Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 48
48 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 Þetta var vitaskuld eldfimt mál í kosningabaráttunni og leiddi til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Fram sóknarflokkurinn náðu þar undirtökunum. Baráttan hverfðist um hugmyndir framsóknarmanna og þá sérstaklega hvað ætti að gera við krón ur eða aðrar innlendar eignir sem end­ uðu annaðhvort í Seðlabankanum eða hjá ríkissjóði. En þetta eru í raun og veru tvö mál sem bíða komandi ríkisstjórnar: Annars vegar aðferð við uppgjörið á hinum föllnu bönkum Hins vegar nýting fjármuna þegar og ef þeir koma út úr uppgjörinu Frosti Sigurjónsson, nú þingmaður Reyk­ víkinga, bar oft í kosningabaráttunni hitann og þungann af að útskýra hvað fælist í hugmyndum framsóknarmanna. Alþýða manna átti stundum erfitt með að fylgja röksemdafærslunni en fyrirheit um lækkun á húsnæðisskuldum freistaði kjósenda. Og þar sem um pólitískt baráttumál var og er að ræða er erfitt að fá hlutlægt mat á hversu raunhæfar tillögur fram sóknar ­ manna eru. Frjáls verslun hefur rætt við töluverðan hóp sérfræðinga og mat þeirra er: Þetta eru raunhæfar hugmyndir en það má deila um hvað á að gera við innlendar eignir þrotabúanna sem hugsanlega féllu í ríkiskassann. eru kanínur í hattinum? Gagnrýnendur framsóknarmanna hafa líkt hugmyndum þeirra við að draga „kanínur upp úr pípuhatti“ og álíka sjónhverfingar. Hugmyndin er að þvinga kröfuhafa þrota ­ búanna til að fella niður hluta af kröfum í innlendar eignir. Það eru mest krónur á reikningum í bönkum og tveir bankar. En hvernig getur niðurfelling á kröfum orðið að peningum? Ef ég skulda þúsund ­ kall og fæ helminginn felldan niður get ég ekki farið út í búð og keypt nammi fyrir það sem fellt var niður! Allir sjá þetta. En dæmið er svolítið flóknara. Það er rétt að halda meginspurningunum aðskildum: aðferðinni við uppgjör og hins vegar nýt ­ ingu fjármunanna. Aðferðin sem framsóknarmenn vörpuðu fram gengur í stuttu máli út á að segja við erlenda eigendur krónueigna: Þið fáið aldrei að skipta öllum þessum krónum í gjaldgenga peninga. Það verður að semja. Þið fáið nokkurn hluta – ef til vill bara 25%, ef til vill minna – allt annað verður eftir á Íslandi. Hluta krafna eiga ríkið og lífeyrissjóðir nú þegar. Það sem eftir verður af eignum þrota bú­ anna á Íslandi eru þá annaðhvort krónur sem væntanlega yrðu fluttar í Seðlabanka eða aðrar íslenskar eigur þrotabúanna. Ríkið getur svo selt það sem hann fengi. Arionbanki og Íslandsbanki eru stærstu bitarnir. Til vara mætti knýja áþekka lausn fram með löggjöf. Í raun er þetta töluvert mikill skattur sem kröfuhafar verða að borga til að fá það sem þeir telja sína eign og þar eru erlendar eigur þrotabúanna langverðmætastar. fugl í skógi – en samt fugl Með þessu móti verður umtalsvert af eign ­ um erlendu kröfuhafanna eftir á Íslandi. Að sjálfsögðu má deila um hve mikið: Engar samningaviðræður eru hafnar, engin lög­ gjöf hefur verið undirbúin og kröfuhafar ekki lýst skoðun sinni opinberlega. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og áður viðskiptaráðherra, segir að þetta sé mögu ­ leiki: Fugl í skógi en ekki fugl í hendi. Í útreikningum sínum hefur Frosti Sigur jónsson talað um að 300 milljarðar íslenskra króna af eignum kröfuhafanna verði eftir við uppgjör. Það kemur í hlut samningamanna væntanlegrar ríkisstjónar að finna út hvort sú tala er raunhæf. Andmælin við þessa útreikninga hafa í sjálfu sér ekki miðast við að hrekja þessa tölu: 300 milljarða. Heppnist þessi leið er um umtalsverða fjármuni að ræða og þeir lenda hjá ríkinu. Verra er að skipta fengnum þegar og ef það tekst að ná honum úr netunum sem leggja á fyrir kröfuhafana. hvað svo? Framsóknarmenn segja að þetta skapi svig rúm til að lækka skuldir heimilanna um 20%. Stefán Ólafsson, prófessor við fé lagsvísindadeild HÍ, kallaði það fyrir kosn ingar „tilboð sem heimilin gætu ekki hafnað“. Fylgisaukning framsóknarmanna í kosn ingunum bendir til að það mat hafi verið rétt. Fylgismenn annarra flokka hafa yfirleitt andmælt niðurfellingu húsnæðisskulda. Það byggist á margvíslegnum rökum. Það er ekki víst að lækkun skulda leysi vanda þeirra sem verst standa. Og svo er gagnrýnt að verið er að lofa sannkölluðum „vonarpeningum“. Enginn afli er kominn á land og því of snemmt að skipta hlutnum. Eftir því sem leið á kosningabaráttuna fínpússuðu framsóknarmenn einnig hug ­ myndir sínar. Bein niðurfelling er ávísun á neyslubólu: skuldaaflausnin þarf að koma fram á mörgum árum. Annars leiðir hún af sér verðbólguskot og hækkun hús ­ næðisverðs þegar fjöldi fólks nýtir aukið svigrúm til að stækka við sig. Aukið pen ­ ingamagn í umferð leiðir til gengisfalls. Og svo réttlætismálið: Aðferð framsóknar­ manna þýðir að skuldir ríkis sjóðs minnka niðuRfellinG sKuLda Heimila „Heppnist þessi leið er um umtalsverða fjár- muni að ræða og þeir lenda hjá ríkinu.“ „Fylgismenn annarra flokka hafa yfirleitt andmælt niðurfellingu húsnæðisskulda.“ er leið framsóknarflokksins gerleg? þeir meta stöðuna; pétur Blöndal, ásgeir jónsson og gylfi magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.