Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 16
Svarthöfði hefur fylgst með gjaldeyrisumræðu þjóðarinn-ar með öndina í hálsinum yfir því hvað taki við af krónunni eftir að hákarlarnir átu hana. Flestir vilja taka upp evruna, en það er Svart- höfða lítt þóknanlegt. Evrópusam- bandið samanstendur af ýmsum minnipokaþjóðum sem hafa eytt síðustu hálfri öld í að hörfa. Það væri hrikalegur ósigur þjóðarinnar að koma með skottið á milli lappanna eftir hrakfar- ir í útrásinni og biðja um náð og miskunn. Hefðu víkingarnir á sínum tíma bank- að upp á hjá írsku munkunum og beðið um brauð og kristnun, ef strandhöggið hefði mis- heppnast? Ef við tækjum upp evru kæmi annað atriði í hausinn á okkur. Evran er nú í kring- um 130 krónur, en ekki 80 krónur eins og áður var. Allt íslenska hag- kerfið færi á útsölu inn í Evrópu- sambandið. Sparifé okkar og eignir myndu rýrna svo um munar. Fleiri og furðulegri hugmynd-ir eru uppi. Björgólfur Thor Björgólfsson vildi til dæmis taka upp svissneskan franka. Þeir sem fylgdust með leik Þjóðverja og Tyrkja í undanúrslitum Evrópu- meistaramótsins í knattspyrnu sáu auðvitað að Svisslending- ar ráða ekki einu sinni við gervihnattaútsendingu. Þeir eiga að halda sig við sínar sterku hliðar: Súkkulaði, úr og jóðl. Ekki má heldur gleyma að sviss-neski frankinn hefur hækkað á sama hátt og evran. Hann er eiginlega bara evra. Og hvað ættum við svo sem að kalla þennan nýja gjald- miðil? Íslenskan svissneskan franka!? Enn aðrir hafa viljað taka upp norska krónu. Það er ljóst að slíkt yrði mikið fjörbrot ís- lenskrar þjóðar og einungis stolts- ins vegna er það með öllu útilokað. Svarið kom undir lok síðustu viku. Geir H. Haarde vill taka upp Bandaríkjadalinn frekar en annað. Þessu samsinnir Svarthöfði af öllu hjarta. Í fyrsta lagi hefur dollarinn ekki hækk- að jafnhrikalega og evr- an undanfarið, þannig að segja mætti að við fengjum meira fyrir hverja krónu þegar umskiptin yrðu. Flest- um ætti einnig að vera ljóst að Ísland á miklu meira sameiginlegt með Bandaríkjamönnum heldur en Evrópumönnum. Íslending- ar horfa aðallega á amerískar bíómyndir og frumkvöðlaand- inn er svipaður. Bæði lönd þurftu að berjast gegn kúgun nýlendu- herra. Auk þess eiga þjóðirnar sameiginlegt að vera heimsmeist- arar í bílaeign. Fyrir utan þá jarðfræði- legu stað- reynd að vesturhluti Íslands er í Ameríku. Ljóst er af öllu að Geir hefur lög að mæla þegar hann mælir með upptöku dollarans. Að mati Svarthöfða ætti að taka skrefið til fulls og ganga til liðs við Bandaríkin. Ísland myndi sóma sér vel sem fimmtugasta og fyrsta fylkið. Það sem er mikilvæg- ast er að verðlagið í Bandaríkjun- um er mun betra en í Evrópusam- bandinu. Og ekki skemmir fyrir að bensínið fæst í gallonum í stað lítra. mánudagur 30. júní 200816 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Fylki Fimmtíu og eitt Svarthöfði Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar. Þórunn og félagar ritskoðuðu í raun fréttaflutning. Veruleikafirring ritskoðara Leiðari Saga íslenskra umhverfisráðherra er um margt saga hrakfallabálka. Fyrstur umhverfisráðherra var Júlíus Sólnes sem varð sennilega frægastur fyrir að velta ráðuneyti sínu, þá var hann ekki kominn með skrifstofu en var með ráðherrabíl sem honum tókst að velta. Eiður Guðnason var sennilega sá ráðherra sem fæstir vissu að væri til. Öss- ur Skarphéðinsson glímdi við ísbjörn. Siv Friðleifsdóttir reitti hvort tveggja rjúpna- veiðimenn og umhverfisverndarsinna til reiði. Svo afrekaði Sigríður Anna Þórð- ardóttir að velja sér sem aðstoðarmann ungan mann sem hafði helst talað gegn því að nokkur umhverfisvandamál væru til staðar. Og gott ef Jón- ína Bjartmarz sagði ekki einhvern tíma í spjallþætti í sjónvarpi að hún gæti hugsað sér að ráða ferðinni í öllum ráðuneytum nema umhverfisráðuneytinu; og varð að sjálfsögðu umhverfis- ráðherra skömmu síðar. Kannski er það því aðeins framhald á langri hrakfallasögu hvernig komið er fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur