Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 30
mánudagur 30. júní 200830 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Tónleikarnir Náttúra sem haldnir voru í Laugardalnum um helgina fóru eflaust ekki fram- hjá neinum. Björk Guð- mundsdótt- ir steig síðust á svið á þess- um glæsilegu tónleikum við mikil fagnaðar- læti gesta. Á meðal tónleikagesta var meðal annars faðir Bjarkar, Guðmund- ur Gunnarsson, ásamt konu sinni, dóttur og barnabarni. Annars staðar í áhorfendahópn- um mátti hins vegar sjá móður Bjarkar með stórt skilti sér í hönd til að minna á náttúru- vernd en hún er þekkt fyrir bar- áttu sína í þágu náttúrunnar. Það má því segja að foreldrarnir hafi verið stoltir af stelpunni sinni enda ástæða til. n Það voru fleiri góðir gestir sem nutu veðurblíðunnar í Laugar- dalnum við góða tóna Bjarkar og Sigurrósar á laugardag- inn. Nátt- úruvernd- ar sinninn Ómar Ragn- arsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á viðburð- inn. Borgarstjórinn okkar Ólafur F. Magnússon spókaði sig um á meðal tónleikagesta sem og Steingrímur J. Sigfússon. Einn- ig mátti sjá mikið af tónlistarfólki á meðal gesta en þeirra á meðal voru gömlu meðlimir hljóm- sveitarinnar Sykurmolanna, Ragnhildur Gísladóttir ásamt sínum heittelskaða, Birki Krist- inssyni, og fleiri góðir. n Fréttamenn Vísis og Stöðv- ar 2 gerðu mikið úr því í gær að mikið af áldósum hefði fundist í áhorfenda- stæðum eftir tónleikana. Þetta þótti þeim kald- hæðnislegt í ljósi þess að tilgangur tónleikanna var einmitt að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál og mótmæla virkjunarframkvæmdum fyrir ál- ver. Sennilega hefði Andri Snær Magnason gert athugasemd- ir við þennan fréttaflutning því hann varði hluta bókar sinnar Draumalandsins undir umræðu um að mun umhverfisvænna væri að endurvinna ál en frum- vinna það - því þyrfti álnotkun ekki að vera jafn slæm og hún er í dag. Hver er maðurinn? „Andri Snær Magnason rithöfund- ur.“ Hvað drífur þig áfram? „Fólk, hugmyndir og aðrar bækur.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Að fá hluti á heilann og hafa mjög mikinn áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég einbeiti mér mikið að því og bý til þyngdarafl í kringum það. Svoleiðis einbeiting gerir það að verkum að maður getur skrifað bók.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? „Ég var aldrei almennilega viss, en vildi alls ekki vinna innivinnu. Ég man eftir því að ég var orðinn 18 ára þegar ég var enn harður á því.“ Helstu áhugamál? „Ég hef breytt öllum áhugmálunum í vinnu. Ætli það sé ekki bókfærsla núna, það er það eina sem ég geri í frístundum.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, því miður.“ Hvaða bók lastu síðast? „Það mundi vera Hrafnkels saga Freysgoða.“ Ef þú værir ekki rithöfundur hvað vær- ir þú þá? „Ég hafði áhuga á að læra myndlist, verkfræði, læknisfræði og flugum- ferðarstjórnun. Ég féll á persónu- leikaprófi fyrir flugumferðarstjórann svo það varð ekkert úr því.“ Ertu pólitískur? „Já, ég myndi segja það. Í skilningi þess orðs að ég sé tilbúinn að standa fyrir grundvallarmálum. Ég er ekki flokkspólitískur.“ Hvenær er von á næstu bók frá þér? „Það er alltaf erfitt að segja, núna er ég með fjórar bækur í pípunum.“ Ertu frægur? „Það eru allir frægir einhvern veg- inn. En það að vera frægur er sjálf- sagt að fleiri þekki þig en þú þekkir.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? „Ég ætla til Hannover, New York og á Melrakkasléttu. Að keyra þang- að jafnast á við það að keyra hring- inn. Svo ætla ég líka að nýta sumarið til að flytja og klára heimildarmynd upp úr Draumalandinu.“ Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi? „Já, það koma margir til greina. En Melrakkasléttan kemst ansi nálægt því.“ Var eitthvert sérstakt markmið með Náttúrutónleikunum í Laugardal? „Að vera fólki innblástur og hvetja það til að vera virkir skapendur, skapa framtíð landsins.