Frjáls verslun - 01.03.2013, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 57
ágúst 2009. Síðan hefur málið í raun verið
stopp. Til marks um þá óvissu sem hefur
verið sköpuð í samskiptum við ríkisvaldið
nefnir Ragnar fyrstu hugmyndir um kol
efn is og raforkuskatt. Þær útfærslur sem
þar voru kynntar hefðu haft í för með sér
fimm milljarða króna gjaldtöku á Norðurál
eitt og sér. Ragnar segir að það séu vinnu
brögð sem ekki séu boðleg.
næG orka fyrir Hendi
Það er oft erfitt að átta sig á því hvaða orka
stendur raunverulega til boða, vísind in
segja eitt og pólitíkin annað, og nýjar upp
lýsingar og reynsla koma fram eftir því sem
tíminn líður. Þegar verkefnið fór af stað
var áætlað að á Suðvestur landi væru fyrir
hendi orkukostir sem saman lagt næmu um
1.500 MW. Ef litið er á helstu kosti sam
kvæmt nýsamþykktri rammaáætlun eru
ríflega 700 MW í nýtingarflokki og önnur
700 MW í biðflokki. Þetta er auðvitað ekki
ein falt mál þar sem kostir hafa verið að
fara á milli nýtingar og biðflokks eftir lög
málum sem ekki verða alltaf séð fyrir. Ef til
eru 100200 MW þarf um 150 MW í viðbót
til að koma verkefninu af stað og önnur 150
MW til að klára þrjá áfanga.
Ragnar segir að enginn vafi sé á því að
iðnaðar og hafnarsvæðið við Helguvík
henti vel fyrir álver. Hafnaraðstaða sé þar
góð og öflug þjónustu, byggingar og
þekk ingar fyrirtæki séu í nágrenninu. Þarna
sé stórt atvinnusvæði með ríflega 21 þús
und íbúa og aðgangur að vel menntuðu
og hæfu vinnuafli. Nú liggja fyrir öll leyfi
og samþykktir vegna 250 þúsund tonna
álvers í Helguvík, sem skipt hefur verið
í þrjá áfanga í áætlunum Norðuráls. Eins
og áður segir strandar fyrst og fremst á að
orkusamningar verði uppfylltir.
Ef ráðist er í að byggja tvo áfanga, eða
180 þúsund tonna álver, má ætla að um
5.000 ársverk skapist á um það bil fjórum
árum. Það er þá vegna byggingar álversins,
virkjana og lína. Af þessum framkvæmdum
skapast síðan 1.000 varanleg störf, bæði
bein og óbein, samkvæmt útreikningum
Norðuráls. Hér er því mikið í húfi, ekki
aðeins fyrir Norðurál, heldur einnig at
vinnu ástandið í landinu. Þar er þó alltaf
ein hver vinna í gangi þótt Ragnar taki fram
að það sé í algeru lágmarki núna.
miklar fjárfestinGar á
GrundartanGa
En á meðan biðstaða ríkir í Helguvík er allt
á fullu á Grundartanga. Norðurál undir rit
aði í lok síðasta árs verksamning við ÍAV
um byggingu 1.600 fermetra mannvirkja
við álverið á Grundartanga. Verklok eru
áætluð á haustmánuðum 2013. Þetta tengist
straumhækkunarverkefni sem er fjárfesting
fyrir á annan tug milljarða króna. Stærstu
verkþættir vegna stækkunarinnar á
Grundar tanga eru stækkun aðveitustöðvar
og um f angsmikil endurnýjun í skautsmiðju
til þess að geta tekið stærri rafskaut í
not kun. Þá verður ráðist í að stækka skaut
gaffla verksmiðjunnar þannig að þeir beri
meiri straum. Verkefnið hefur það markmið
að auka framleiðni, rekstraröryggi og
fram leiðslu upp í 320 til 330 þúsund tonn
af áli á ári. Það yrði talsverð viðbót en á
Grundartanga voru framleidd 284 þúsund
tonn á síðasta ári. Núverandi starfsleyfi
miðast við 300 þúsund tonna framleiðslu
en unnið er að breytingu á því. Þá er vert að
geta þess að móðurfélag Norðuráls keypti
nýlega rafskautaverksmiðju í Hollandi og
hefur ráðist í talsverða fjárfestingu þar.