rúmu ári eft- ir að hún varð umhverfisráðherra. Hún hefur reynst vanmegnug til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum, stefnu sem flokkurinn lagði mikið upp úr fyrir síðustu kosningar. Þar fær hún að því er virðist lítinn stuðning frá samflokksmönnum sínum og uppsker andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Hrakfarir Þórunnar með ísbirnina þurfa því kannski ekki að koma á óvart í sögu þessa litla en mikilvæga ráðuneytis. Það sem kemur á óvart eru viðbrögð hennar við umfjöllun fjölmiðla um dráp ísbjarnanna. Henni var brugðið eftir fyrra ísbjarnardráp- ið og sagði eftir seinna ísbjarnardrápið að hún hefði ekki viljað sjá teknar groddaleg- ar myndir, myndir sem gætu sent skilaboð sem íslensk stjórnvöld vildu alls ekki senda við þessar aðstæð- ur. Þá hafði fyrra ísbjarnardrápið vakið athygli og andúð víða um heim. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, und- irmenn hennar og stjórnendur undirstofnana umhverfisráðu- neytisins sáu því til þess að möguleikar fjölmiðla til myndatöku og fréttaflutnings af drápi síðari ísbjarnarins voru takmarkaðir. Þórunn og félagar ritskoðuðu í raun fréttaflutning. Ef Þórunn skilur þetta ekki er veruleikafirring hennar algjör. DómStóLL götunnar Hvað finnst þér um frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta? „mér finnst stelpurnar vera mjög góðar og ég er mjög hrifinn af þeim.“ Hjalti Eyjólfsson, 79 ára eftirlaunaþegi „frammistaðan er mjög góð. Þeim gengur nefnilega mjög vel.“ Jóhann Stefánsson, 38 ára öryrki „mér finnst hún bara stórkostleg, ég er mjög ánægður með sigurinn.“ Magnús Þorgrímsson, 56 ára framkvæmdastjóri „mér finnst hún alveg frábær. Þær standa sig bara rosalega vel.“ Kristinn Eyjólfsson, 76 ára eftirlaunaþegi SanDkorn n Hanna Birna Kristjánsdótt- ir er ekki svarið við fylgishruni Sjálfstæðisflokksins. Þau voru í það minnsta viðbrögð bloggara við skoðanakönn- un Félagsvís- indastofnun- ar um fylgi flokkanna í borginni. Samfylkingin fékk tæplega helmingsstuðning, eða 48,2%, en Sjálfstæðisflokkur- inn einungis 29,2%. Þess ber að geta að könnunin stóð yfir bæði á meðan Vilhjálmur var oddviti og Hanna Birna, frá 2. til 22. júní, Hann Birna tók við 7. júní. n Ólafur F. Magnússon, borg- arstjóri í Reykjavík, vinnur það brautryðjendaverk að hafa ein- ungis stuðning 1,2% borgarbúa. Þetta er met, meira að segja fyrir Ólaf F. Flestir töldu að borgarstjór- inn hefði náð botninum í 1,8% í maí, en nú hefur hann náð nýjum lægðum. Fyrir mánuði sendi Ólaf- ur út yfirlýsingu, þegar í ljós kom að 60% stuðningur var við hans helsta baráttumál, að flugvöllur- inn færi ekki. Því þykir að teljast alvarlegt að 58,8% eru ekki tilbúin að leggja á sig að styðja Ólaf, þrátt fyrir málefnalega samstöðu. n Morgunblaðið fjallaði á föstu- dag um að Cristiano Ronaldo prýddi flöskur með íþrótta- drykknum Soccerade. Frá þessu var greint á DV.is 22. apr- íl. Fram kom að drykkjar- vörufram- leiðandi væri í eigu Íslend- inga, meðal annars Eiðs Smára Guð- johnsen og föður hans, Arnórs. Ronaldo hefur verið iðinn við að koma fram í auglýsingum og sitt sýnist hverjum. Fyrir nokkrum misserum var víða hent gaman að honum fyrir að auglýsa Suzuki Swift, en flestar stórstjörnur knatt- spyrnunnar hafa verið sérlega vandfýsnar á vörumerki fram að þessu. n Samfylkingin mætir sífellt meiri erfiðleikum í umhverfismálum. Fyrir helgi undirritaði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra viljayfirlýs- ingu um álver á Bakka við Húsavík og var Gunnari V. Andréssyni ljósmynd- ara meinað að mynda atburðinn. Fyrir skemmstu tók Björgvin G. Sigurðsson skóflustungu að öðru álveri í Helguvík. Af því tilefni sagði Dofri Hermannsson, einn höfunda Fagra Íslands, að eitt- hvað hlyti að hafa verið sett út í kaffið hans. Á föstudag varði Dofri Samfylkinguna með því að hún hafi verið neydd til þessa af Sjálf- stæðisflokknum. Einhver hlýtur að hafa boðið Dofra í kaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.