Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Síða 12
mánudagur 30. júní 200812 Fréttir DV Aukin umsvif TAlíbAnA Yfirvöld Norður-Kóreu hafa nú sprengt upp helsta tákn kjarnorku- áætlunar sinnar; risavaxinn kæli- turn við stærsta kjarnorkuver lands- ins. Með þessum aðgerðum vilja ráðamenn landsins sýna endanlega fram á að þeim sé alvara með að hætta við þróun kjarnorku í hvers konar mynd. Þessar umfangsmiklu breytingar á stefnu yfirvalda má rekja til samn- ingsumleitana margra helstu þjóð- arleiðtoga heims. Kínverjar, Rússar, Japanir, Bandaríkjamenn og Suður- Kóreubúar hafa allir lofað að koma Norður-Kóreu til aðstoðar um orku, fjármagn og önnur fríðindi í sam- skiptum við þjóðina í kjölfar stefnu- breytinganna. Mörgum hefur staðið stuggur af Norður-Kóreubúum vegna ótta um að þeir hyggist koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Nú eru hins vegar all- ar horfur á að sú ógnaröld sé liðin tíð. Utanríkisráðherrar G8-ríkjanna eru þó ekki of fljótir á sér að fagna, þó ánægja ríki vissulega með að- gerðir Norður-Kóreu. Koumura Masahiko, utanríkisráðherra Jap- ans, segir mikilvægt að sjá til þess að yfirvöld standi við gefin loforð. Hann bætir við að G8-ríkin komi til með að halda uppi ströngu eftirliti til að tryggja að svo verði. Cho Seong-ryeol, sérfræðingur við alþjóðaöryggisstofnunina í Se- oul, telur að með því að sprengja upp kæliturninn séu Norður-Kór- eumenn að senda skilaboð. Þeir vilji stíga út úr einangrun sinni og verða þátttakendur í alþjóðasamfé- laginu á ný. Gagnrýnendur hafa þó bent á að Yongbyon-orkuverið hafi fyrir löngu verið orðið úr sér gengið og því hefði átt að rífa það hvort sem yfirvöld hygðust halda áfram kjarn- orkurannsóknum eður ei. hafsteinng@dv.is Norður-Kóreumenn sýna vilja til að hætta kjarnorkurannsóknum: Sprengdu upp kæliturn Þessa dagana þurfa Talí- banar ekki lengur að fela sig uppi í fjöllum, þeir vaða inn í borgina hvenær dags sem er, keyrandi um á pallbílum og vopnaðir Kalishnikov-rifflum. Fylgismaður Talíbana Sífellt fleira fólk í norðvest- urhluta landsins er farið að styðja við Talíbana. Dr. Pepper styrkir brúðkaup Hárgreiðslukonan Kelly Gray í Virginia Beach reyndi að safna peningum fyrir brúðkaupinu sínu á eBay. Hún hét því að sú sem myndi greiða henni mestan pen- ing fengi boðskort í veisluna henn- ar. Kelly bjóst við því að það myndi verða kona sem væri spennt fyrir brúðkaupum sem myndi hreppa verðlaunin. Það kom henni þess vegna mikið á óvart þegar hún sá hæsta boðið að það var ekki áhugasöm kona heldur gos- drykkjafyrirtækið Dr. Pepper sem gaf henni 10.000 dollara. Bang! Kæliturninn var sprengdur í loft upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.