Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 40

Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 40
40 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 7 afnema GjaldeyrisHöfTin Þörf er á að afnema fjármagnshöftin til að opna hagkerfið.­Flestir­eru­sammála­um­að­það­ verði­ekki­gert­nema­samhliða­samningum­við­erlenda­kröfuhafa­vegna­­þrotabús­gömlu­bankanna.­ Og­það­verður­heldur­ekki­gert­nema­í­nokkrum­skrefum­til­að­forðast­fall­krónunnar­–­sem­ engan­veginn­er­víst­að­verði.­Fjármagns­höftin­voru­sett­á­til­bráðabirgða­í­hruninu­til­að­ná­upp­ gjaldeyris­forða­með­viðskiptaafgangi­við­útlönd­og­af­ótta­við­að­gjaldeyrisforðinn­hreinsaðist­upp­ vegna­fjárflótta.­Sterkt­og­trúverðugt­atvinnulíf­laðar­hins­vegar­til­sín­fé­en­skapar­ekki­fjármagns- flótta.­Ef­fjármagnshöftin­verða­afnumin­í­skrefum,­sem­mikilvægt­er­að­gera,­þarf­að­taka­ verðtrygginguna­úr­sambandi­(eða­setja­2%­þak­á­hana)­til­að­tryggja­sig­gegn­verðbólguskoti­ falli­krónan.­Ella­væri­öll­skuldaleiðrétting­lána­unnin­fyrir­gýg.­Auk­þess­sem­Seðlabankinn­myndi­ keyra­upp­stýrivextina­en­margir­hafa­sótt­í­óverðtryggð­lán­að­undanförnu. 8 Málefni aldraðra draGa úr TeKjuTenGinGuM Málefni aldraðra komu mjög við sögu í kosningabaráttunni.­Miklar­tekjutengingar­skerða­bætur­ og­ábata­fólks­af­að­safna­í­lífeyrissjóði­og­er­þetta­stórmál.­Núver­andi­kerfi­dregur­úr­hvata­til­að­ greiða­í­lífeyrissjóði.­Á­móti­kemur­að­þetta­sparar­ríkissjóði­mikil­útgjöld.­Vandinn­er­þessi:­Sá,­ sem­hefur­aldrei­sparað­í­lífeyrissjóð­og­er­algjörlega­upp­á­ríkið­kominn,­hefur­um­180­þús.­kr.­ á­mánuði­í­ráðstöfunar­tekjur­á­meðan­sá,­sem­fær­150­þús.­kr.­á­mánuði­úr­sínum­lífeyrissjóði,­ hefur­aðeins­22­þús.­kr.­meira­í­ráðstöfunartekjur­eða­202­þús.­kr.­á­mánuði.­Vilji­menn­vinna­ sem­ellilífeyrisþegar­halda­þeir­aðeins­eftir­broti­af­laununum­vegna­tekjutenginga.­Þetta­hvetur­ til­svartrar­vinnu­ellilífeyrisþega.­Skerðingar­bóta­vegna­atvinnu­tekna­eru­allt­of­miklar.­Þá­er­ mikil­reiði­meðal­ellilífeyrisþega­sem­eru­á­dvalar-­og­hjúkrunarheimilum­vegna­mishárra­gjalda­ vistmanna.­Sá,­sem­hefur­625­þús.­kr.­á­mánuði­í­lífeyristekjur­fyrir­skatta,­greiðir­196­þús.­kr.­í­ skatta­og­327­þús.­kr.­á­mánuði­til­hjúkrunarheimilis­(það­er­hámarkið).­Hann­heldur­eftir­102­þús.­ krónum­í­vasapeninga.­Sá,­sem­er­með­103­þús.­kr.­í­lífeyristekjur­fyrir­skatta,­greiðir­enga­ skatta­og­33­þús.­kr.­á­mánuði­til­hjúkrunarheimilisins.­Hann­heldur­eftir­ 70­þús.