Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 60

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 60
60 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 álframleiðsla í stóra samHenGinu Ragnar segir að íslensk álver hafi náð mikl um árangri í að draga úr losun gróður húsalofttegunda og þau séu þar í fremstu röð. Þar við bætist að losun vegna raforku framleiðslu fyrir áliðnaðinn er með því minnsta sem þekkist. Heildarlosun vegna áliðnaðar á Íslandi sé 78% minni á hvert tonn en að meðaltali í heiminum. Menn geti ekki horft framhjá því að stórir álframleiðendur eins og Kína byggi að stórum hluta á kolakyntum raforkuverum en undanfarið hafa þeir verið sjálfum sér nægir í álframleiðslu. Á sama tíma hefur dregið úr álframleiðslu í Evrópu sem hefur verið mætt með innflutningi frá Íslandi, Rússlandi og Mið­Austurlöndum. Þar er fyrst og fremst gas notað til orku­ framleiðslu sem hefur í för með sér marg falda losun gróðurhúsalofttegunda eins og Ragnar bendir á. „Losun gróður­ húsalofttegunda veldur hnattrænum áhrifum. Það skiptir því miklu máli hve mikil losunin er en ekki hvar á hnettinum hún á sér stað. Það er engum blöðum um það að fletta að okkar framlag til losunar á gróðurhúsalofttegundum er mjög mikilvægt.“ En árangur í sambandi við losun gróður húsalofttegunda tengist ekki aðeins þeirri hreinu raforku sem hér er að finna. Ragnar bendir á að það hafi orðið mikill árangur í framleiðsluferlinu sjálfu, sem hann telur vera á heimsmælikvarða. „Við byggjum á góðum grunni og leggjum metnað okkar í að fara vel með hann.“ Þótt Íslendingar séu líklega upplýstir um flest það sem viðkemur áliðnaðinum er ekki úr vegi að rifja upp að eftirspurn eftir áli er þessa stundina knúin áfram af tveimur kröftum: Fólksfjölgun og hagvexti í BRICS­löndunum svokölluðu, Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður­Afríku. Ál er afar léttur málmur, hefur langan endingartíma og má endurvinna. Því má segja að ál leiki stórt hlutverk í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda í dag. Ál má í raun endunýta endalaust. Áætlað er að um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið frá árinu 1888 séu enn í notkun. Endurvinnsluhlutfall áls í Evrópu er meira en 90% en sökum verðmætis síns hvetur álnotkun í ýmsum vörum til endurvinnslu. Ál gegnir stöðugt veigameira hlutverki við framleiðslu bíla. Eitt kíló af áli í stað stáls sparar tvö kíló í heildarþyngd og um 20 kíló af CO2 á líftíma bílsins. Í Evrópu sparast um 70 milljónir tonna af losun gróðurhúsalofttegunda vegna þessa. Þess vegna er gert ráð fyrir tvöföldun á álnotkun í bílaiðnaði á næstu átta árum og leggur Ragnar áherslu á að bjartsýni ríki meðal greiningaraðila um eftirspurn framtíðarinnar, hvað svo sem líður skammtímahorfum. álið í íslensku samfélaGi Ál og önnur stóriðja hefur verið fyrirferðar ­ mikil í íslenskri þjóðmálaum ræðu síðustu áratugi. Í dag dylst engum að álframleiðsla skiptir miklu fyrir þjóðarbúið. Árið 2012 námu tekjur af útflutningi áls 225 mill jörð­ um króna. Þetta svarar til 23% af útflutn­ ingstekjum þjóðarinnar. Drjúgum hluta þess var varið til að kaupa innlend aðföng. Innlend útgjöld áliðnaðar námu rúmlega 100 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru um 275 milljónir hvern einasta dag ársins. Þrátt fyrir þetta hefur áliðnaðurinn oft átt undir högg að sækja í umræðunni. Fyrir þremur árum var settur af stað sam­ starfsvettvangur fyrir álfyrirtæki, Samál, og hefur Ragnar setið í stjórn félags ins frá upphafi. Með tilkomu Samáls hefur verið lögð aukin áhersla á að kynna stöðu áliðnaðarins í samfélaginu. Meðal þess sem hefur verið dregið fram er að á Raforkukerfið byggt upp af stóriðju Langtímaraforkusamningar með kaupskylduákvæðum hafa gegnt mikilvægu hlutverki í uppbyggingu íslenska raforkukerfisins. Samkvæmt upplýsingum frá Samál, samtökum álfyrirtækja, hefur raforkuverð til almennings lækkað um 25% að raungildi á liðnum 15 árum. raGnar GuðmunDsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.