Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 13
DV Fréttir mánudagur 30. júní 2008 13 Aukin umsvif TAlíbAnA fljúgandi furðuhlutur Kínverskt fyrirtæki hefur fundið upp fjarstýrðan og fljúgandi furðu- hlut. Hlutnum hefur nú þegar verið flogið með góðum árangri yfir borgina Haerbin í Heilong- jiang-sýslu. Tækið er forritað til þess að fylgjast með skógareldum og stjórna björgunaraðgerðum úr háhýsum. Þegar tækið er fullþróað má nota það til myndatöku úr lofti, við landfræðiathuganir og sem lýs- ingu í neyðarástandi. Hægt verður að kaupa fyrstu fljúgandi furðu- hlutina í september. mugabe sór embættiseið Robert Mugabe sór í gær emb- ættiseið sem forseti Simbabve til næstu fimm ára. Samkvæmt op- inberum tölum fékk Mugabe 85,5 prósent atkvæða í seinni umferð forsetakosninga, eftir að mótfram- bjóðandi hans hafði dregið fram- boð sitt til baka vegna ofsókna sem stjórnarliðar beittu stjórn- arandstæðinga. Morgan Tsvang- irai, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, var boðið til embættistöku Mugabe. Hann hafnaði boðinu og sagði athöfnina tilgangslausa. Rós í fangelsi Yfirvöld í Crawford County í Kan- ada segja frá því að fangi hafi flú- ið úr fangelsi þar en skilið rauða rós eftir. Luis Camacho-Mendoza náðist aftur daginn eftir að hann flýði úr fangelsi þar sem lögregla hafði upp á honum. Mendoza er frá Mexíkó en var hræddur um að hann yrði sendur úr landi. Þegar hann var spurður um það hvers vegna hann skildi rósina eftir inni í fangelsinu, svaraði hann: „Mér leið illa yfir því að flýja og blómið fannst mér fallegt.“ Í kjölfar stríðsins gegn hryðjuverkum hefur öfgamönnum vaxið ásmegin. Í suðurhluta Afganistans ríkir enn- þá stríðsástand og nú lítur út fyrir að ítök Talíbana muni teygja sig lengra inn í Pakistan. Höfuðborg norðvest- urhéraðs Pakistans, Peshawar, hefur til þessa verið laus við ógn Talíbana en nú virðist það vera að breytast. Seinustu daga hefur fólk orðið sífellt meira vart við vopnaða Talíbana sem hafa í hótunum og beita ofbeldi ef fólk hlýðir ekki. Benazir Bhutto hafði barist mik- ið gegn spillingu en hún var drepin í desember, tveimur mánuðum fyrir kosningar. Það olli mikilli ólgu í land- inu sem sér ekki fyrir endann á. Hreiðrað um sig Norðvesturhérað Pakistans, sem einnig gengur undir nafninu Afgania, liggur á landamærum Afganistans. Þessu svæði er stjórnað af ættbálkum Pastúna. Þar ríkja aldagömul lög ætt- bálkahöfðingja og hefur svæðið oft verið í brennidepli heimspressunnar vegna uppreisnarhópa sem eiga auð- velt með að fela sig þar. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi haldið því fram að einhvers staðar á þessu svæði feli Osama bin Laden sig, hvort það er rétt hefur aldrei komið í ljós. Hluti héraðsins, norður- og suð- urhluti Waziristan liggur með fram landamærum suðausturhluta Afgan- istans. Þar hafa Talíbanar mikil ítök og hafa þeir sett upp þjálfunarbúð- ir til þess að skipuleggja áframhald- andi árásir í Afganistan. Bandaríkja- menn og NATO hafa ekki viljað færa aðgerðir sínar yfir í annað land og eiga Talíbanar þess vegna auðveld- ara með að undirbúa og skipuleggja sig í þessu örugga hreiðri. Waziristan er afskekktasta svæði norðvesturhér- aðsins og er það ein aðalástæða þess að Talíbanar hafa náð að koma sér upp stöðvum þar. Óánægja með forseta Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, varaði við því fyrir tveimur árum að Talíbanar myndu láta til sín taka á svæðinu. Hann sagði mikla hættu vera á því, það yrði Pakistan að horfast í augu við. Pakistanski her- inn hefur alveg síðan þann 11. sept- ember reynt að handsama og lama starfsemi Talíbana í héraðanu en nú virðist sem ítök Talíbana og annarra herskárra hópa séu að aukast. Stjórnmál á svæðinu eru í algjörri flækju. Pervez Musharraf tók völdin með aðstoð hersins árið 