­kr.­í­vasapeninga. 9 vandi lífeyrissjóðs ríKisins Lífeyrismálin og stórir árgangar á eftirlaun. Lífeyrismálin­verða­alltaf­í­brenni­depli­á­meðal­ þjóðarinnar.­Þar­er­mikil­mismunun.­Ríkissjóður­tryggir­skuldbindingar­Lífeyrissjóðs­ríkisstarfs- manna,­þar­vantar­núna­upp­á­nokkur­hundruð­milljarða­kr.­á­meðan­almennu­lífeyrissjóðirnir­ hafa­ekki­aðra­leið­en­að­skerða­lífeyrisgreiðslur­til­að­ná­endum­saman.­Stórir­árgangar­fara­ á­eftirlaun­á­næstu­árum.­Spár­gera­ráð­fyrir­að­fólki­67­ára­og­eldra­fjölgi­um­150%­á­næstu­ tuttugu­árum­en­stórir­árgangar­fólks,­sem­fætt­er­eftir­stríð,­verða­þá­komnir­á­eftirlaun.­Þar­að­ auki­verður­fólk­æ­eldra,­sem­setur­mikinn­þrýsting­á­að­lífeyrissjóðirnir­standi­vel­fjárhags­lega.­ Tekjutenging­grunnlífeyris­Tryggingastofnunar­skekkir­myndina­varðandi­ráðstöfunartekjurnar­en­ núna­mæðir­miklu­meira­á­lífeyrissjóðum­með­framfærslu­aldraðra.­Þversögnin­er­hins­vegar­að­ núverandi­kerfi­tekjutengingar­við­grunnlífeyrinn­dregur­mjög­úr­hvata­til­að­greiða­í­lífeyrissjóði. 10 læKKa fjármagnskostnað Verðtrygging, fjármagnskostnaður og dýrt bankakerfi.­Það­er­afar­mikilvægt­að­ná­niður­ fjármagns­kostnaði­á­Íslandi­og­byggja­á­ódýrara­bankakerfi.­Verðtrygg­ingin­hefur­verið­bitbein­ á­meðal­þjóðarinnar­en­í­mikilli­verðbólgu­„étur­hún­upp“­eignir­lántakenda­á­sama­hátt­og­hún­ étur­upp­eignir­lánveitenda­þegar­engin­er­verðtryggingin.­Besta­lausnin­er­auðvitað­að­hafa­litla­ verðbólgu;­stöðugt­verðlag.­Þrýstingur­er­á­að­fólk­færi­lán­sín­yfir­í­óverðtryggða­vexti­en­það­ er­til­lítils­að­fara­yfir­í­það­kerfi­sé­verðtryggingin­innbyggð­í­þá­vexti.­Stóra­málið­er­auðvitað­ að­ná­niður­vöxtum­og­fjármagnskostnaði­á­Íslandi.­Lítil­verðbólga­leiðir­til­lágra­vaxta­og­aukins­ hagvaxtar.­Það­að­aftengja­verðtryggingu­í­lánasamningum,­eða­setja­2%­þak­á­hana,­á­ekkert­ skylt­við­að­falsa­hitamæla­og­veðurfarsmælingar,­eins­og­sumir­hafa­nefnt.­Vísitala­neysluverðs,­ verð­bólga,­liggur­jafnt­fyrir­þótt­lánasamningar­séu­ekki­bundnir­við­hana.­Enda­er­verðtrygging­ fyrst­og­fremst­trygging­fyrir­því­að­tiltekin­greiðsla­í­framtíðinni­haldi­kaupmætti­sínum­frá­þeim­ degi­sem­verðtryggður­samningur­er­gerður.­Hún­var­sett­á­árið­1979­vegna­þess­að­lífeyrissjóðir­ voru­meira­og­minna­gjaldþrota­og­mjög­hafði­dregið­úr­peninga­legum­sparnaði­landsmanna­ í­bönkum­vegna­neikvæðrar­raunávöxtunar. 10 þEtta þaRF að gERa

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.