Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 94
94 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013
A
llir hafa einhvern
tímann séð Super-
man-kvikmynd eða
sjónvarpsseríur
byggðar á teikni-
myndasögunum um Super-
man, sem örugglega má telja
eina af þekktustu skáldsagna-
fígúrum sem skapaðar hafa
verið. Gerðar hafa verið
nokkrar misgóðar kvikmyndir
um Superman á 65 ára ferli í
kvikmyndum og sjónvarpi. Í
sum ar lítur svo nýjasta kvik-
mynd in, Man of Steel, dagsins
ljós og um leið nýr leikari,
Henry Cavill, sem tekur að sér
að túlka ofurmennið.
Þekktastar kvikmyndanna eru
þær fjórar þar sem Christopher
Reeve lék Superman og hefur
Reeve hingað til verið talinn
fremstur meðal þeirra sem hafa
brugðið sér í blárauða bún -
inginn með stóra S-inu fram an
á og nú er bara að sjá hvort
Henry Cavill, sem er fyrsti breski
leikarinn til að leika Super man,
hefur eitthvað í Christopher
Reeve að gera.
Farnar eru troðnar slóðir í
upphafi Man of Steel og má
segja að byrjunin sé í takt við
byrjunina á Superman (1978)
þegar Christopher Reeves
var kynntur til leiks. Foreldrar
Supermans skilja hann eftir á
jörðinni þegar í ljós kemur að
heimapláneta hans, Krypton,
er í dauðateygjunum. Á jörðinni
er hann ættleiddur af Jonathan
og Mörthu Kent og fær nafnið
Clark Kent. Í eldri myndinni
var það Marlon Brando sem
lék Jor-El, líffræðilegan föð ur
Clarks Kents, og í Man of
Steel er það ekki minni kvik-
mynda stjarna sem tekur við
boltanum af Brando; Russell
Crowe.
Það sem helst aðgreinir Man
of Steel frá öðrum Superman -
myndum er að nú berst Super-
man ekki við ósvífna jarðneska
glæpamenn á borð við Lex
Luther heldur tekst hann á við
ómennska glæpamenn sem
vilja leggja undir sig jörðina,
geimverur sem eru meðal
ann ars frá Krypton, hans eigin
heimabyggð. Þess á milli er
Superman í blaðamennskunni
í hlutverki Clarks Kents og
daðrar við Lois Lane eins og
vera ber.
Ungurenreyndur
leikari í kvikmyndum
ogsjónvarpi
Sá sem kemur til með að
sjást á hvíta tjaldinu í sumar
Í man of Steel er Superman fylgt eftir frá því hann er sendur af foreldrum sínum til jarðarinnar barn að aldri,
ættleiddur og skírður Clark Kent, uppgötvar yfirnáttúrlega hæfileika sína og berst gegn yfirtöku jarðarinnar
kvikmynDir
Ofurmenni með hjartað á réttum stað
Henry Cavill er fyrsti breski
leikarinn sem leikur Superman.
Texti: Hilmar Karlsson