Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 70

Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 70
70 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 HeiLbriGðisþjónustan Sigurður Ásgeir Kristinsson er sérfræðingur í bækl-un ar skurðlækningum og jafnframt framkvæmda stjóri Lækna stöðvarinnar og Orku - húss ins. Læknastöðin sérhæfir sig í bæklunarskurðlækningum og sinnir mjög stórum hluta slíkra aðgerða á landinu öllu. Í Orku húsinu eru auk Lækna - stöðv arinnar röntgenfyrirtæki, stærsta sjúkraþjálfunarstöð lands ins, stoðtækjafyrirtækið Stoð og verslun með stuðnings- hlífar og göngugreiningu. Læknastöðin var stofnuð af fimm læknum 1997 en hóf fulla starfsemi í ársbyrjun 1998. Nú starfa á Læknastöðinni 25 læknar og fjórir læknar hjá rönt g enfyrirtækinu. Langflestir læknanna eru í fullu starfi í Orku húsinu. „Stóra breytingin hjá sjálfstætt starfandi læknum síðustu 20 árin er að stærri aðgerðum hefur fjölgað mikið. Bæði er það vegna tæknifram - fara og niðurskurðar hjá hinu opinbera. Sem dæmi þá flutt ist stærsti hluti aðgerða sem fram kvæmdar höfðu verið á St. Jósefsspítala yfir til Lækna - stöðv arinnar þegar spítalanum var lokað.“ Þessi þróun er af hinu góða að mati Sigurðar, því einka- stöðv arnar geti framkvæmt þau verk efni sem þær sinna á mun hagkvæmari hátt en hið opinbera. „Hjá okkur er yfir bygg ingin svo til engin, allir starfa „á gólfinu“ og þrátt fyrir mik inn vöxt hefur okkur tekist að hemja allan rekstrarkostnað. Ákvarðanataka er snörp og svo er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Hér eru engar nefndir sem þurfa að velta hlutunum endalaust fyrir sér.“ Góð samvinna við landspítalann Sigurður segir að Læknastöðin sé framarlega á sínu sviði í alþjóðlegum samanburði. „Ég hef kynnt mér svipaða starfsemi víða erlendis og ekki séð marg- ar stöðvar sem eru jafnstórar og okkar og um leið jafnsérhæfðar og heildstæðar í þjónustu við sjúklingana. Það sem svipaðar stöðvar hafa þó fram yfir okkur víða erlendis, s.s. í Svíþjóð, er að þar geta þær haft sjúklinga yfir nótt. Ég sé stöð á borð við okkar fyllilega geta tekist á við slík verkefni, t.a.m. taka á móti heilsuhraustum sjúklingum í ein faldari liðskiptiaðgerðir til að stytta biðlista á opinberum stofnunum.“ Að mati Sigurðar græða allir á því að fyrirtæki á borð við Lækna stöðina og Orkuhúsið séu virkur hluti af heilbrigðis- kerfinu. „Starfsfólkinu líður vel, sjúklingarnir eru ánægðir, enda er biðtíminn hjá okkur jafnan miklu styttri en hjá hinu opinbera, og hið opinbera sparar kostnað. Við leggjum okkur fram um að vinna með Landspítalanum að því að efla samstarfið enn meira, m.a. með því að bæta flæði þeirra sjúklinga sem leita fyrst til Landspítalans en þurfa síðar að koma til okkar í meðferð og eins þeirra sjúkl inga sem koma til okkar og þurfa svo að fara á Landspítalann. Þar er hægt að gera enn betur í að efla þjónustuna við sjúklingana. Að auki vinnum við nú með bæklu- narskurðdeild Landspítalans og íslenska bæklunar skurð- læknafélaginu að því að koma upp vísi að sérnámi í bæklunar- skurðlækningum hér á landi með sameiginlegri námsstöðu í greininni,“ segir Sigurður. Sigurður Ásgeir Kristinsson, Læknastöðinni í Orkuhúsinu: hagKvæmari rEKstur og styttri Biðtími „Stóra breytingin hjá sjálfstætt starfandi lækn- um síðustu 20 árin er að stærri aðgerðum hefur fjölgað mikið. Bæði er það vegna tækni- fram fara og nið - ur skurðar hjá hinu opinbera.“ Stefán E. Matthíasson, Lækningu í Lágmúla: hægt að nýta EinKastöðvarnar Enn mEira Stefán E. Matthíasson stund ar almennar skurð-lækn ingar og æðaskurð- lækningar á Skurðstofunni ehf. hjá Lækningu í Lágmúla. Hann er jafnframt formaður stjórnar Samtaka heilbrigðisfyrirtækja, sem er undirfélag Samtaka versl unar og þjónustu. Samtökin voru stofnuð fyrir tveimur árum og er tilgangur þeirra að vera málsvari sjálfstætt starfandi fyrir tækja í heilbrigðisþjónustu. Stefán segir ekki vera vanþörf á því að halda málstaðnum á loft. „Okkur finnst oft hart sótt að þessari starfsemi okkar, ekki síst af hinu opinbera. Síðastliðin ár hefur okkur þótt sem stjórn - völdum hafi ekki hugnast sér staklega að hafa þennan fjölbreytileika í heilbrigðisþjón-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.