Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 2
Lítil sól í kortunum Þegar Theodór Hervarsson veðurfræðingur er spurður hvort sumarið sé búið er svarið nei. „Nei, nei. Það er ekki hægt að segja að sumarið sé búið. Núna næstu dagana verða norðlæg- ar áttir sem fara yfir landið en lægðirnar eru fyrir sunnan land- ið. Það verður kalt aðeins áfram og við búumst ekki við neinum hlýindum næstu dagana. Svona er þetta bara, svona eru sumrin á Íslandi,“ segir Theodór. Landsmenn mega því að líkindum sætta sig við að sólin skíni ekki jafnmikið á næstunni eins og hún hefur gert síðustu vikurnar. Engin skýrslutaka „Efnahagsbrotadeildin hefur ennþá ekki kallað mig í skýrslutöku vegna fjármála Byrgisins,“ segir Guðmund- ur Jónsson, fyrrum forstöðu- maður Byrgisins. Hann hefur þegar verið dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot gegn skjólstæðing- um sínum í Byrginu, en efast um að efnahagsbrotadeildin hafi ástæðu til þess að gefa út ákæru vegna fjármálanna. Ríkisendurskoðun fór í fyrravetur yfir fjármál Byrgis- ins og gaf út svarta skýrslu þar sem bókhaldið var sagt vera í molum. Guðmundur heldur að um samsæri gegn sér sé að ræða. Íslenskur byssu- maður á Spáni Spænsk lögregla rannsakar nú mál íslensks manns sem sagð- ur er hafa hótað fólki á götum úti við Playa Flamenca-strönd- ina. Bresku hjónunum Pauline og Mark Mayled. Mayled-hjón- in segja sögu sína í samtali við fréttavefinn Costa Blanca Leader. Þar segja þau frá Íslendingi sem kallaður er H.H. Hjónin höfðu staðið í fast- eignaviðskiptum við manninn og segja hann hafa svikið sig. Þau segja H.H. hafa ítrekað hótað sér og í eitt skiptið dregið fram skotvopn. H.H. hafi í kjölfarið verið handtekinn eftir umsátur lögreglu. Þung umferð á þjóðvegum Þung umferð var eftir þjóð- vegum í umdæmi lögreglunn- ar í Borgarnesi í gærkvöld. Tíu höfðu verið teknir fyrir hraðakstur um kvöldmatar- leytið í gær, þar af var einn á 121 kílómetra hraða á klukku- stund. Varðstjóri í Borgarnesi segir engu að síður greinilegt að ökumenn passi sig meira á hraðanum eftir að sektir fyrir hraðakstur voru hækkaðar. Fólki sé ekki ljúft að greiða tugi þúsunda í sektir og fólk verði af miklum réttindum með því að missa ökuleyfið. Hefði bara tekið barefLi og barið Hann mánudagur 30. júní 20082 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Dæmdur ofbeldismaður gekk berserksgang um Grímsey og ógnaði mönnum með hníf og slaghamri. Bæjarbúum var verulega brugðið og reyndu nokkrir að róa manninn nið- ur án árangurs. Lítil börn voru að leik nálægt manninum er hann hóf að ógna fólkinu með vopnunum. Hreppstjórinn segir afar sjaldgæft að svona gerist á eynni. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en klukkan sex í fyrradag. Lætin byrj- uðu aðfaranótt laugardags og var ein- hver aðdragandi að þessu til klukk- an hálfsex í fyrradag er hann byrjaði virkilega að ógna fólki,“ segir Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey. „Dólgslætin byrjuðu inni á veitinga- stað í bænum, en þegar hann var kominn þaðan út byrjaði þetta fyrir alvöru,“ segir Bjarni um dæmdan of- beldismann sem gekk berserksgang um bæinn. Umfangsmikil sjóstanga- veiðihátíð stóð yfir í Grímsey síðustu helgi og var mikill fjöldi fólks staddur á eynni yfir helgina. Róaður af pólskur manni „Fólki var að sjálfsögðu brugðið því maðurinn komst inn í fiskhús þar sem hann náði sér í lítinn slaghamar og hníf. Þá vorum við einmitt niðri í fjöru með öllum krökkunum er hann byrj- ar að ógna,“ útskýrir Bjarni sem segir ofbeldismanninn hafa verið á næstu bryggju við börnin. Fólk reyndi að tala manninn til en án alls árangurs og enduðu nokkrir með því að flýja inn í báta til að fela sig fyrir mannin- um. Bjarni segir pólskan mann hafa boðið sig fram til að tala manninn til. „Hann náði að sansa hann eitt- hvað. Náði