Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 97
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 97
Ég stýri öryggis-, heilsu - og vinnuumhverfis -mál um Orkuveitu Reykja víkur og held
utan um öryggishluta rekstrar-
handbókar hennar. Orkuveitan
vill vera til fyrirmyndar í öryggis-,
heilbrigðis- og vinnuumhverfis-
málum og einsetur sér að skapa
slysalausan vinnustað.
Starf mitt felur í sér að virkja
stjórnendur og starfsmenn í að
koma auga á hættur í vinnuum-
hverfinu, meta hversu miklar
þær eru og gera ráðstafanir til
að hafa stjórn á þessum áhætt-
um en allir eiga rétt á því að
komast heilir heim í lok vinnu-
dags. Þetta snýst að mestu leyti
um mann leg samskipti. Þau
fyrirtæki sem hafa náð mestum
árangri í öryggismálum hafa
náð að skapa þá menningu að
starfsmenn eða teymi starfs-
manna hafa eignarhald á sínum
öryggismálum og taka ábyrgð
á sjálfum sér og öðrum. Fólk
samþykkir ekki léleg viðmið
og áhættuhegðun annarra og
áttar sig á að raunverulegum
framförum er aðeins hægt að ná
í samvinnu við aðra. Að þessu
stefnum við hjá Orkuveitunni.“
Reynir stundaði á sínum
tíma nám í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands en ákvað að
taka sér frí í hálft ár og sótti um
hjá slökkviliði Reykjavíkur. „Það
var svo spennandi, krefjandi og
skemmtilegt að ég var þar í níu
ár. Það reyndi virkilega á mig
sem manneskju og fagmann.
Kröfurnar voru miklar og ég
upplifði hluti sem venjulegt fólk
upplifir ekki. Þá kviknaði hjá mér
áhugi á forvörnum og ég fór að
vinna í forvarnadeild Lands-
sambands slökkviliðsmanna
og stýrði þeirri deild um tíma.
Ég fékk áhuga á að kenna fólki
skyndihjálp og brunavarnir og
svo vatt þetta upp á sig. Eftir
að ég hætti hjá slökkviliðinu
starfaði ég um tíu ára skeið hjá
ÍSAL í Straumsvík í öryggis- og
gæðamálum og í tvö ár að
forvörnum hjá VÍS.“
Reynir hóf síðan störf hjá
Orkuveitunni í nóvember í fyrra.
Hann sótti Dale Carnegie-
nám skeið á sínum tíma og
kenn ir nú sjálfur á einu til
tveimur slíkum námskeiðum á
ári. „Þær aðferðir sem ken-
ndar eru á Dale Carnegie -
námskeiðinu hafa nýst einstak-
lega vel í leik og starfi. Þetta
snýst um sjálfskoðun og að
skora stöðugt á sjálfan sig til
að gera betur í dag en í gær.“
Reynir segist vera heimakær
og finnast gott að vera með
fjölskyld unni, sem ferðast
mikið saman á sumrin. „Okkur
hjónum þykir gaman að veiða
í vötnum og ám. Við ferðumst
mikið innanlands með fellihýsið
okkar og skoðum landið. Okkur
finnst ákaflega gaman að fara
upp á hálendið og svo förum
við af og til til útlanda. Við erum
ekki mikið fyrir sólarlanda ferðir
heldur förum frekar í borgar-
ferðir og skoðum eitthvað sem
tengist sögu og menningu.“
Reynir æfir og keppir í blaki.
„Ég stunda líka köfun með
Sportkafarafélagi Íslands. Það
er til að mynda dásamlegt að
kafa í gjánum í Þingvallavatni.
Vatnið er svo tært og að kafa
þar er það næsta sem ég hef
komist því að svífa. Maður
hefur á tilfinningunni að maður
fljúgi á milli klettaveggj anna.
Það er mögnuð tilfinning. Það
er líka gaman að kafa í sjón um
við Íslandsstrendur því þar er
ótrúlega mikið líf og fjölbreytni;
miklu meiri en maður hefði
getað ímyndað sér. Síðan er
félags skapurinn ekki slæmur en
það er hver snillingurinn á fætur
öðrum í sportkafarafélaginu.“
Fjölskyldan fer í vor til Liver-
pool. Ástæðan: „Við ætlum loks-
ins að láta verða af því að fara
til Anfield og sjá besta fótbol-
talið heims spila á heima velli.
Svo eigum við hjónin tuttugu
ára brúð kaups afmæli í sumar
og ætlum að skreppa til Boston
eina helgi.“
Reynir Guðjónsson
– öryggisstjóri Orkuveitunnar
Nafn: Reynir Guðjónsson
Fæðingarstaður: Selfoss,
15. janúar 1967
Foreldar: Guðmunda Ólafsdóttir
og Guðjón Jónsson
Maki: Soffía Stefánsdóttir
Börn: Guðjón, 19 ára, og
Sævar, 13 ára
Menntun: Stúdentspróf og
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
„Fólk samþykkir ekki léleg viðmið og áhættuhegðun annarra og áttar sig á að raunveru-
legum framförum er aðeins hægt að ná í samvinnu við aðra. Að þessu stefnum við hjá
Orkuveitunni.“