Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Side 28
Wesley Gibson er bókhalds- plebbi og erkinörd sem engu máli skiptir. Það traðka allir á honum og hann kyngir stoltinu með góð- um slatta af slökunarlyfjum. Þeg- ar niðurlæging hans getur varla orðið meiri birtist honum sérdeil- is fallegt hasarkvendi, Fox, og að- stoðar hann úr mjög ofbeldisfull- um og lífshættulegum aðstæðum. Það kemur á daginn að pabbi hans hafði verið myrtur nýlega og Fox vill að Wesley hefni hans. Hann gengur því til liðs við bræðralagið sem has- arpían og pabbi hans hafa þjónað. Þetta leynifélag framkvæmir aftök- ur á liði sem er úrskurðað fúlmenni eftir fornri spákenndri forskrift. Markmiðin eru háleit en hópur- inn birtist fremur óhuggulega sem gengi sadómasó-morðingja með yfir meðallagi vafasaman boðskap. Lífssýn Bræðralagsins er fremur rýr og innihaldslítil. Maður hefði viljað sjá meira af hefðum og hlutum sem fylgja 1000 ára gömlu leynifélagi. En mikið var samt fínt að sjá virðulegan leikara á borð við Morgan Freeman segja orð eins og „motherfucker“, „fuck“ og svo framvegis. Angelina Jolie leik- ur Fox alveg ágætlega en virkar ekki raunveruleg í slagsmálasen- um myndarinnar. Hún er orðin svo mjó að senur þar sem hún ber full- orðna karlmenn eru ekki sannfær- andi. Sennilega myndu bara brotna á henni útlimirnir ef hún svo mik- ið sem gæfi einhverjum selbita. En hún er að öðru leyti fín og ein klassísk rassasena með henni ger- ir manni ekki lífið leitt. Vondi kall- inn hins vegar er ekki stór karakter og er bara eins og einhver óklárað- ur kafli í handritinu. Almennt séð er myndin prýðilega leikin, eitthvað sem maður bjóst ekki við í mynd af þessu tagi. Skotinn James McA- voy fer frábærlega með aðalhlut- verk Wesleys og Morgan Freeman er að sjálfsögðu traustur. Öll tækni- leg útfærsla er frábær og brellur eru notaðar til hins ýtrasta. Allskon- ar tæknibrögðum er beitt, hægt og hraðað á mynd og hljóði, sýnt fram og til baka, klippingar og grafík er frumleg og flott. Aukahljóð eru not- uð til að sýna hugsanir og hvernig ýmsar aðstæður birtast fólki. Mynd- in er öll mjög ýkt og það er jákvætt. Hún er absúrd sem er viljandi gert á köflum til að sýna persónulega upplifun fólks af atburðum. Bara í einni brellugeðveikinni varð ég var við að eitthvað væri örlítið gervi- legt. Sem er kannski viðbúið í mynd sem er jafn hlaðinn af svaðalegum brelluatriðum. Kóreografía í skot- senum hefur sjaldan eða aldrei ver- ið tilkomumeiri og jafn stíliseruð. Skotbardagar eru meira í ætt við vel útfærðan dans, ballett eldspúandi skammbyssa. Útlitið er ansi veiga- mikið en fléttan er vissulega til stað- ar hér. Maður sér samt strax í rosa- legri byrjunarsenunni hvað lagt er upp með. Takmarkið er að gera rugl svala mynd og það tekst. Eina sem dregur úr töffinu er eitthvað ósvalt rokkdót sem lafir undir nokkrum senum. Myndin nær til fólks sem kann að meta Fight Club, Matrix, lúkk á borð við 300 og klisjukennd- an grunn mynda á borð við Karate Kid. Klisjan um nördið sem verður svakalega töff á stuttum tíma með utanaðkomandi aðstoð og kennir svo öllum svaka lexíu. En þegar allt annað er jafn vel smurt og hér, er erfitt að skynja það mjög illa. Enda eru skynfærin frá fyrstu mínútu fyllt af beinflísum og brenndu púðri. Erpur Eyvindarson mánudagur 30. júní 200828 Fókus DV á m á n u d e g i Hvað veistu? 