Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 49

Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 49
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 49 ekki þótt hagur hans batni. Allir skatt borg ­ ar ar verða að sameinast um að borga þær en bara þeir skuldugustu njóta þess að hús­ næðislánin þeirra lækka. lítil Þjóð í klóm gamma Og hér hangir fleira á spýtunni. Það er of einfalt að kalla þetta tilboð til heimilanna. Einnig hinir skuldlausu hafa verið hrifnir af hörkunni í málflutningi framsóknarmanna. Það má ekki gleyma þjóðarstoltinu. Icesave­ deilan sýndi að það er slæm gleymska. Þjóðernisvitundin er umtalsverður þátt ur í viðhorfum manna. Fráfarandi ríkis stjórn hefur verið sökuð um linkind í garð er l endra kröfuhafa. Framsóknarmenn töluðu aftur á móti um um að sækja fjár munina með „kylfu og haglabyssu“. Líka það gefur at kvæði. Um 80% hröfuhafa í þrotabú bank anna eru svokallaðir hrægammasjóðir – eða vulture fonds á ensku. Nafnið eitt er hrollvekjandi: Slefandi gammar sitja á hræi og reyna að slíta í sig það sem eftir er ætilegt. Hræið er Ísland og gammarnir samviskulausir fjár ­ málamenn sem hafa keypt kröfur fyrir lítið og vilja nú fá mikið fyrir þær. Dæmi eru um að kröfur á hendur föllnum íslenskum banka hafi selst á 3% af nafnvirði. Núna gætu 20­30% af nafnvirði fengist upp í kröfurnar. Sá sem keypti á 3% á því von á verulegum hagnaði. Á að láta gammana komast upp með þetta? Á lítil þjóð að láta undan ofurefli gammanna? löglegir en mátulega siðlausir Hrægammasjóðir eru löglegir: Það má fjár­ festa í kröfum á þrotabú og spurning hvort þetta er siðlaust. Bankarnir tóku þessa fjármuni að láni, jafnvel löngu eftir að ljóst var að þeir gætu aldrei borgað. Upphafið er hjá þeim sem lánuðu og tóku lánin – eftirleikurinn hjá þeim sem hafa fjárfest í skuldunum. Þetta er allt mátulega siðlaust. Kaup á föllnum skuldum eru áhættufjárfesting. Stundum tapast allt. Því er það svo að margir fjárfestar leggja gjarn­ an í púkkið þegar „hrægammasjóður“ er stofnaður um tiltekin kaup. Markmiðið er að innheimta eins mikið og hægt er af skuldinni, greiða út arðinn og leysa svo sjóðinn upp. Stundum hafa fjárfestarnir tekið lán til kaup anna. Þeim liggur því oft á að ljúka við skiptunum, endurgreiða lánið með sem minnstum fjármagnskostnaði og nýta hagn aðinn til nýrra fjárfestinga. Kröfurnar á föllnu íslensku bankana eru kröfur á einkafyrirtæki sem koma íslenska ríkinu ekki beint við. Það er ólíkt því sem er um kaup á skuldum ríkja eins og Argentínu. Þar voru allar skuldur seldar á 20% af nafn virði og verða væntanlega innheimtar meðan nokkuð er að hafa út úr argentíska ríkinu. Hagur almennings er þar aukaatriði. verður höggvið á hnútinn? Kröfur á föllnu bankana varða íslenska ríkið óbeint því hluti þessara krafna er í ís ­ lenskum krónum. Sjóðirnir vilja skipta þeim fyrir gjaldeyri og sá gjaldeyrir er ekki til. Á meðan ekki verður samið um uppgjör þessara skulda situr allt fast. Íslenska ríkið getur beðið en efnahagslífið situr þá fast í gjaldeyrishöftum um ófyrirséða framtíð. Eigendur skuldanna geta beðið en hve lengi? Allir hafa hag af að ljúka upp gjör ­ inu en eftir stendur vandinn með skipt ­ ingu krafnanna. Það er verkefni næstu ríkisstjórnar að reyna að höggva á hnútinn. Framsóknarmenn hafa lofað að höggva á hnútinn og aðrir vilja það líka. Fráfarandi ríkis stjórn byrjaði þó ekki einu sinni að brýna kutann. Verði framsóknarmenn í næstu ríkisstjórn verða þeir að standa við stóru orðin, ná krónunum – og lækka skuldir. „Hræið er Ísland og gammarnir samvisku- lausir fjár málamenn sem hafa keypt kröfur fyrir lítið og vilja nú fá mikið fyrir þær.“ pétur H. blöndal um leið framsóknarflokksins til skuldalækkunar: Möguleg leið en aLLs ekki Sú BeSTa – segir Pétur h. Blöndal, Sjálfstæðisflokki pétur H. Blöndal hefur langa reynslu af rekstri fjármálastofnana og hefur gangrýnt hugmyndir framsóknarmanna um að nýta svigrúm, sem gæti skapast við uppgjör þrotabúa bankanna, til að lækka húsnæðisskuldir. Hvað finnst honum að? Þ etta er gerlegt og það verður gert samkomulag eða beitt lagasetningu í náinni framtíð og við það opnast ýmsir möguleikar. En eins og hugmyndin er útfærð af framsóknarmönnum er þetta ekki góð aðgerð og mjög ófélagsleg,“ segir Pétur H. Blöndal. Pétur er sjálfstæðismaður og því sam kvæmt skilgreiningu að keppa við Framsóknarflokkinn um hylli kjósenda. Hann hefur líka reynslu af störfum á fjár- málamarkaði og var áður alltaf kennd ur við fyrirtæki sitt: Kaupþing. Við biðjum Pétur fyrst að útskýra hvern ig þetta er gerleg leið – að uppgjör við kröfuhafa þrotabúanna auki svigrúm ríkissjóðs. Hann bendir á tvær tölulegar staðreyndir: Annars vegar eru krónueignir kröfuhaf- anna á Íslandi um 1.200 milljarðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.