Frjáls verslun - 01.03.2013, Qupperneq 76
76 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
ingrid kuhlman
– framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar
Listin að gagnrýna
á uppbyggilegan hátt
stjórnun
Við verðum því undir öllum kringumstæðum að kunna að velja réttu orðin en
sér staklega ríður á að kunna það þegar við þurfum að tjá óánægju eða ræða
viðkvæm mál.
Ásökun, dómur, krafa og hótun
– Þú gengur aldrei frá ostinum eftir þig!
– Þetta er óþolandi sóðaskapur.
– Þú verður að fara að ganga betur frá eftir þig!
– Annars get ég alveg eins hætt að kaupa þennan bannsetta ost fyrir þig.
Góð og gjöful sam -skipti eru sennilega það sem við flestöll óskum okkur í líf-
inu. Það er hins vegar furðu
flókið að halda samskiptunum
í þeim farvegi sem við mynd-
um helst kjósa og auðvelt að
láta berast af leið. Pirringur,
gremja, ásakanir og önnur erfið
samskipti eru fullalgeng, en
ekki þarf að hugsa lengra en til
skilnaðartíðni í nútímasamfélagi
til að sjá hversu oft við erum
á villigötum. Fæst leggjum við
upp með að ástunda samskipti
sem skila litlu sem engu eða
gera málin jafnvel enn verri en
áður.
Þau tæki sem við vinnum með
í samskiptum eru orðin sem við
segjum, orðanna hljóðan og
hin ósögðu orð líkamsmálsins.
Allt eru þetta mikilvægir þættir
góðra samskipta en orð eru til
alls fyrst enda má fullyrða að
setningar eins og „Þú ert nú
meiri hálfvitinn“ hljómi allt af illa,
hversu góðlegur sem tónn inn
er eða líkamsstaðan vingjarn-
leg. Við verðum því undir öllum
kringumstæðum að kunna að
velja réttu orðin en sér staklega
ríður á að kunna það þegar
við þurfum að tjá óánægju
eða ræða viðkvæm mál. Og
þar stendur hnífurinn í kúnni.
Íhugum eftirfarandi dæmi sem
ætla má að sé ekki svo fjarri
veruleika flestra venjulegra Ís -
lendinga.
Frúin kemur heim úr vinnunni
og kemur að ostinum óvörðum
á eldhúsborðinu og kexmylsnu
um allt borð. Bóndinn er inni
í sjónvarpsholi, nokkuð sæll
enda nýbúinn að gæða sér á
uppá haldskexinu sínu með osti.
Eftir farandi orðasenna á sér
stað:
frúin:
– Þú gengur aldrei frá ostinum
eftir þig!
– Þetta er óþolandi sóða skapur.
– Þú verður að fara að ganga
betur frá eftir þig!
– Annars get ég alveg eins hætt
að kaupa þennan bannsetta ost
fyrir þig.
Í þessum samskiptum má greina
ásökun; þú gengur aldrei frá
ostinum, dóm; þetta er óþolandi
sóðaskapur, kröfur; þú verður
að ganga frá, og hótun; annars
hætti ég að kaupa ostinn.
Samskipti af þessu tagi eru
líkleg til að valda viðtakandan-
um gremju – hann fer í vörn
og jafnvel gagnárás. Það sem
lagt var upp með; að breyta
hegðun varðandi umgengni,
verður að aukaatriði og mjög
líklega árangurslaus tilraun til
að fá eiginmanninn til að breyta
hegðun sinni. Því miður eru
samskipti sem þessi ekki bund-
in við hjónabönd heldur má
greina þau m.a. á vinnustöðum
og í uppeldi barna.
ofbeldislaus samskipti
Sem betur fer er til einföld
aðferð eftir Marshall Rosenberg
sem kunnastur er fyrir nálgun
„Þau tæki sem við
vinnum með í sam
skiptum eru orðin
sem við segjum,
orðanna hljóðan
og hin ósögðu orð
líkamsmálsins.“