Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 80

Frjáls verslun - 01.03.2013, Side 80
80 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 Það þykir sjálfsagt og eðlilegt í öllum rekstri að mæla arðsemi fjárfestinga, arðsemi rekstrar og ýmsar aðrar kennitölur þegar árangur fyrirtækja er metinn. En hvað með arðsemi stjórnunar? Hversu vel standa stjórnendur sig og hver er mælivarðinn á árangursríka stjórnun? Hver er arðsemi stjórnunar? Þ að er staðreynd að aðeins 10-30% fyrirtækja ná þeim árangri sem þau stefna að. Hvort sem litið er til inn - leiðingar á nýrri stefnu, breytinga á skipulagi, samruna fyrirtækja, mannvirkja- framkvæmda eða innleiðingar á nýjum kerfum. Hvar sem borið er niður virðist árangurshlutfall- ið sjaldan hærra en 10-30%, sé miðað við áætlanir og mat á tækifærum. Hverju er um að kenna? Algengt er að benda á þætti eins og óhagstætt efnahags- ástand, vaxtastig, gengisþróun gjaldmiðla, verðbólgu, aðgengi að hráefnum, orku, fjármagni og vinnuafli, samkeppni eða jafnvel pólitík sem sem ástæður fyrir slökum árangri. Stund - um er jafnvel bent á að fyrri stjórn endur eða eigendur hafi skil að af sér slæmu búi eða tekið slæmar ákvarðanir sem erfi tt hafi reynst að vinna úr. En hvort vegur meira þegar litið er á árangur fyrirtækja, skilyrði og að stæður í rekstrarumhverfinu, inn viðirnir eða ákvarðanir og áherslur stjórnenda? Það er óumdeilt að stjórnend- ur fyrirtækja og stofnana bera ábyrgð á árangri þeirra. Hvernig stjórnendur nýta krafta sína og tíma og hvert þeir beina athygli sinni hefur tvímælalaust mikil áhrif á árangur. Orka og eldmóður stjórnenda er því einn af lykilárangursþáttum í rekstri hvers fyrirtækis. En hvernig leggj um við mat á arðsemi stjórn unar? arðsemi stjórnunar (Return on manage­ ment) Í janúarhefti Harvard Busin- ess Review árið 1998 birtist greinin „How high is your return on management?“ Höfundar greinarinnar eru Robert Simons, prófessor við Harvardháskóla, og Antonio Dávila, sem þá var doktorsnemi við skólann og aðstoðarprófessor við IESE- háskólann í Barcelona. Þeir félagar héldu því fram þá að fágætasta og jafnframt mikil vægasta auðlind hvers fyrirtækis væri orka og athygli stjórnenda. Í greininni settu þeir fram tillögu að nýrri kennitölu sem er áhugaverður mælikvarði á arðsemi stjórnunar. Þeir nefna mælikvarðann ROM sem er skammstöfun fyrir Return On Management. Þeir lögðu til að arðsemi stjórnunar væri mæld á eftirfarandi huglægan hátt: árangur leystur úr læðingi Tími og athygli stjórnenda Simons og Dávila bentu rétti- lega á að þessi mælikvarði væri alfarið huglægur og því gæti niðurstaðan hvorki birst á tölulegu formi né sem pró - senta. Stærðir bæði fyrir ofan og neðan strik væru alfarið byggðar á huglægu mati og tilfinn ingu. Þeir bentu einnig á að þetta væri mjög grófur mælikvarði en héldu því engu að síður fram að reynslan sýndi að stjórnendur sem skildu þetta samhengi væru betur á vegi staddir en aðrir varðandi árang ur. Niðurstaða úr mælin- gunni gæti gefið vísbendingar um hversu vel stjórnendum hefði tekist að halda sig við efnið, kjósa skynsamlega á milli val kosta og hámarka afrakstur á kvarðana sinna. Jafnframt gæfi niðurstaðan til kynna hversu vel tímanum við innleiðingu stefnu fyrirtækisins hefði verið varið. Ekki ólíkt öðrum kennitölum væri æskileg útkoma að teljar inn væri hærri en nefnarinn. Þeim mun hærri sem teljarinn væri, því betra. Við fyrstu sýn gæti þessi mælikvarði virst flókinn og óná kvæmur. Og vissulega er ein hver ástæða fyrir því að fáir virðast nýta sér mælingar af þessu tagi. Allt huglægt mat er krefjandi. Það er þó langt því frá óframkvæmanlegt. Ef vel er rýnt í aðstæður má búa til viðmið sem gerir mönnum kleift að taka afstöðu og leggja mat á þessa þætti. Það er staðreynd að tími stjórnenda hefur verðgildi og er takmörkuð auðlind. Tækifærin og leiðirnar virðast líka oftast fleiri en stjórnendur ráða við. Lykilatriði hlýtur því að vera að velja markvisst leiðir og áherslur og upplýsa alla starfsmenn. Árangurinn ræðst af því hversu vel það tekst. Hvað truflar athygli stjórn - enda? Simons og Dávila nefna ýmsar ástæður fyrir því að stjórnendur eiga erfitt með að halda at hygli á réttum stöðum. 1) Í fyrsta lagi segja þeir að offramboð tækifæra geri stjórnendum erfitt fyrir með að velja leiðir. 2) Í öðru lagi sé það fólki eðlislægt að slökkva fyrst eldana sem sigrún Þorleifsdóttir stjórnunarráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. stjórnun „Að greina á milli þess sem fólk á að vera að gera og þess sem það á ekki að vera að gera er lykil­ atriði.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.