“ Hvað er framundan hjá þér? „Heimildarmynd, sumarfrí, útgáfa Draumalandsins á ensku og einbeit- ing á næstu verk.“ Hver er draumurinn? „Var það ekki lífið sem ég þráði?“ MAÐUR DAGSINS Breytir áhuga- málum í vinnu Andri Snær Magnason var einn af aðstandendum náttúru- tónleikanna í Laugardal um helgina. á föstudaginn kom bók hans drauma- landið út á ensku og sjálfur leggur hann lokahönd á heimildarmynd um efni bókarinnar í sumar. auk þess er andri með ýmislegt nýtt í pípunum. BókStAfleGA „Ég held að ég hefði aldrei fyrir- gefið sjálf- um mér það ef ég hefði neit- að að fara til Barcelona. Þetta félag er ótrúlegt, og raun stærra heldur en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Það er ekki hægt að ná lengra í knattspyrnu en að spila með Barcelona.“ n Eiður Smári í viðtali í 24 stundum um helgina. „Ef ég á að vera hrein- skilinn þá býst ég ekki við að við finnum neinn. En það má alltaf reyna.“ n Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Q- bars, um hvort þeir finna dverg í myndatöku fyrir Studio 54-kvöldið. – dV „Svona hátíð er eitthvað sem maður verður bara að upplifa til að skilja „sjarmann“. Mað- ur finnur fyrir ákveðnu frelsi og áhyggjuleysi og nær að kúpla sig frá raun- veruleikanum, sem er ómetanlegt að geta gert endrum og eins.“ n unnur Birna um Hróarskelduhátíð- ina í 24 stundum. „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt.“ n anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir helgi fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. - Vísir „Þetta var svo skemmti- legur tími að mér fannst ég hreinlega vera á vernduðum vinnustað. Davíð var frábær yfir- maður og gaf sér alltaf tíma til að sýna bílstjóran- um sínum og ritara vin- áttu.“ n maría Bjarnadóttir, fyrrverandi einkaritari davíðs Oddssonar. - dV „Nú getum við farið að kalla West Ham Íslend- ingalið.“ n Lovísa árnadóttir í íþróttafréttum rúV á laugardag. „Það kom upp svona smá- kvíði rétt fyrir inn- kastið, ég var að fara á ská og svona. En þetta var bara fyndið. Ég fékk allavegana ekki dæmt á mig vitlaust inn- kast núna.“ n ásta árnadóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, um innkastið. - fotbolti.net Sveinn Dúa komst inn í tónlistarháskóla í Berlín og í Vínarborg: Ungur tenór á uppleið „Þetta er frábært, ég er alveg í skýjunum,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem komst ný- verið inn í Tónlistarháskólann í Vín og líka inn í Listaháskólann í Berl- ín. Sveinn útskrifaðist í vor með burtfararpróf frá Söngskóla Sig- urðar Demetz undir leiðsögn ten- órsins Gunnars Guðbjörnssonar. „Ég komst fyrst inn í skólann í Vín en ákvað samt að fara til Berlínar og prófa. Píanóleikari sem ég vann með í Berlín ráðlagði mér að fara frekar til Vínar, skólinn þar er mjög mikils metinn,“ segir Sveinn. Síð- asta vetur söng hann hlutverk Don Ferrando í uppfærslu nemendaóp- eru Íslensku óperunnar á Cosi fan tutte eftir Mozart. Hann hlaut mjög lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína. Bergþóra Jónsdóttir, gagnrýn- andi Morgunarblaðsins, sagði með- al annars í dómi sínum um upp- setinguna: „Sveinn Dúa býr yfir einstakri rödd, sem er svo hlý og un- aðsleg að maður gæti hugsað sér að hlusta á hana endalaust.“ Í haust mun hann halda áfram að syngja Mozart því honum hafa þeg- ar hlotnast tvö hlutverk í uppfærsl- um Tónlistarháskólans í Vín næsta vetur. „Ég er byrjaður að læra hlut- verk Basilio úr Brúðkaupi Fígarós og líka Don Ottavio úr Don Giovanni fyrir haustið. Núna er ég reyndar aðallega að læra hlutverk Lensky úr Eugene Onegin fyrir tónlistarhátíð sem verður á Dartington á Englandi í ágúst. Þetta er sumarskóli fyrir ungt tónlistarfólk, ég sendi inn upp- töku af mér og fékk hlutverkið.“ Það er því bjart framundan hjá þessum unga tenór: „Vín er æðisleg borg og tungumálið sömuleiðis, ég hlakka til að koma mér fyrir og hefj- ast handa,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.