Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
Kröfuhafar vilja fá þessa eign útborgaða
í gjaldeyri en fá ekki og vita að íslenskt
þjóðarbú getur aldrei borgað þessa kröfu
alla. Mögulegar gjaldeyristekjur í framtíð-
inni hrökkva ekki til.
Hins vegar eiga kröfuhafar um 2.000
milljarða í erlendum eignum, mikið af því
inneignir í erlendum bönkum. Kröfuhaf arnir
vilja fyrir alla muni fá yfirráð yfir þess-
um eignum. Þessar erlendu eignir munu
væntanlega lenda hjá kröfuhöfunum en
er haldið sem tryggingu til að knýja fram
samninga um lækkun á krónueignunum.
Um þessa stöðu segir Pétur: Hags munir
kröfuhafanna og Íslands fara saman því
kröfuhafarnir hafa hag af því að íslenskt
atvinnulíf geti framleitt nægan gjaldeyri til
að greiða afganginn af krónunum. Til þess
þarf að afnema gjaldeyrishöftin strax og
lækka skatta á gjaldeyrisskapandi atvinnu-
greinar.
Ef gengið er til samninga við kröfuhaf ana
um niðurfellingu á hluta krónueign anna
kemur það fram sem bætt skuldstaða
ríkissjóðs. Ef helmingur – 600 milljarðar –
er felldur niður annaðhvort með samningi
eða lögum batnar skulda staða ríkissjóðs
að sama marki. Það eykur svigrúm ríkis-
sjóðs. En til hvaða aðgerða?
„Ég hef nefnt dæmi af manni sem
skuldaði milljón en gat ekki borgað. Hann
fékk helminginn felldan niður og hélt þá
veislu fyrir vini sína vegna þess að nú
skuldaði hann hálfri milljón minna en áður.
Allir sjá að þetta gengur ekki. Það varð
ekkert fé til við lækkun skuld arinnar,“ segir
Pétur.
En með sama hætti myndi skuldastaða
ríkissjóðs batna við við niðurfellingu krafna
erlendra kröfuhafa. Pétur seg ir að eftirgjöf-
in gæti komið fram í því að ríkið fengi
bankana tvo, Arion og Íslandsbanka, í sinn
hlut og gæti selt þá. Bankarnir eru 200
milljarða virði eða svo. Meira gæti fengist
út úr samningum um krónueignirnar en
hvað á að gera við hagnaðinn?
Framsóknarmenn vilja að hagnaðurinn
verði notaður til að lækka húsnæðisskuldir.
Skuldastaða ríkissjóðs væri þá óbreytt frá
því sem var fyrir samningana en skulda-
staða húsnæðiseigenda myndi batna.
Þetta kallar Pétur „slæma og ófélagslega
aðgerð“.
Rök hans eru þau að ekki standa allir
jafnt þegar kemur að skuldum í húsnæði.
Hann skiptir fólki í fjóra hópa með till iti til
stöðu þess á húsnæðismarkaði:
21% skuldar ekki (Pétur hefur fyrirvara
um að þetta er byggt á mati)
27% eru leigjendur
32%-42% skulda í húsnæði og eru með
sín mál í lagi
10%-20% eru í vanda (sumir miklum) –
keyptu íbúð 2004-2009
Þessi skipting sýnir að 48% fólks nytu
þess ekki á neinn hátt þótt húsnæðis-
skuldir lækkuðu. Þetta fólk yrði eftir sem
áður að greiða háa skatta því staða ríkis-
sjóðs hefði ekkert batnað og hann þyrfti að
greiða gífurlega vexti.
Fyrir þau 32%-42%, sem eru aflögufær,
væri lækkun skulda vafalaust kærkom in en
engin nauðsyn. Eiginfjárstaða þessa hóps
myndi batna en það er háð aðferðum við
niðurfellingu skuldanna hvort það kæmi
fram í aukinni kaupgetu.
Andstaða Péturs við lausn Fram sóknar-
flokks ins byggist á því að hann telur að
það komi öllum til góða ef staða ríkis sjóðs
batnar og það er hægt að nota aukið
svigrúm til skattalækkana.
„Og það er óskynsamlegt að lofa fólki
úrbótum áður en um nokkuð hefur verið
samið og kann að skaða samningaferl ið,“
segir Pétur H. Blöndal.
„Þetta er gerlegt og
það verður gert sam-
komulag eða beitt
laga setningu í náinni
framtíð.“
niðurfeLLinG skuLDa