Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 8
mánudagur 30. júní 20088 Fréttir DV Kuupik Kleist, þingmaður IA- flokksins í grænlensku heima- stjórninni, undrast að tveir hvíta- birnir skuli hafa verið skotnir í Skagafirði í þessum mánuði. Sjálf- ur var hann á Íslandi þegar frétt- ist af aflífun fyrri hvítabjarnar- ins. Hann tekur vel í hugmyndir um að Íslendingar flytji hvítabirni sem leggi leið sína hingað til lands til Grænlands. „Ég gat ómögulega séð nauðsyn þess að fella birnina á Íslandi. Íslendingar þyrftu að vera búnir undir það að fleiri birn- ir komi til landsins í tengslum við flutninga stofnsins vegna hlýnunar loftslags,“ segir Kleist. Strangar reglur eru í gildi á Grænlandi um hvort fella skuli hvítabirni. Ólöglegt er að fella hvítabirni nema að hafa til þess tilskilin leyfi og kvóta. Ef birnirn- ir eru taldir ógna fólki er leyfilegt að fella þá í sjálfsvörn. „Ef sést til hvítabjarnar í nágrenni við manna- byggðir er óskað aðstoðar veiði- manns sem getur fellt björninn ef veruleg ógn stafar af honum,“ segir Kleist. 135 veiddir á þessu ári Á Grænlandi er sérstakt kvóta- kerfi í gildi yfir veiðar á hvítabjörn- um, sem sagt er að eigi að tryggja sjálfbærni stofnsins. Hverri og einni héraðsstjórn á Grænlandi er veittur kvóti sem þær svo úthluta til veiðimanna. Héraðsstjórnirnar hafa auk þess eftirlit með veiðun- um. Á þessu ári hafa verið veitt leyfi fyrir veiðum 135 hvíta- bjarna, samkvæmt upplýsingum frá grænlenska sjávarútvegs- og veiðimálaráðuneytinu. Dregið hefur verulega úr úthlutun kvóta á síðustu árum, einkum vegna taln- ingar á stofni hvítabjarnanna sem bendir til að þeim hafi fækkað vegna ört bráðnandi heimskaut- síss. Talið er að um 7.500 birnir séu á og við norðurhluta Græn- lands. Sportveiðar eru bannað- ar, en ýmsar vangaveltur hafa þó verið uppi um breytingar á þeim reglum. Þrátt fyrir að stjórnvöld leyfi ekki sportveiðar opinberlega, kann raunveruleikinn að vera annar ef marka má fréttir breska blaðsins Independent og fleiri fjölmiðla. Þann 9. septemb- er í fyrra sagði Independent frá tíu fyrirtækjum sem byðu upp á veiðiferðir til Grænlands. Þar gæf- ist fólki tækifæri til að komast í tæri við hvítabirni, láta veiða þá og stoppa upp. Ferðirnar kostuðu í kringum fimm milljónir króna. Deyfður og fluttur Til stóð að deyfa seinni hvíta- björninn sem gekk á land í Skaga- firði og flytja hann til Grænlands. Var sérfræðingur frá dýragarðin- um í Kaupmannahöfn fenginn til landsins til þess að deyfa björninn á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sér- fræðingurinn komst aldrei nægi- lega nálægt birninum til að skjóta deyfilyfjum í hann. Þegar dýrið tók svo á rás í átt til sjávar var ákveð- ið að fella það. Kleist segir aftur á móti að svo virðist sem sú ákvörð- un hafi verið ónauðsynleg. Hann segir að Grænlendingar yrðu þakk- látir ef birnir sem koma til Íslands í framtíðinni yrðu fluttir til Græn- lands. Í þessu sambandi vakna upp ýmsar spurningar eins og hvort birnirnir komi yfir höfuð frá Græn- landi. Þrátt fyrir að þeir komi að öllum líkindum þaðan vegna ná- lægðar grænlenska hafíssins við Ísland, getur reynst erfitt að færa sönnur á það. Þá má velta því fyr- ir sér hvort og hvernig verði tekið tillit til reglugerða um