Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 66
66 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
Heildarútgjöld hins opinbera til heilbrigðismála árið 2011 voru um 147 milljarðar króna.
rekstur landspítalans árið 2011 var um 42 milljarðar kr.
kostar stækkun spítalans 85 milljarða eða 135 milljarða?
Hvað gerir ný ríkisstjórn?
Hvað með að gefa einkareknu skurðstofunum meira vægi?
Ný ríkisstjórn þarf að taka á mikl um vanda þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Reglulegar fréttir eru af lélegum aðbúnaði á
Land spítalanum og rætt er um að niður
skurður þar sé kominn niður fyrir þolmörk;
sé hvorki í takt við þarfir sjúklinga né
starfs fólks og komi niður á öryggi sjúklinga
og gæðum þjónustunnar. Þá er rætt um að
nú verandi húsnæði muni engan veginn
anna aukinni þjónustuþörf vegna fjölgunar
þjóð arinnar.
Í öllum áætlunum er gert ráð fyrir að
stækka núverandi spítala og nýta þannig þá
aðstöðu og byggingar sem fyrir eru. Verð
miðinn á stækkuninni er um 85 milljarðar
króna með fjármagnskostnaði en áætlaður
kostnaður við byggingu nýs sjúkrahúss frá
grunni yrði væntanlega um 130 milljarðar
króna.
Velta má því fyrir sér hvort risaverkefni
sem stækkun Landspítalans rúmist innan
getu ríkissjóðs og hvort slíkur risakjarni
spilli fyrir sjálfri heilbrigðisþjónustunni í
heild sinni – komi niður á kjörum starfsfólks
sem og starfi annars staðar.
Frjáls verslun varpar hér ljósi á einka
reknu skurðstofurnar og hversu mikilvægu
hlutverki þær gegna í heilbrigðis þjónust
unni. Þær eru stærri hluti af heilbrigðis
kerfi nu en margur heldur og gerir kerfið
hagkvæmara og skilvirkara. Fimm einka
reknar skurðstofur á Íslandi ráða beinlínis
úrslitum í heilbrigðiskerfinu og þar eru
framkvæmdar 17 þúsund skurðaðgerðir á
ári eða álíka margar og á Landspítalanum.
Í nýlegri þjóðmálakönnun Félagsvísinda
stofn unar kom fram skýr vilji um að ríkið
reki (starfræki) heilbrigðisþjónustuna á
Íslandi. En hvaða skilning leggur fólk í þá
ríkisþjónustu? Væntanlega fyrst og fremst
að almennur réttur íbúa sé til heil brigðis
þjónustu, þjónustan sé fjár mögn uð af hinu
opinbera og að það greiði þjónustu veit end
um fyrir þjónustu sína.
Ef til vill má túlka það þannig að fólk vilji
fara í skurðaðgerð á einkareknum skurð
stofum svo fremi sem hið opinbera greiðir
fyrir aðgerðirnar. Árið 2011 var hlutur sjúkl
inga hins vegar um 1,6 milljarðar króna af
slíkum aðgerðum (og af heimsóknum til
lækna) á meðan Sjúkratryggingar greiddu
um 3,5 milljarða vegna þessa. Takið eftir
að nærri þriðjungur læknaheimsókna á ári
hverju er á einkareknu stöðvarnar.
Einkareknu skurðstofurnar hafa stytt bið
listana í heilbrigðiskerfinu svo um munar
þegar kemur að skurðaðgerðum þar sem
sjúklingar þurfa ekki að gista yfir nótt til
að jafna sig. Eitt lítið dæmi um hagkvæmni
einkastofanna er kviðslitsaðgerð sem fyrir
tuttugu og fimm árum hefði þýtt legu á
sjúkrahúsi í tíu daga en er núna framkvæmd
á fjórum klukkustundum á einkastofunum,
þ.e. með svæfingu og hvíld.
Erfitt væri að ímynda sér hvernig staðan
væri í íslenskri heilbrigðisþjónustu ef einka
reknu skurðstöðvanna nyti ekki við eða þær
væru starfandi í minna mæli en nú er. Um
leið er nokkur óvissa uppi um framtíð þessa
reksturs. Mun hann á einhvern hátt líða
fyrir þær kostnaðarsömu framkvæmdir sem
stefnt er að við byggingu nýs Landspítala?
Gæti hið opinbera jafnvel litið til
einkareknu stöðvanna til að draga úr
vand anum á Landspítalanum? Sjálfstætt
starf andi læknar vilja efla einkareksturinn
og lýsa yfir vilja til að taka að sér flóknari
að gerðir þar sem sjúklingar þurfa að dvelja
yfir nótt. Boltinn er hjá stjórnvöldum.
HeiLbriGðisþjónustan
„Með því að semja ekki
við sérfræðilækna er
hið opinbera í raun að
minnka kostn að sinn
við þá heilbrigðis þjón -
ustu sem fram fer á
einkareknu stöðv unum
og auka kostn aðar þátt -
töku sjúklinga. “
17 ÞÚsund
skurðaðGerðir á ári
Einkaskurðstofurnar:
á einkareknu skurðstofunum eru 17 þúsund skurðaðgerðir á ári og er það svip aður fjöldi og á landspítalanum.
á landspítalanum eru ríflega 9 þúsund skurð að gerðir, sem teljast utan bráða að gerða, og er spurningin sú hvort
einka reknu stöðvarnar geti tekið við stærra hlut verki í heilbrigðisþjónustunni og létt meira á landspítalanum.