Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 skoðun þau hafa orðið Sigurður B. Stefánsson segir að mikil bjartsýni hafi ríkt á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði um miðjan apríl og ekki síst á Wall Street þrátt fyrir mislitar horfur í heimsbúskapnum og erfiða skuldastöðu mikilvægra þjóða. „Vísitölur hlutabréfa á Wall Street fóru í byrjun apríl yfir hæstu sögulegu gildi frá ár un um 2000 og 2007. Utan Banda- ríkjanna hafa hlutabréf í kaup- höllum að vísu ekki verið eins sterk nema í Tókýó þar sem Nikkei -vísitalan hefur hækkað um 50% frá lokum september 2011. Sú hækkun er rakin til stefnubreytingar japanska seðla- bankans sem nú rær öllum árum að því að lækka gengi jensins og hefur gengi þess fallið um 20% gagnvart Bandaríkjadollar á hálfu ári.“ Sigurður segir að hafa þurfi í huga að S&P 500-vísitalan var í annarri viku apríl á sömu slóðum og í hágildum áranna 2000 og 2007. Frá árinu 2000 hefur vísitala neysluverðs í Bandaríkj- unum hækkað um 36% og eiga hlutabréf því eftir að hækka um það hlutfall til að ná raunvirði þess árs. Sigurður segir að jafn framt megi hafa í huga að verðmæti hlutabréfa á mæli- kvarða VH-hlutfalls var um 15 í apríl 2013 en var um eða yfir 20 í há gildum áranna 2000 og 2007. „Verð á hrávörum lækkaði um 5% til miðs apríl frá ársbyrjun 2013 og um helmingur af 50% hækkun á hrávörum frá miðju ári 2010 til apríl 2011 er genginn til baka. Lægra hrávöruverð hjálpar til að halda verðbólgu í horfinu og kemur neytendum til góða. Á hinn bóginn kemur þessi verðlækkun niður á hrávöruútflytj- endum og segir harkalega til sín í verði hluta bréfa í kauphöllum í Brasilíu, Rúss landi og Kanada svo að dæmi séu nefnd.“ Hlutabréf á Wall Street ná sögulegu hámarki sigurður B. stefánsson – sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Ingibjörg Þórðardóttir segir að fasteignamarkaðurinn sé á nokkuð góðu róli eins og hann hefur verið undan- farna mánuði. „Verð fór nokkuð hækkandi í byrjun ársins en hefur nú almennt staðið í stað. Segja má að jafnvægi einkenni markaðinn þó svo viss svæði og áhugaverðar eignir veki vissulega mikinn áhuga og leiði þ.a.l. til meiri eftirspurnar. Miklar umræður um fasteignalán hafa eflaust haft áhrif á markaðinn enda skipta þau miklu fyrir kaupendur að tryggt sé visst öryggi og fólk geti séð með nokkurri vissu hver greiðslubyrði sé fram í tímann. Þetta, ásamt margháttuðum loforðum flokka um aðgerðir í lánamálum fólks, hefur greinilega áhrif á fast eigna- markaðinn enda nokkuð sem fólk bíður eftir að sjá hver þróunin verður á og hvað kemur út úr loforðum flokka um ýmsa þætti er varða húsnæðislánamál og leið sréttingar lána.“ Ingibjörg bendir á að vorið sé framundan og reynslan hafi sýnt að fasteignamarkaðinn taki þá vissan kipp. „Fast- eigna markaðurinn er oft, ólíkt hlutabréfamarkaði, markaður sem lýtur sálfræðilegum þáttum og þar getur hækkandi sól og bjartsýni haft áhrif.“ Kosningaár ingiBjörg þórðardóttir, – formaður félags fasteignasala FASTEIGNA- MARKAÐURINN Dow Jones síðustu tólf mánuðina Breytingar á flokka - kerfinu dr. stefanÍa óskarsdóttir – lektor við HÍ STJÓRNMÁL Samfylkingin var stofnuð sem mótvægi við Sjálf stæðisflokkinn. Allt frá stofnun Sjálf- stæðisflokks ins hafði forystu- mönnum hans tekist að halda hægri vængnum sameinuðum á meðan vinstri vængurinn var klofinn á milli hófsamra og rót- tækari vinstrimanna. Fyrirfram höfðu ýmsir efasemdir um að uppskera Samfylkingarinnar yrði í samræmi við væntingar. Sagt var að ekki væri í hendi að fylgi vinstriflokk anna fjögurra sem ætluðu að mynda Samfylk- inguna færi allt til hins nýja flokks. Einnig deildu menn um áhersl- urnar og úr varð að róttækustu vinstrimennirnir stofnuðu VG. Í sínum fyrstu þingkosningum 1999 sótti Sam fylkingin inn á miðjuna með skírskotun í stefnu sem kennd var við hina „nýju miðju“. Með því þrengdi hún mjög stöðu Framsóknarflokks- ins, sem skrapp saman í fylgi. Þetta ógnaði hins vegar ekki Sjálfstæðis flokknum sem fékk sína bestu kosningu í 25 ár. VG stóð eftir sem lítill vinstriflokkur en Samfylkingin varð næst- stærsti flokkur landsins. Nú hefur flokkakerfið enn á ný tekið breytingum. Undir styrkri forystu formannsins hefur Fram- sóknarflokkurinn endur heimt fyrri stöðu sem stór miðjuflokkur. Til vinstri við hann eru fjórir litlir flokkar eins og var fyrir 1999. En fylgisaukning Framsóknar- flokksins er líka á kostnað Sjálf stæðisflokksins sem kann að hafa færst of mikið til hægri í huga kjósenda.“ – í sambandi við allt 118 Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.ja.is Já – það passar Góðir hlutir koma í mörgum stærðum. Nýi Já.is vefurinn lagar sig að því tæki sem þú skoðar hann í og er jafnþægilegur í notkun á tölvuskjá og í snjallsíma. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum sem gera Já.is notendavænni, aðgengilegri og ítarlegri. Við erum stolt af nýjum vef sem smellpassar fyrir alla. J .i j r r.i í r J í í i.j .i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.