slaghamrinum og hnífn- um af honum. Fór hann síðan með hann heim til sín þangað til Víkinga- sveitin kom,“ segir Bjarni. Bæjarbúar biðu í viðbragðsstöðu í rúma tvo tíma eftir Víkingasveitinni. Enginn piparúði, bara slökkvitæki Að sögn Bjarna er of- beldismaður- inn aðkomu- maður frá Akureyri sem dæmdur var á dögunum í tuttugu mán- aða fangelsi fyrir hnífstungu. „Fólk beið í viðbragðs- stöðu ef það þyrfti að grípa inn í. Hann hefði aldrei komist að neinum manni því þá hefði maður bara tek- ið barefli og barið hann,“ segir Bjarni einfaldlega. „Við höfum enga pipar- úða til þess að úða á menn. Það væri helst slökkvitækið sem við myndum nota ef hann ætlaði að sýna sig með vopn í hendi,“ heldur Bjarni áfram og hlær. Grímseyingum var að sjálfsögðu brugðið er ofbeldismaðurinn hóf að ógna fólki með vopnunum. Allir velkomnir „Þetta er svo sjaldgæft hér. Seinast er ég man eftir svona var 1967-8 þegar við þurftum að hafa afskipti af manni, en hann var á dansleik í félagsheimil- inu. Það var líka aðkomumaður,“ seg- ir Bjarni og hlær. Hann tekur það þó fram að eyjarskeggjar taki öllum ut- anaðkomandi opnum örm- um. „Við bjóðum alla velkomna á eyjuna, en við viljum ekki að þeir láti svona. Spilli þessum ágæta eyjarfriði,“ segir Bjarni. Eftir að Víkingasveitin fjarlægði manninn komu bæjarbúar og fleiri saman í félagsheimilinu og veislan hélt áfram. Fólk lét ekki einn ofbeldis- mann spilla fyrir sér gleðinni. „Við höfum enga pip- arúða til þess að úða á menn. Það væri helst slökkvitækið sem við myndum nota ef hann ætlaði að sýna sig með vopn í hendi.“ HAnnA EiRíksdóttiR blaðamaður skrifar hanna@dv.is Víkingasveitin kölluð til grímseyingar biðu í rúma tvo tíma eftir að Víkingasveitin kæmi og handsamaði manninn sem ógnaði bæjarbúum og gestum með hníf og slaghamri sem hann stal úr fiskhúsinu. maðurinn er dæmdur ofbeldismaður frá akureyri. Hamagangur í Grímsey Bjarni magnússon, hreppstjóri í grímsey, segir það afar sjaldgæft að svona atvik komi upp. Það síðasta var fyrir fjörutíu árum. Umsamdar kjarabætur halda ekki í við verðbólgu: Reynum að takmarka skaðann „Það varð ekki lengra komist að þessu sinni og þá verður maður bara að hugsa um að takmarka skaðann,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, for- maður BHM. „Það er heldur ekkert fengið með því að bíða lengur ef það sést ekkert annað við sjónarrönd. Þetta markar þó hvorki upphaf né endi á okkar kjara- og hagsmunabar- áttu.“ Samið hefur verið um framleng- ingu kjarasamninga milli stéttarfé- laga háskólamanna og fjármálaráðu- neytisins til loka mars 2009. Laun félagsmanna munu hækka að meðal- tali um 6 prósent. Guðlaug Kristjáns- dóttir, formaður BHM, segir að með samningunum séu háskólamenn að taka á sig kjaraskerðingu vegna þess að hækkun launa samkvæmt samn- ingum nái ekki að vega upp á móti verðbólguspám næstu mánaða. Að- spurður hvort raunin sé sú að verið sé að semja um launalækkanir mið- að við 12 til 13 prósent verðbólgu tel- ur Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, að svo sé ekki. „Ég get ekki tekið undir það að þetta séu samningar um launalækk- un. Þetta eru fyrst og fremst, eins og við lítum á þetta hjá BSRB, samn- ingar til að treysta kaupmáttinn og koma böndum á verðbólguna sem er helsta ógn við heimili og fyrirtæki í landinu. Það fá allir jafna krónu- tölu og það þýðir að ef þú ert með 150.000 krónur í laun á mánuði ertu að fá hærri prósentutölu en sá sem er með 300.000 krónur. Þannig er þetta kjarajöfnunaraðgerð eins og þetta var hugsað frá hendi BSRB þegar við sömdum í maímánuði. Ég legg þetta ekki upp sem samninga um kjara- rýrnun heldur fyrst og fremst aðgerð til að treysta kjörin,“ segir Ögmundur að lokum. astrun@dv.is samið fyrir 20 félög meðal þeirra sem sömdu var Félag háskólakennara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.