem í söguformi, auk þess sem það getur verið gott að nota upptalningu með tölustöfum. „Það leiðir lesandann frá lið eitt niður í lið tvö og svo koll af kolli. Algengur misskilningur er að reyna að hafa sem minnstan texta en það getur reynst nauð- synlegt að veita upplýsingar til að auðvelda lesandanum að taka afstöðu til vörunnar og til að geta borið hana saman við samkeppnisvörur. Þá má nefna að á meðan lesendur eru lík- legastir til að lesa fyrirsagnir eru myndatextar það næsta sem þeir eru líklegir til að lesa.“ Fyrirsögnin er stóra málið ásmundur Helgason – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR M enningarbylt- ingin í Kína var ekki til beint til þess fallin að hlúa að mannauði, svo vægt sé til orða tekið. Byltingin markaði spor í uppvöxt Ping Fu en síðar sá hún sér þann kost vænstan að flytja til Bandaríkj anna eða það sem sennilegra er að nýta sér „ráðleggingar“ kínverskra stjórnvalda um að flytja úr landi. Hún kunni varla orð í ensku og það var ein ástæða þess að hún valdi að leggja stund á nám í forritun en í þeirri grein taldi hún að tak mörkuð enskukunn átta sín yrði ekki óyfirstíganlegur þröskuldur. Sam hliða námi vann Ping Fu ýmis störf til að geta greitt skólagjöld og framfleytt sér. Að loknu meistaraprófi í tölv unarfræði frá Háskólanum í Illinois réðst hún til starfa hjá rannsóknarsetri á vegum skólans og þar fór boltinn að rúlla en rannsóknarteymi sem hún stýrði vann meðal annars að þróun þrívíddartækni. Fyrir hvatningu stjórnenda rannsóknarsetursins stofnaði Ping og eiginmaður hennar fyrirtækið Geomagic fyrir 15 árum. Viðskiptasvið fyrirtæk i s- ins er það sem Ping kallar sjálf „internet hlutanna“. Hér ræðir um að hlutir eru prentaðir í þrívídd, eins framandi og það kann að hljóma. Í huga flestra er prentun einfaldlega eitt lag af pappír. Þrívíð prentun er hvert lagið á fætur öðru. Í nýlegu sjónvarpsviðtali á BBC sat Ping í mestu makindum í rauðum skóm sem hún hafði „prentað út“. Og hún velkist ekki í vafa um framtíð þrívíddarhönnunar og þrívíddarprentunar. „Þetta er næsta stóra skrefið, eins stórt og gufuvélin, færibandið eða Internetið …“ Bylting sem muni hafa áhrif jafnt á burgeisa sem aðra.“ loftur ólafsson – sérfræðingur hjá Íslandssjóðum ERLENDI FORSTJÓRINN Frá einni byltingu til annarrar Ping Fu eigandi Geomagic:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.