Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 79

Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 79
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 79 að skapa „win-win“-niðurstöðu hefur mikið með samskipta- hæfni að gera og þar með hversu miklum árangri þeir ná yfirhöfuð. Viðhorf Viðhorf fólks, til eigin verkefna, annars fólks, óvæntra uppá - komna og því um líks, hafa mikil áhrif á hvernig því gengur að fást við og vinna úr daglegum verkefnum, hvort um er að ræða vandamál eða úrlausnarefni. Sumir eru alltaf að „lenda í“ hinu og þessu eins og fórnar - lömb á meðan aðrir takast hreinlega á við það sem upp kemur og standa því oftar uppi sem „sigurvegarar“ í sínum verkefnum og aðstæðum. Það hvernig starfsfólk lítur á, nálgast og vinnur með öðru fólki mótast af viðhorfum þess og viðhorfin lita og hafa áhrif á alla sam- vinnu og samstarf. Viðhorf starfsfólks til sjálfs sín hafa einnig mikil áhrif á hvernig aðrir upplifa það og hversu vel því gengur að koma sínum málum áfram, að eiga samskipti við ólíka einstaklinga o.fl. Ef þekking og reynsla tveggja einstaklinga er álíka, þegar verið er að ráða í starf, út- deila ábyrgð eða annað slíkt, er líklegt að viðhorf þeirra muni skera úr um hvor verður valinn. Sjálfsþekking Það er mjög mikilvægt að vera með sjálfan sig á hreinu og þekkja sem dæmi styrkleika sína og veikleika og hvernig mað ur bregst við ýmsu áreiti, að stæðum, fólki o.s.frv. Styrk- leikana þarf að þekkja til að geta nýtt þá sem best, unnið þannig að það reyni meira á styrk leikana en veikleikana og halda áfram að byggja ofan á þá. Veikleikana þarf að þekkja til að geta verið nægjanlega með- vitaður um þá þannig að þeim sé ekki gefið rými til að hafa of mikil áhrif, hugsanlega einnig til að vinna með þá og styrkja, þótt einhverjir haldi því reyndar fram að ef þú heldur stöðugt áfram að styrkja styrk leika þína og nýta þá sem best verði ekkert rými fyrir veikleik ana. Ef þú telur að þú getir styrkt sjálfstraust þitt og samskipta- hæfni eða unnið með þín eigin viðhorf er ekki eftir neinu að bíða, þetta eru lykilatriði fyrir þig til að ná auknum árangri. „Talað hefur verið um og vísað í rann­ sóknir sem hafa sýnt fram á að 85% af skýringunni á því af hverju fólk er ráðið í starf eða fær framgang í starfi er samskiptahæfni og viðhorf.“ – í sambandi við allt 118 Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.ja.is Já – það passar

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.