Framleiðsla verksmiðjunnar verður að
stærst um hluta notuð í álverum Norðuráls
á Grundartanga og í Helguvík.
Reiknað er með að verkefnið muni skapa
um 100 störf á framkvæmdatímanum og
auka framleiðslu um allt að 50 þúsund
tonn á ári eins og áður segir. Á síðasta ári
not aði Norðurál 4.300 GWst, eða tæplega
fjórðung alls rafmagns sem framleitt er á
Íslandi. Raforkan er keypt af Orkuveitu
Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orku.
Norðurál er dótturfyrirtæki Century Alum
inum sem er skráð á opinberan hluta bréfa
markað. Höfuðstöðvar móður félagsins hafa
verið í Kaliforníu í í Banda ríkjunum en flytja
til Chicago síðar á þessu ári.
meðallaun 615.000 á
mánuði
Heildarverðmæti álsins sem framleitt var
á Grundartanga á síðasta ári var nálægt
80 milljörðum króna. Samkvæmt tölum
sem Ragnar dró fram var launakostnaður
á síðasta ári 8,7 milljónir króna að meðal
tali á starfsmann. Þá eru launatengd gjöld
innifalin. Það jafngildir um 615 þús und
krónum að meðaltali á mánuði, sem er
talsvert hærra en á almennum vinnu mark
aði. Samkvæmt nýlegum tölum Hag stof
unnar voru meðallaun á almennum vinnu
markaði hér á landi 510 þúsund krónur á
síðasta ári.
Hjá Norðuráli voru 600 starfsmenn að
jafnaði á síðasta ári. Að sögn Ragnars er
starfsmannavelta með minnsta móti miðað
við önnur íslensk iðnfyrirtæki. Hann segist
halda að fólki þyki ágætt að starfa hjá
fyrir tækinu og ánægjumælingar þess sýni
það. Heldur hallar á konur í fyrirtækinu,
þær eru á milli 20 og 25% starfsmanna en
Ragnar tekur fram að vilji félagsins standi
til að fjölga þeim. „Það eru ákveðnir þættir
sem hamla því að við náum jöfnu hlutfalli.
Þar skiptir staðsetning miklu, við erum jú
fjarri þéttbýli. Sömuleiðis hefur vaktavinna
áhrif en það er okkar reynsla að karlar eru
frekar tilbúnir í vaktavinnu. Þá erum við
með mikinn fjölda iðnaðarmanna sem eru
fyrst og fremst rafvirkjar og vélvirkjar og
það hafa fáar konur lært þess ar greinar.
Þegar kemur upp í stéttir lang skóla geng
inna breytist hlutfallið og verður jafnara.“
einn stærsti
skattGreiðandi landsins
Ragnar segir fjárhagsstöðu félagsins
trausta. Skattamál félagsins komust í um
ræðuna fyrir stuttu í kjölfar umfjöllunar
Kastljóss Ríkissjónvarpsins. Þar fóru rangar
upplýsingar í umferð sem Ragnar segir að
hafi verið reynt að leiðrétta, meðal annars
af fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Félagið
sé, öfugt við það sem þá var sagt, einn
stærsti skattgreiðandi landsins, næst á eftir
bönk unum og opinberum aðilum. Árið
2012 greiddi Norðurál á Grundartanga
tæplega 1,9 milljarða króna í opinber gjöld
sem setti félagið í 7. sæti yfir gjaldendur á
landinu öllu, og er þá ekki meðtalin sér
stök fyrirframgreiðsla vegna síðari tíma
„Ef litið er á stærð
fjárfestingarinnar
kann að vera hag -
kvæmara að flytja
hluta fram leiðsl -
unnar í Evrópu til
Ís lands, eins og
segja má að gert hafi
verið í tilfelli áliðn -
aðarins, fremur en
að leggja þangað
langan og dýran
streng.“