1. Hvaða megasarlag er notað í nýrri auglýsingaherferð Toyota? 2. Hvaða starfsmaður Kastljóssins á von á barni í desember? 3. Hvaða íslenski poppari sagðist í viðtali við dV í síðustu viku vera með ritstíflu í danmörku? ByssuBallett Brellumeistar Narníu-bækur C.S. Lewis voru guðsgjafir fyrir unga og spunaspil- andi menn, sem fóru að sofa á hverju kvöldi óskandi þess að þeir myndu vakna upp í ævintýraheimi. Einmitt þess vegna var ég hrifinn af fyrstu myndinni, sem kom út fyrir einhverj- um þremur árum. Þá voru þau Lucy, Edmund, Peter og Susan að stíga sín fyrstu skref í ævintýraheimi Narníu, á flótta undan sínum eigin stríðshrjáða veruleika, barnslega saklaus að berj- ast við ísdrottninguna. Nú er annað uppi á teningnum í Narníu. Menn hafa þar hirt öll völd, og ævintýraverurnar lifa nú í felum. Mennski prinsinn Caspían flýr fóstra sinn og kynnist ævintýraverunum, en í leiðinni blæs hann í aldagamalt horn og hviss bang, Peter, Edmund, Lucy og Susan eru mætt. Í samein- ingu ætla þau að endurvekja fyrri tíma í Narníu, bræðralag, réttlæti og hvað það nú heitir allt saman. Prince Caspian er vönduð kvik- mynd. Tæknibrellurnar góðar og leik- ararnir standa sig flestir vel, dvergar og læmingjar áberandi betri. Hins vegar tekst ekki að skapa hér svip- að andrúmsloft og í fyrri myndinni. Þessi er öll einhvern veginn miklu grynnri. Miraz konungur er ekki jafn sterkt illmenni og ísdrottningin og óþægilega margt minnir á Tveggja turna tal Hringadróttinssögu, þótt engan sé við að sakast um það. Á meðan fyrri myndin var vel útfært og stórbrotið ævintýri, þá er eins og vottur af sullaveiki hafi komist í þetta handrit. Yngsta kynslóðin ætti að finna hér margt við sitt hæfi, en því miður vantar eitthvað: harðneskju, drunga eða ögn sterkara handrit til þess að gömul nörd og ævintýradýr- kendur geti hrifist um leið. Dóri DNA Sullaveiki í NarNíu 1. Ef þú smælar framan í heiminn 2. jóhanna Vilhjálmsdóttir 3. magni bíódómur THE CHroniClEs of narnia: PrinCE CasPian HHHHH lEiKsTjórn: andrew adamson aðalHluTVErK:Ben Barnes, georgie Henley, skandar Keynes og William moseley Sullaveikt handrit „á meðan fyrri myndin var vel útfært og stórbrotið ævintýri, þá er eins og vottur af sullaveiki hafi komist í þetta handrit.“ ánÆgJuleg Hlustun Að ferðast í huganum er betra fyr- ir andlega heilsu en margt annað. Ein leið til þess er að hlusta á þátt Höllu Gunnarsdóttur á Rás 1, Umhverfis jörðina, sem ég datt inn í í uppvask- inu á laugardaginn. Landið sem var til umfjöllunar í þessum fjórða þætti var Jórdanía. Viðmælendur Höllu voru þrír. Fyrst í röðinni var Birna Hilmarsdóttir sem bjó í Jórdaníu um árabil. Sagði hún upp og ofan af upplifun sinni af landi og þjóð og var hafsjór af fróðleik. Frá- sögn Birnu var