Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 97

Frjáls verslun - 01.03.2013, Síða 97
FRJÁLS VERSLUN 3. 2013 97 Ég stýri öryggis-, heilsu - og vinnuumhverfis -mál um Orkuveitu Reykja víkur og held utan um öryggishluta rekstrar- handbókar hennar. Orkuveitan vill vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfis- málum og einsetur sér að skapa slysalausan vinnustað. Starf mitt felur í sér að virkja stjórnendur og starfsmenn í að koma auga á hættur í vinnuum- hverfinu, meta hversu miklar þær eru og gera ráðstafanir til að hafa stjórn á þessum áhætt- um en allir eiga rétt á því að komast heilir heim í lok vinnu- dags. Þetta snýst að mestu leyti um mann leg samskipti. Þau fyrirtæki sem hafa náð mestum árangri í öryggismálum hafa náð að skapa þá menningu að starfsmenn eða teymi starfs- manna hafa eignarhald á sínum öryggismálum og taka ábyrgð á sjálfum sér og öðrum. Fólk samþykkir ekki léleg viðmið og áhættuhegðun annarra og áttar sig á að raunverulegum framförum er aðeins hægt að ná í samvinnu við aðra. Að þessu stefnum við hjá Orkuveitunni.“ Reynir stundaði á sínum tíma nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en ákvað að taka sér frí í hálft ár og sótti um hjá slökkviliði Reykjavíkur. „Það var svo spennandi, krefjandi og skemmtilegt að ég var þar í níu ár. Það reyndi virkilega á mig sem manneskju og fagmann. Kröfurnar voru miklar og ég upplifði hluti sem venjulegt fólk upplifir ekki. Þá kviknaði hjá mér áhugi á forvörnum og ég fór að vinna í forvarnadeild Lands- sambands slökkviliðsmanna og stýrði þeirri deild um tíma. Ég fékk áhuga á að kenna fólki skyndihjálp og brunavarnir og svo vatt þetta upp á sig. Eftir að ég hætti hjá slökkviliðinu starfaði ég um tíu ára skeið hjá ÍSAL í Straumsvík í öryggis- og gæðamálum og í tvö ár að forvörnum hjá VÍS.“ Reynir hóf síðan störf hjá Orkuveitunni í nóvember í fyrra. Hann sótti Dale Carnegie- nám skeið á sínum tíma og kenn ir nú sjálfur á einu til tveimur slíkum námskeiðum á ári. „Þær aðferðir sem ken- ndar eru á Dale Carnegie - námskeiðinu hafa nýst einstak- lega vel í leik og starfi. Þetta snýst um sjálfskoðun og að skora stöðugt á sjálfan sig til að gera betur í dag en í gær.“ Reynir segist vera heimakær og finnast gott að vera með fjölskyld unni, sem ferðast mikið saman á sumrin. „Okkur hjónum þykir gaman að veiða í vötnum og ám. Við ferðumst mikið innanlands með fellihýsið okkar og skoðum landið. Okkur finnst ákaflega gaman að fara upp á hálendið og svo förum við af og til til útlanda. Við erum ekki mikið fyrir sólarlanda ferðir heldur förum frekar í borgar- ferðir og skoðum eitthvað sem tengist sögu og menningu.“ Reynir æfir og keppir í blaki. „Ég stunda líka köfun með Sportkafarafélagi Íslands. Það er til að mynda dásamlegt að kafa í gjánum í Þingvallavatni. Vatnið er svo tært og að kafa þar er það næsta sem ég hef komist því að svífa. Maður hefur á tilfinningunni að maður fljúgi á milli klettaveggj anna. Það er mögnuð tilfinning. Það er líka gaman að kafa í sjón um við Íslandsstrendur því þar er ótrúlega mikið líf og fjölbreytni; miklu meiri en maður hefði getað ímyndað sér. Síðan er félags skapurinn ekki slæmur en það er hver snillingurinn á fætur öðrum í sportkafarafélaginu.“ Fjölskyldan fer í vor til Liver- pool. Ástæðan: „Við ætlum loks- ins að láta verða af því að fara til Anfield og sjá besta fótbol- talið heims spila á heima velli. Svo eigum við hjónin tuttugu ára brúð kaups afmæli í sumar og ætlum að skreppa til Boston eina helgi.“ Reynir Guðjónsson – öryggisstjóri Orkuveitunnar Nafn: Reynir Guðjónsson Fæðingarstaður: Selfoss, 15. janúar 1967 Foreldar: Guðmunda Ólafsdóttir og Guðjón Jónsson Maki: Soffía Stefánsdóttir Börn: Guðjón, 19 ára, og Sævar, 13 ára Menntun: Stúdentspróf og slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður „Fólk samþykkir ekki léleg viðmið og áhættuhegðun annarra og áttar sig á að raunveru- legum framförum er aðeins hægt að ná í samvinnu við aðra. Að þessu stefnum við hjá Orkuveitunni.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.