Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 88

Frjáls verslun - 01.03.2013, Page 88
88 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 íslandsbanki Jón Hannes Karlsson, framkvæmda stjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. markaðurinn réttir úr kútnum Ergo nefnist nú fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka. Ergo sérhæfir sig í fjármögn­ un atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Hvers konar bíla lán eru í boði hjá Ergo? „Ergo býð ur upp á bílalán og bíla samn inga, en bæði þessi fjár mögn unar form bjóðast á hag stæðari kjörum fyrir bif ­ reiðir sem losa 120 g af CO2 eða minna og eru þá nefnd græn fjármögnun. Auk þess fjár ­ magn ar Ergo líka bíla og önnur at vinnu tæki fyrir fyrirtæki og minni lögaðila. Ergo er með þrjá vildarflokka eins og Íslandsbanki. Þetta er hefðbundin vild, gullvild og platín umvild. Gull­ og platín­ u m vildarvinir fá bæði afslátt af stofn gjöldum og vöxtum. Hámarkslánstími í ein stakl ­ ings fjármögnun er sjö ár eða 84 mánuðir. Boðið er upp á bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti en vaxtakjörin ráðast af vildarflokki viðskipta ­ vina. Verðtryggðir vextir eru frá 7,85%­ 8,15% en óverðtryggðir vextir frá 9,40%­9,70%. Jákvæð þróun Ergo fjármagnar allt að tíu ára gamla bíla og fer lánstíminn eftir aldri bílsins. Markaður með notaða bíla er mun stærri en með nýja bíla. Á síðasta ári sáum við þó umtalsverða fjölgun á kaupum einstaklinga á nýjum bílum. Sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári og í dag hefur Ergo fjármagnað um 13% fleiri nýja bíla til ein staklinga en á sama tíma á síðasta ári. Á sama tíma er vöxt­ urinn í fjármögnun á not uð um bílum til einstaklinga um 5%.“ Bílaleigur mikilvægur viðskiptavinur Hvernig er staðan á íslenskum bílakaupamarkaði í dag, að þínu mati? „Íslenski bílakaupamark­ að urinn fór í gegnum gríðar ­ lega erfitt tímabil í tengsl ­ um við efnahagshrunið 2008. Nýskráningar á öllum öku tækjum voru rúmlega 2.500 árið 2009 í samanburði við 15.000­20.000 ökutæki árin þar á undan. Á síðasta ári voru rúmlega 8.000 ökutæki ný skráð hérlendis. Á síðustu fjórum árum hafa bílaleigurnar staðið undir nærri helmingi af sölu á öllum nýjum bílum til að mæta auknum fjölda ferða manna. Þessir bílar hafa svo verið að koma aftur út á markaðinn eftir eitt og hálft til tvö ár og mætt þar eftirspurn almennings eftir nýlegum, notuðum bílum. Áhyggjuefni í sölu á nýjum bílum til einstakl­ inga hjá bifreiða umboð unum hefur verið að salan hefur einkum verið á ódýrustu bílun­ um og svo aðeins í dýrasta flokkn um. Salan á bílum milli þessara flokka hefur verið öllu dræmari. Við sjáum fyrir okkur jákvæðar horfur á markaðnum á næstu mánuðum þar sem marg ar spennandi bifreiðir eru að koma inn á markaðinn. Á síðustu árum hafa orðið mikl ­ ar framfarir í framleiðslu á eyðslu grönnum bílum sem menga mun minna en eldri bílar. Markaðurinn á Íslandi er ekki á leið í 15.000­20.000 bíla sölu en er greinilega að rétta aðeins úr kútnum eftir erfið ár.“ „Við sjáum fyrir okkur já kvæðar horfur á mark- aðnum á næstu mánuðum þar sem margar spenn andi bifreiðir eru að koma inn á mark- aðinn.“ Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.