svo krydduð með far- símahringingu í bakgrunninum sem skiptist í tvær mislangar lotur ef ég man rétt. Þessi „sándeffekt“ hefði al- veg mátt missa sig. Annar viðmælandi þáttarins var Ólafur Gíslason listfræðingur sem jós úr viskubrunni sínum um listir og menningu Jórdana. Innlegg Ólafs var ekki síður fróðlegt, en ef einhverjum dytti í hug að leggja frásagnargleði- lega mælistiku á þau Birnu og Ólaf, þá þarf Birna ekkert að óttast í þeim samanburði - burtséð frá öllum sím- hringingum. Síðust í gestaröðinni var Guðrún D. Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem sagði meðal annars frá hinum gífurlega fjölda flóttamanna sem flýr til Jórdaníu. Þáttur Höllu var afar fræðandi og ánægjulegur áheyrnar. Þó vantar óneitanlega myndefni til að finnast maður enn frekar vera kominn á stað- inn sem um er rætt, en það er vitan- lega þar sem útvarpsmiðillinn lendir á vegg. Hann nær því aldrei að slá út ferðaþætti á borð við þætti Michaels Palins sem sýndir voru í ríkissjón- varpinu fyrr á árinu. Sem ferðaþáttur í útvarpi er Umhverfis jörðina á hinn bóginn flottur flugmiði út í heim. Kristján Hrafn Guðmundsson teBolli að morgni Ég er ein af þeim sem kjósa að sniðganga síbyljuna á sjálfstæðu út- varpsstöðvunum. Á sunnudagsmorg- uninn hlustaði ég á Morgunvaktina á Rás 2 og rifjaði upp gamla tíma, tíma þegar aðrar útvarpsstöðvar náð- ust ekki austan Jökulsár á Fjöllum. Venjulega sér útvarpskonan Margrét Blöndal um þáttinn en að þessu sinni sat Ásrún Eva Albertsdóttir vaktina. Morgunvaktin er dæmigerður þáttur á Rás 2, heimilislegur og rólegur. Til- valinn til að dunda við eitthvað smá- legt á sunnudagsmorgni. Raula með tónlist sem allir þekkja og heyra við- töl við venjulegt fólk í hversdeginum. Þú veist að hverju þú gengur og þú veist á hverju þú átt ekki von, nefni- lega enskuslettum, píkupoppi og gaspri um stjörnurnar í Hollywood. Þátturinn fór þægilega af stað eins og hæfir sunnudagsmorgnum. Fyrst var spiluð tónlist úr öllum áttum og Ás- rún Eva talaði af yfirvegun. Hún hef- ur rödd sem allir hlustendur Rásar 2 kannast við, eins og brot frá liðinni tíð. Þegar leið á morguninn tók Ás- rún viðtöl við fólk úti um víðan völl, en þátturinn er duglegur að sinna því sem hæst ber á landsbyggðinni. Fyrir okkur sem kjósum rólegheit og heimilislega stemningu í morg- unsárið er þetta málið, ef þú sækist hins vegar eftir spennu og óvæntum atburðum er Rás 2 ekki þinn tebolli. Skiptu á FM957 og láttu okkur rúvara í friði, við viljum hafa það huggó. Lilja Guðmundsdóttir Útvarpsdómur umHVErfis jÖrðina rás 1 HHHHH Útvarpsdómur morgunVaKTin rás 2 HHHHH bíódómur WanTEd HHHHH lEiKsTjórn: Timur Bekmambetov aðalHluTVErK: james mcavoy, morgan freeman, angelina jolie Wanted „ Klisjan um nördið sem verður svakalega töff á stuttum tíma með utanaðkomandi aðstoð og kennir svo öllum svaka lexíu. En þegar allt annað er jafn vel smurt og hér, er erfitt að skynja það mjög illa. Enda eru skynfærin frá fyrstu mínútu fyllt af beinflísum og brenndu púðri. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.