Frjáls verslun - 01.03.2013, Qupperneq 62
62 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
áliðnaður oG
raforkan
Framlegð orkufyrirtækja hefur stóraukist
undanfarna áratugi en áliðnaðurinn kaupir
um 70% af þeirri raforku sem er framleidd
hér á landi. Það jafngildir um 17 TWh á
síðasta ári. Hlutfallslegur rekstrarhagn-
aður orkufyrirtækja fyrir afskriftir og
fjármagnsliði (EBITDA) hefur aukist úr
45% í 72% á síðustu 10 árum samkvæmt
samantekt Samál. EBITDA orkufyrirtækja
hefur þannig nær sexfaldast og nam
65 milljörðum króna árið 2010. Eigið fé
orkufyrirtækjanna hefur aukist úr 100
mill jörðum króna í liðlega 300 milljarða á
sama tíma. Rekstrartekjur hafa nær þre-
faldast í 90 milljarða króna. Raforkusala
til áliðnaðar hefur liðlega tvöfaldast á 10
árum.
um 2% af Heims-
framleiðslunni
Þróun álverðs skiptir íslenska hagkerf-
ið allnokkru máli, enda eru framleidd
hér rúmlega 800 þúsund tonn af áli á
ári, sem svarar til nálega 2% af heims-
framleiðslu áls. Árið 2011 var verðmæti
álútflutningsins orðið nánast hið sama
og útflutningsverðmæti sjávarafurða en
þá var vægi hvorrar greinar fyrir sig um
það bil 25% af heildarútflutningstekjum
Íslands.
ÚtflutninGur eykst
veGna orkufreks
iðnaðar
Tekjur af vöruútflutningi frá Íslandi jukust
um 320 milljarða króna frá 2006 til 2010.
60% aukningarinnar voru vegna orkufreks
iðnaðar en 30% vegna sjávarafurða. 10%
eru síðan vegna annarra vara. Árið 2011
nam útflutningsaukning um 58 milljörðum
króna og var 31% hennar frá orkufrekum
iðnaði en 53% vegna sjávarafurða.
í 7. sæti yfir Gjald-
endur á landinu öllu
Árið 2012 greiddi Norðurál á Grundartanga
tæplega 1,9 milljarða króna í opinber gjöld
sem setti félagið í 7. sæti yfir gjaldendur
á landinu öllu, og er þá ekki meðtalin sér-
stök fyrirframgreiðsla vegna síðari tíma
álagningar opinberra gjalda upp á tæpar
400 milljónir króna. Innlendur kostnaður
Norðuráls er um 25 milljarðar króna á ári
en í þeirri tölu eru laun, orka og aðkeypt
þjónusta. Þar af er keypt þjónusta af inn-
lendum fyrirtækjum fyrir um 10 milljarða
króna.
raGnar GuðmunDsson
byrja vegferð sína. Ragnar segir að enginn
vafi leiki á því að Íslendingar hafi skapað
sér sérstaka samkeppnisfærni á sviði
ál og orkuiðnaðar. Því sé mikilvægt að
fylgja eftir tækifærum sem skapast hafa í
hliðarstarfsemi, t.d. hjá verkfræðistofum
og sérhæfðum þjónustufyrirtækjum af
ýmsu tagi. Menntakerfið þarf að fylgja
þessu eftir en Norðurál hefur til dæmis
lagt aukna áherslu á að bjóða upp á
starfstengt nám sem nýtist starfsmönnum.
Segir Ragnar að góð reynsla sé af slíku
námi en fyrsta útskrift úr stóriðjuskóla
Norðuráls var fyrr á þessu ári. Þar öðlast
fólk ákveðin starfsréttindi sem gefa færi
á launahækkunum um leið og námið
gefur einingar sem nýtast til frekara
náms. Skólinn er rekinn í samstarfi við
símenntunarmiðstöð Vesturlands og
Fjölbrautaskóla Vesturlands en þó á ábyrgð
Norðuráls. Þeir sem eru í náminu sinna
því með vinnu, að hluta til í eigin tíma og
að hluta til á vinnutíma. Ragnar segist telja
þetta gott fyrirkomulag en hin álfyrirtækin
hafa boðið upp á hliðstæða valkosti.
Eins og áður sagði eru starfsmenn Norður
áls á Grundartanga vel á sjötta hundraðið.