1999 og hef- ur undanfarið spilað pólitík að skapi Bandaríkjanna. Stór hluti þjóðarinn- ar fyrirlítur hann hins vegar og hans stjórnarhætti. Hann hefur legið und- ir ámæli fyrir það að vera skósveinn Bandaríkjanna og að nota herinn gegn sínu eigin fólki. Uppreisnir hafa verið kvaddar niður með hervaldi og fólk er orðið langþreytt. Það gerir það að verkum að margir líta í kringum sig í leit að öðrum valkosti. Ástand- ið virðist vera að auka fylgi Talíbana í héraðinu. Í Pakistan eru í kringum tvær milljónir flóttamanna frá Afganistan. í Peshawar eru þeir langflestir. Sein- ustu ár hafa Afganar og Pakistanar sem búa í borginni prísað sig sæla yfir því að vera ekki hinum megin landamæranna þar sem stríðsástand og mikil óöld ríkir. Borgin hefur ver- ið undir stjórn pakistanskrar lögreglu og hers ólíkt ættbálkasvæðinu sem liggur rétt fyrir vestan. Seinustu daga og vikur hefur orðið breyting þar á. Áður fyrr fóru Talíbanar ekki til Peshawar nema ill nauðsyn krefði. Áhættan var of mikil og þeir áttu það á hættu að verða handsamaðir. Eft- ir að ný stjórn var kosin í héraðinu hafa samningar verið gerðir til þess að reyna að koma í veg fyrir vopn- aða baráttu á svæðinu. Það leiddi til þess að herinn dró sig út. Í dag þurfa Talíbanar ekki lengur að fela sig uppi í fjöllum, þeir vaða inn í borgina hve- nær dags sem er, keyrandi um á pall- bílum og vopnaðir Kalishnikov-riffl- um. Abdul Latif, 20 ára búðareigandi sem selur geisladiska og bíómynd- ir, sagðist hafa fengið heimsókn frá vopnuðum mönnum með sítt hár og alskegg. Þeir sögðu honum að slökkva á tónlistinni og hótuðu hon- um öllu illu ef hann hlýddi þeim ekki. „Ég bað lögregluna um hjálp en hún sagðist ekkert geta gert,“ sagði Abdul í viðtali við Guardian. Fólk orðið hrætt Þegar Afganar börðust við Sov- étríkin á árunum 1978–1989 voru þar aðalþjálfunarbúðir svokallaðra Mujaheedin-skæruliða sem börðust hatrammri baráttu gegn innrás Sov- étríkjanna. Margir þeirra voru Past- únar. Eins og frægt er orðið var bin Laden einn af Mujaheedin-skæru- liðunum og voru þeir þjálfaðir af bandarísku leyniþjónstunni CIA til þess að berjast gegn Sovétmönnum. Ættbálkar Pastúna á svæðinu hafa í gegnum aldirnar verið þekktir fyrir sjálfstæði sitt og það hversu harðir af sér þeir eru. Spennan sem hefur ríkt á svæðinu undanfarin ár hefur leitt til þess að sífellt fleiri höfðingjar við- urkenna Jihad eða heilagt stríð sem mögulega aðferð til að verjast áhrif- um að utan. Musharaff og ríkisstjórn hans hefur nú miklar áhyggjur af ástandinu sem gæti farið mjög versn- andi. Ef ættbálkahöfðingjarnir snúa baki við ríkisstjórn hans og ákveða að styðja við Talíbana og jafnvel berjast með þeim er voðinn vís. Mehmood Shah, fyrrverandi ætt- bálkahöfðingi á svæðinu, segir við Guardian að þetta sé dæmi um það að ríkisstjórnin hafi enga stjórn á ástandinu. Hann segir að fólk í Pes- hawar og víðar í Pakistan sé almennt orðið mjög hrætt. Fazl-ur-Rehman, formaður stjórnmálahreyfingarinn- ar Jamiat-e-ulema-e-Islam og með- limur í ráðandi ríkisstjórn, varaði þingið við því að innan mánaða gæti allt norðvesturhérað Pakistans verið komið úr höndum stjórnarinnar. Þá er óvíst hversu mikil áhrif Talíban- ar munu hafa á ástandið í brothættu landinu á næstu misserum. Tveir pallbílar keyrðu inn í borgina Pesha- war í Pakistan. Þeir spóluðu í burtu og tóku með sér 25 einstaklinga. Þetta er dæmi um það ástand sem hefur skapast í Pesha- war, höfuðborg norðvesturhéraðs landsins. Heimafólk er hrætt og framhaldið er óljóst. Það sem er að gerast í Pakistan í dag gæti verið upphafið að langri baráttu. JÓn bJarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Talíbanar komnir inn í Peshawar undanfarna daga og vikur hafa Talíbanar aukið umsvif sín í Peshawar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.