Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 77

Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 77
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 77 sem kennd er við „ofbeldis- laus samskipti“ (Non Violent Communication). Lykilþættir að ferðarinnar eru þeir að lýsa aðstæðum eða atburðum án þess að leggja dóm á þá, að lýsa eigin upplifun eða tilfinn- ingum tengdum atburðinum eða aðstæðum, að útskýra þarfir, langanir, gildi eða annað sem kveikir þessar tilfinningar okkar og að setja fram einlæga og skýra ósk um aðra hegðun. Aðferð Rosenbergs er víðfræg og notuð um allan heim til að auðvelda samskipti við ólíkar aðstæður. skref 1. að lýsa án þess að dæma Að greina milli hegðunar og persónunnar sem sýnir hegðun- ina er mikilvægt því þegar við dæmum fólk með orðum eins og „latur“, „óstundvís“ og „neikvæður“ gefum við um leið til kynna að viðkomandi hafi til að bera persónueinkenni sem ekki sé hægt að gera neitt í. Viðbrögð við slíkum dómum hljóta því alltaf að vera einhvers konar vörn eða mótbárur. Betra er að vísa til sértækrar hegðunar með því að lýsa atburði hlutlægt og forðast þar með dóma og gífuryrðin sem algengt er að fylgi slíkum dóm- um. Þú ert alltaf of seinn eða Þú ert aldrei með viðeigandi verkfæri með þér eru allt dæmi um slíka dóma sem innihalda gífur yrði sem ólíklegt er að standist nána skoðun. Hér verður í hverju skrefi lýst dæmi þar sem vísað er til vinnu - félaga þar sem annar hefur þann leiða ávana að skilja eftir sig óhreina kaffibolla á kaffi- stofunni. Dæmi: Þú skildir eftir tvo óhreina kaffibolla á skrifstof­ unni í gær. skref 2. að lýsa eigin upp- lifunum eða tilfinningum sem þessi atburður eða hegðun vekur Skref tvö í aðferðinni er að lýsa okkar eigin upplifunum tengdum hegðuninni. Það er vænlegt til árangurs að vera hreinskilinn varðandi þessar tilfinningar þar sem með því auk ast líkur á að orð okkar hljóti hljómgrunn. Dæmi: Mér gremst þetta svolítið vegna þess að ég borða morgunmat í vinn­ unni og mér finnst ólystugt að koma að kaffistofunni á morgn ana þar sem óhreint leirtau er á borðinu. skref 3. að spyrja um ástæðu hegðunarinnar Þriðja stig orðræðunnar er að spyrja viðkomandi um ástæðu hegðunarinnar og gefa honum tækifæri til að útskýra. Dæmi: Er einhver ástæða fyrir því að þú skildir bollana eftir á borðinu? skref 4. að setja fram skýrar óskir um hvað það er sem við viljum að fólk geri Skref fjögur er að setja fram skýrar kröfur varðandi það sem við viljum að fólk geri og við sjáum sem leið til að geta bætt líf okkar, líðan, vinnuskilyrði, skilvirkni eða hvað sem vakir fyrir okkur. Mikilvægt er að setja fram kurteislega orðaða ósk. Dæmi: Værir þú til í að ganga frá kaffibollunum þínum áður en þú ferð heim á kvöldin? Ef við rifjum upp dæmið um hjónin þar sem ófrágenginn ostur var bitbeinið þá gæti það litið svona út: – Jón, þú skildir ostinn eftir á borðinu í dag. – Ég var pirruð þegar ég sá ostinn á borðinu því osturinn er svo dýr og mér finnst leitt að sjá hann skemmast. – Værir þú til í að setja ostinn framvegis í ísskápinn um leið og þú ert búinn að fá þér af honum svo við getum komið í veg fyrir aukaleg útgjöld? að lýsa sameigin leg­ um ávinningi breyttr ar hegðunar Oft er gagnlegt að setja óskir um breytta hegðun í eitthvert það samhengi sem dregur upp sameiginlegan ávinning þeirra sem um ræðir og auka þannig enn á líkur þess að fólk sjái ástæðu til að breyta hegðun sinni. Með þeim hætti erum við ekki einungis að leggja að fólki að það bregðist við óskum okk- ar heldur erum við líka að setja fram rök fyrir því að það sé í þágu beggja aðila að hegðun breytist. Við getum ímyndað okkur algengt dæmi þar sem einstaklingur hefur tamið sér það að koma of seint á fundi. Dæmið gæti þá litið þannig út: – Jón, þú hefur komið 15 mínútum of seint á tvo síðustu fundi. – Ég er ekki sátt við þetta því fundir okkar dragast á langinn og við eigum erfitt með að ljúka yfirferð dagskrárliða. – Gætirðu hér eftir gætt þess að mæta á réttum tíma? – Þannig gætum við náð meiri skilvirkni á fundum og jafnvel fækkað þeim eitthvað. „Aðferð Rosenbergs er víðfræg og notuð um allan heim til að auðvelda samskipti við ólíkar aðstæður.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.