Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 41

Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 41
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 41 Vandinn: Atvinnuleysi er enn talsvert á Íslandi, eða 5,8% af vinnuafli á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt Hagstofu Íslands. Alls eru 10.300 manns án vinnu. Fjöldi starfandi eru 167.900 en var 174.400 árið 2008; fyrir hrun. Frá árinu 2009 hefur starfandi fólki fjölgað um fjögur þúsund. Hvað er til ráða? Skapa ný störf. Þau verða ekki til nema með auknum umsvifum fyrirtækja og hagvexti. Auknar fjárfestingar eru nauðsynlegar og launahækkanir án „innistæðu“ gera fyrirtækjum erfiðara með að fjárfesta og ráða nýtt fólk í vinnu. Framtíðin: Atvinnuleysi verður eflaust í kringum 5% næstu tvö til þrjú árin. Svokallað „náttúrulegt atvinnuleysi“, t.d. fólk á milli starfa, verður alltaf á bilinu 2­3%. Fólki í hlutastarfi hefur fjölgað á Íslandi og vinnustundum á viku fækkað. Þá sækir fólk enn til útlanda eftir vinnu á sama tíma og ungt menntað fólk kemur síður heim en áður vegna stöðunnar á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði. Frá árinu 2009 til ársloka 2012 voru brottfluttir umfram aðflutta til Íslands um 8.700 manns. Vandinn: Verðbólgan er vissulega meinið. En verðtryggingin verður vanda mál þegar verðbólgan einkennir efnahagslífið. Fjármagns kostnaður lántakenda breytist hratt, svo ekki sé talað um stökkbreytinguna vegna hrunsins. Verðtryggingin „étur upp eignir“ lán takenda á sama hátt og verðbólgan „étur upp eignir“ lánveitenda þegar engin er verðtryggingin. Þegar verðtryggingin var sett á var haft á orði að best væri þá að verðtryggja allt, svo allir sæju hve verðbólga væri mikið vandamál. Hvað er til ráða? Best er að hafa litla verðbólgu, stöðugt verð ­ lag. Það stuðlar einnig að vaxtalækkun. Núna er lagt upp úr að lántakendur hafi val; geti valið á milli verðtryggðra og óverð ­ tryggðra langtímalána. Mikilvægt er að aftengja verð trygg inguna tíma bundið áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin fari krónan á kreik við losun haftanna. Það er nauðsynleg forvörn. Framtíðin: Í hagkerfi þar sem verðbólgan er 4% á ári tvöfaldast verðlagið á 18 árum en flestir eru með íbúðalán til 40 ára. Sífellt fleiri spyrja sig hvort eitthvert vit sé í að hafa lánakerfi þar sem skuldir heimila og fyrirtækja hækka sjálfkrafa þegar t.d. verð á bensíni eða víni er hækkað. Stóra málið er að fjármagnskostnaður lánatakenda á Íslandi er of hár m.a. vegna þess að bankakerfið er mjög dýrt. Það hefur lítinn tilgang að afnema verðtryggingu ef hún er sett beint inn í nafnvexti óverðtryggðra lána. Það verður örugglega áfram tekist á um verðtrygginguna og réttmæti hennar á næstu tveimur árum. Takið eftir því að stýrivextir Seðlabankans virka núna mun hraðar en áður þar sem ekkert aðgengi er að erlendum lánum og æ fleiri hafa snúið sér að óverðtryggðum lánum. Vandinn: Mikill þrýstingur er núna á að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut enda aðstaða orðin léleg í núverandi húsnæði. Vandinn er sá að þetta er hrikalega mikil framkvæmd sem kosta mun ríkissjóð mikið fé. Verðmiðinn er 85 milljarðar en einnig hafa komið fram tölur um að kostnaðurinn fari í 135 milljarða. Hvað er til ráða? Eflaust þarf að endurskoða stærð nýs spítala og umfang. Frjáls verslun er með mikla fréttaskýringu annars staðar í blaðinu um einkareknu skurðstofurnar. Þar eru framkvæmdar um 17 þúsund skurðaðgerðir á ári sem er svipað og á Landspítalanum. Hvers vegna ekki að auka vægi þessara stofa en þær hafa ekki leyfi til að hafa sjúklinga yfir nótt. Framtíðin: Hagsmunir sjúklinga eru að fá sem besta þjón­ ustu og hagur ríkisins gengur út á að reka sjúkrakerfið á sem hag kvæmastan hátt. Í nýlegri þjóðmálakönnun Félagsvísinda­ stofn unar kemur fram skýr vilji um að ríkið reki (starfræki) heil ­ brigðisþjónustuna á Íslandi. Það merkir væntanlega almennan rétt íbúa til heilbrigðisþjónustu, þjónustan sé fjármögnuð af hinu opinbera og að það greiði þjónustuveitendum fyrir þjónustu sína. Aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni er hins vegar mikilvægur til að nýta féð betur. atVINNuLEysI VERðtRyggINgIN NýR sPítaLI

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.