Þar starfa vélvirkjar, bifvéla virkjar, rafvirkjar,
eðlisfræðingar, líffræð ingar, verkfræðingar,
tæknifræðingar, við skiptafræðingar, fólk
með stúdentspróf og fólk með almenna
grunnmentun. Að sögn Ragnars eru
um 60% starfsmanna með almenna
grunnmenntun, 20% eru með fagmenntun
og 20% með háskólapróf. Hann segist
halda að þetta endurspegli nokkuð vel
menntunarstig íslensku þjóð arinnar.
álverð mun Halda áfram
að Hækka
Álverð hefur hækkað verulega undan
geng inn áratug en hækkunin er meðal
ann ars knúin áfram af hækkandi orku og
hráefnaverði. Verð á áli hefur hins vegar
gefið eftir undanfarna mánuði og helst
lík lega í hendur við almennt hráefnaverð,
sem fer lækkandi. Ragnar segist ekki hafa
neinar sérstakar áhyggjur af því. Áætlanir
Norðuráls miði við langtímaþróun og
lang tímaspár sérfræðinga geri ráð fyrir að
álverð muni halda áfram að hækka. Ragnar
bendir á að álverð hefur hækkað talsvert
umfram verðlag undanfarinn áratug. Gangi
spár um hækkandi orkuverð í heiminum
eftir mun þessi þróun halda áfram. Hann
segist halda að það séu góðar fréttir fyrir
núgildandi raforkusamninga tengda raf
orkuverði. „Sveiflur í álverði hafa fyrst og
fremst komið fram í afkomunni en ekki
haft nein áhrif á framleitt magn eða starf
smannahald hjá okkur. Við höfum frekar
verið í þeim gírnum að fjárfesta meira til að
geta framleitt meira og aukið framleiðni.“
Ragnar segir að spár geri ráð fyrir að
eftirspurn eftir áli aukist um tvær til þrjár
milljónir tonna á ári um fyrirsjánlega
framtíð. „Það er auðvitað gríðarleg aukn
ing en endurspeglar mikla aukningu á
notkun áls í byggingariðnaði og sam göng
um. Ál er léttara og endingarbetra í mörg
um tilvikum. Því virðist það eiga mikla
framtíð fyrir sér í þessum greinum. Til þess
horfir iðnaðurinn.“
sæstrenGur oG Hvað
Gerist í HelGuvík?
Aðspurður um umræðu um mögulegan
sæstreng segir Ragnar að mikilvægt sé að
horfa til heildarhagsmuna íslensku þjóð
ar innar, líkt og þegar sjávarútvegur er
skoðaður. „Skoða þarf alla virðiskeðjuna og
öll störfin, bæði bein og óbein. Ekki er hægt
að byggja á tímabundnum niður greiðsl
um annarra þjóða á grænni orku. Ef litið
er á stærð fjárfestingarinnar kann að vera
hagkvæmara að flytja hluta fram leiðslunnar
í Evrópu til Íslands, eins og segja má að gert
hafi verið í tilfelli áliðn aðarins, fremur en að
leggja þangað langan og dýran streng.“
Um langt skeið hefur hagspá fyrir Ísland að hluta til oltið á því hvort ráðist verður í Helgu víkur álverið. Í spá Hagstofunnar í
apríl síðastliðnum kveður við heldur svart
sýnan tón um hagvöxt. Það byggist meðal
annars á því að fjárfesting í orkufrekum iðn
aði verði minni á næstu misserum en spáð
hefur verið. Hagstofan gerir þó ráð fyrir
að framkvæmdir við álver í Helguvík, eða
ígildi þess, hefjist á næsta ári. Í Morgunkorni
Íslandsbanka var vakin athygli á því að þetta
væri „óþægilega kunnuglegt stef, enda hafa
framkvæmdir í Helguvík „átt að fara á fullt
á næsta ári“ síðan skömmu eftir hrun“. Á
meðan svona er munu Íslendingar halda
áfram að horfa til Helguvíkur og þeirrar
óklár uðu verk miðju sem þar er að finna.
Og líklega þarf Ragnar að halda áfram
að svara spurn ing um óþreyjufullra um
hvenær verk smiðj an verði fullkláruð.
„Skoða þarf alla
virð iskeðjuna og öll
störfin, bæði bein og
óbein.“