Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 25
Eldar Þórisson, Guerby og Metúsalem Þórisson eiga heiðurinn af því að hafa fært borgarbúum rótsterka kaffistemn- ingu frá Haítí. DV Flugan mánudagur 30. júní 2008 25 Af portkonum, plAstplötum kæri kobbi Ertu ekki til í að hressa aðeins upp á útlit Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu? Burt með þennan skandinavíska sótthreinsunarstíl og þetta ópersónulega umhverfi. Bókasöfn eiga að vera dulúðlegir og sjarmerandi staðir með þykkum, síðum flauelsgluggatjöldum, pers- neskum mottum á parketgólfum og djúpum sófum. Höfum stóra, úsaumaða púða í öllum hornum, trjáplöntur og starfrækjum Bóka- kaffi. Gætum haft bastkörfu á kaffihúsinu und- ir notaða reyfara sem gestir og gangandi láta frá sér og koma af staðendurvinnslulestri. Lág- vær klassísk tónlist má svo gjarnan flæða yfir húsakynnin en gæta þarf þess vandlega að ekki sé um lyftumúsík að ræða. Þú veist hvað ég meina. Lengri opnunartími Borgarbókasafnsins er líka nauðsynlegur til að bóhembókasafn- ið okkar borgarbúa í miðbæ Reykjavíkur fái sinnt öðrum aukahlutverkum, eins og að vera stefnumótastaður fólks í tilhugalífinu sem get- ur fengið sér espressó, lesið saman listaverka- bækur og malað og daðrað yfir bókakjölum. Þá leysum við stóra Ölstofumálið í leiðinni. P.S. Og kærar þakkir fyrir hreinsunarstarf- ið! Skítt með að óvart sé málað yfir nokkur ,,listaverk“ í leiðinni - hver sér svo sem mun- inn á listrænum tilburðum húseiganda (sem rembast við að skreyta húsveggi sína með per- sónulegu pári) og unglingakrassinu? besti ísinn í bænum fundinn Alltaf einhverjir tískuþrælar á ferli; býfluga spottaði búningahönnuðinn og myndlistar- manninn Þórunni Sveinsdóttur í skósíðri grárri slá fyrir utan búð Rauða krossins á Laugaveg- inum en hún opnaði sýningu fyrir stuttu í nýja sýningarsalnum Skaparinn í Miðstræti. Sláin - áhrif frá Hringadróttinssögu? Fréttablaðið var nýlega með ísbragðkönn- un þar sem nokkrir valinkunnir góðborgar- ar voru fengnir til þess að finna besta ísinn en smakksérfræðingunum yfirsást sá allra besti ... Býfluga hefur nefnilega dundað sér við sams- konar smökkunarstúss í sólinni undanfarið og að hennar mati slær enginn út ísinn í Gotta á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Og í kaup- bæti er svo hægt að næla sér þar í ókeypis bæk- ur sem nágrannarnir setja í körfu, að loknum lestri, svo öllum sé kleift að lesa í sólinni. Fjár- festi í lítra af ís, hitti fastakúnnana Alexand- er Jarl körfuboltasnilling og Óttar Gíslason menntaskólanema og var svo ljónheppin að finna Skipið eftir Stefán Mána í bókakörfunni. Býfluga gerðist portkona um helgina og skemmti sér drottning- arlega í markaðsportum miðborg- arinnar: Í hádeginu á laugardaginn stilltu hljómsveitirnar Hjaltalín og Sprengjuhöllin upp og spiluðu órafmagnað á kaffistofunni í Kola- portinu. Sérlega vel til fundið hús- næði til þess arna þar sem böndin voru að koma út á vínyl og Koló er ein helsta fjársjóðskista plastplötu- unnenda. Það var heimilisleg- ur tónn í bakgrunninum þar sem á veggjum kaffistofunnar héngu lummuleg landslagsmálverk. Þó- nokkur mannfjöldi var mættur og strákarnir árituðu plötur sínar; Tímarnir okkar og Sleepdrunk Sea- sons, hressir í bragði. Tónlistargagnrýnendurnir og kollegarnir Dr. Gunni og Arnar Thoroddsen fengu síðan afhentar fyrstu tvær plöturnar með viðhöfn og kunnu vel að meta. Eftir heim- ilislega tóna var svo toppurinn að gæða sér á marenstertubombunni sem klikkar aldrei. Ungir hönnuðir á uppleið lögðu undir sig portið hjá Organ í eftir- miðdaginn sama dag þegar fimm hönnuðir settu upp nýstárlega tískusýningu. Allir eru þeir óþekkt- ir, eða voru það alla vega á laug- ardaginn, en eina skilyrðið var að þeir hefðu búið til vörur sínar sjálf- ir. Litríki og andríki sveif yfir vötn- um og gestir létu snarpar vindhvið- urnar í portinu ekki aftra sér frá að halda út sjóið. Ein stúlkan sprang- aði um í víravirki miklu með nokkra prestakraga dinglandi um hálsinn. Býflugan HAHítí HeillAr kAffikonnessörA Raggi Bjarna og Bjöggi Halldórs voru á meðal frábærra flytjenda á tónleikum til styrktar aBC-hjálparstarfinu. alltaf hægt að stóla á stuðkarlana þá. Dr. Gunni og Arnar Thoroddsen fengu afhentar fyrstu tvær vínylplöturnar frá Sprengjuhöllinni og Hjaltalín í Kolaportinu. Litrík tískusýning fór fram í Organ-portinu á laugardaginn þar sem ungir hönnuðir létu gamminn geisa. Spurning hvort um er að ræða flík eða hreinlega skúlptúr. og prestAkrögum flugan fór víða um helgina: Doktorinn dáðist að vínylnum og hafði orð á hversu dásamlega hann ilmaði. Hinn frægi körfuboltamaður alexander jarl og Óttar gíslason menntskælingur fá sér reglulega uppáhaldsísinn í gotta. Þessi fagra snót sveif um portið í heilu blómahafi úr silki. Kaffihús ættað frá Haítí hefur verið opnað með ilmandi kaffibar að Tryggva- götu 16 en sá bar heitið: Vestur Indía Fé- lagið. Kaffibrennsluilmurinn hefur heill- að marga og fólk streymir nú að þessu minnsta kaffihúsi landsins til að fá sér götumál með alvöru sterku Haítí-kaffi eða baunir til þess að mala heima. Stór græn sólhlíf blaktir í vindinum frá höfn- inni yfir borði og nokkrum stólum og túr- istarnir reka upp stór augu þegar þeir sjá heitan kaffibar beint frá smábændum á Haítí hér á landi ísa. Tilvalið að fá sér kaffikikk þar eftir rúnt um hafnarsvæðið, hádegisverð hjá Sægreifanum eða þynn- kusnarl á taílensku matstofunni Krua Thai við hliðina. Eldar Þórisson malar og brennir úrvalskaffi daglega og bakar meira að segja íslenskar pönnukökur inn á milli uppáhellinga. Ítalir sem hér eru búsettir, sannkallaðir kaffikonnessör- ar, eru í skýjunum yfir þessari viðbót við kaffimenninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.