Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 96

Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 96
96 FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 Guðmunda er for stöðu-maður stjórn enda- og fyrir tækja lausna í Opna há skólan um í Háskólanum í Reykja vík. Þar er boðið upp á fjöl breytt úrval námskeiða fyrir stjórn endur svo sem opnar vinnu stofur þar sem leiðbeinendur eru kennarar við HR, samstarfsaðilar úr íslensku atvinnulífi sem og erlendir sér - fræð ingar. Ennfremur er boðið upp á einkaþjálfun t.d. í ræðu - mennsku, leiðtogafærni og mark þjálfun. „Auk stjórnendaþjálfunarinnar bjóðum við upp á heildarlausnir í fræðslumálum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við vinnum með mörgum fremstu fyrirtækjum og stofnunum landsins að því að sérsníða lausnir að þörfum og starfsumhverfi viðkom- andi skipu lagsheilda. Efnistök sérsniðinna lausna eru sótt inn í deildir HR, til sérfræðinga í íslensku atvinnulífi sem og til erlendra samstarfsaðila. Efnið getur spannað helstu svið stjórnendafræða – svo sem leiðtogafærni, stjórnun, stefnu - mótun og fjármál – auk sér - tækra lausna á sviðum tækni, við skipta og laga. Við erum þessar vikurnar að vinna að áætlun haustsins; skipu leggja fræðsludag- skrána bæði hvað varðar lengri og styttri námskeið sem og námslínur en námskeið í Opna háskólan um spanna allt frá hálf- um degi að lengd upp í eitt ár.“ Guðmunda segir að við þróun námskeiða sé m.a. skoðað fram boð erlendra háskóla og hvað hægt er að taka gott það an til að laga að íslenskum mark aði. „Við fundum jafnframt með fagráðum okkar sem sam - an standa af akademískum sér- fræðingum sem og innlendum og erlendum samstarfsaðilum.“ Guðmunda lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1987 en vildi að því loknu prófa nýjar leiðir – hún lærði frönsku í Frakklandi í eitt ár auk þess að búa á Ítalíu í tæpt ár. „Ég kynntist latneskri menningu og langaði að kafa dýpra ofan í þær pælingar.“ Liður í því var að læra frönsku við Háskóla Íslands eftir að heim kom en Guðmunda er með BA-próf í frönsku og bókmenntum frá Há - skóla Íslands. Hún er auk þess með meistaragráðu í stjórn un og stefnumótun frá viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands og er langt komin í meist aranámi í opinberri stjórn sýslu. Áhugamálin eru nokkur. „Hreyf- ing er númer eitt en ég hleyp mikið og stunda almenna útivist. Ég hljóp fyrsta maraþonið mitt í París árið 2011 og hef hlaupið Laugaveginn tvisvar sinnum auk nokkurra annarra utanvega - hlaupa á Íslandi. Á fimm ára markmiða listanum er svo að taka þátt í fjallahlaupinu á Mont Blanc.“ Guðmunda segir fjölskylduna vera duglega að ferðast, bæði innanlands sem utan. „Við fór- um í fyrrasumar til Tyrklands, m.a. til að synda í silfurtærum sjó. Við fórum reyndar á heit- asta tíma ársins en hitinn var oft yfir 40 stig þannig að við vorum meira og minna í sjónum að synda með fiskunum og sigla á skútum.“ Fjölskyldan mun ferðast innan- lands í sumar. Laugavegurinn verður væntanlega genginn og jafnvel Fimmvörðuháls. „Við ætlum að kynna fyrir krökkunum lengri gönguferðir en þau hafa mjög gaman af því líkt og við, foreldrarnir.“ Jú, áhugamálin eru fleiri og má nefna bókmenntir og mats- eld í því sambandi. „Ég velti fyrir mér erlendri menningu og hvernig hún tengist matseld og prufa mig áfram. Það eru bunkar af matreiðslubókum á náttborðinu.“ Guðmunda Smáradóttir – forstöðumaður stjórnenda- og fyrirtækja- lausna í HR Nafn: Guðmunda Smáradóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 2. maí 1971 Foreldrar: Guðríður Gísladóttir og Smári Sæmundsson Maki: Þorsteinn Helgi Steinarsson verkfræðingur Börn: Berglind, 14 ára, og tvíburarnir Ísar og Sindri, 11 ára Menntun: BA-próf í frönsku og bókmenntun og MS í viðskiptafræði – stjórnun og stefnumótun „Við erum þessar vikurnar að vinna að áætlun haustsins; skipu leggja fræðsludag skrána bæði hvað varðar lengri og styttri námskeið sem og námslínur en námskeið í Opna háskólan um spanna allt frá hálfum degi að lengd upp í eitt ár.“ fóLk TexTi: svava jÓnsdÓTTir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.