smitsjúk- dómahættu í dýrum og flutning þeirra milli landa. Við krufningu fyrri bjarnarins kom í ljós að hann hafði skæða sníkla innvortis, nefni- lega tríkínur. Þær fjölga sér í lík- ama spendýra, taka sér bólfestu í vöðvum og skerða hreyfigetu smit- aðra dýra. Sníkillinn er algengur í hvítabjörnum. Enn er óljóst hvern- ig tekið verður á þessum atriðum. Skiljanleg viðbrögð Finn Karlsen, sjávarútvegs- og veiðimálaráðherra heimastjórnar- innar á Grænlandi, segir fulltrúa umhverfisráðuneytisins á Íslandi hafa reynt að setja sig í samband við grænlensk stjórnvöld eftir að sást til seinni bjarnarins. Aftur á móti náðist ekki samband við ráð- herrann í tæka tíð áður en björninn var aflífaður. „Viðbrögð íslenskra stjórnvalda eru skiljanleg. Sjálf höf- um við átt í nokkrum vandræðum með hvítabirni undanfarin ár sem hafa komið nærri mannabyggðum. Við höfum ákveðnar reglugerðir sem kveða á um hvað beri að gera í þessum tilfellum. Ef mannfólki stafar ógn af hvítabjörnunum leyf- um við yfirleitt að þeir séu skotnir,“ segir Karlsen. Aðspurður hvað honum finnist um þær aðgerðir að flytja birni frá Íslandi til Grænlands segir hann nauðsynlegt að skoða hvert og eitt tilfelli fyrir sig. Ómögulegt sé að veita alhliða leyfi fyrir flutningun- um. Starfshópur skoðar viðbrögð Þórunn Sveinbjarnardótt- ir umhverfisráðherra hefur skip- að starfshóp sem útbúa skal áætl- un sem segi til um aðgerðir gangi hvítabirnir hér á land. Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, verður formað- ur hópsins. Fyrirhugað er að hóp- urinn skili tillögum til umhverfis- ráðuneytisins fyrir 1. september. Birnir í þyrluferð Íbúar norðanverðs Kanada eru vel kunnugir því að fá heimsókn frá hvítabjörnum. Í norðanverðu Kanada er sambærilegt kerfi í gildi og á Grænlandi þar sem veiðikvóti er gefinn út. Í Nunavut eru veiðar á 38 björnum heimilaðar á þessu ári við og í Hudsonflóa einum saman. Nunavut er stærsta fylki Kanada, liggur næst Grænlandi og sam- anstendur af fjölda eyja. Talið er að um 15 þúsund hvítabirnir lifi í eða í næsta nágrenni við Kanada. Þrátt fyrir þetta er allt kapp lagt á að grípa til annarra aðgerða en að skjóta birnina þar sem þeir ganga á land. Á Nýfundnalandi hafa íbú- ar fengist við að svæfa birnina og flytja þá aftur til ísbreiðnanna. Út- vegaðar eru þyrlur til verkefnanna sem flytja birnina aftur til heim- kynna sinna í netum eða búrum. Þessar aðgerðir Kanadamanna hafa gengið vel fyrir sig, en eru kostnaðarsamar eins og gefur að skilja. Þar er fengist við að lokka birnina á örugg og opin svæði áður en þeir eru svæfðir og þeim komið fyrir í neti eða öðru sem fest er við róBert hlynur BalDurSSon blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is Hve fa di Heimkynni Því er spáð að norðurheimskautið verði íslaust að mestu yfir sumartímann innan fimm til tíu ára og má reikna með að hvítabirnir leiti í auknum mæli út fyrir heimkynni sín. Mismunandi er hvernig nyrstu þjóðir jarðar bregðast við komum ísbjarna. Á Grænlandi eru birnirnir veiddir eftir sérstöku kvótakerfi. Á Nýfundnalandi eru þeir svæfðir og fluttir með þyrlum aftur norður á bóginn. tvíræðni í stefnu Bandaríkjamenn áttu frumkvæðið að því að hvítabirnir voru settir á lista yfir dýr í útrýmingar- hættu. Stjórnvöld veittu olíuleitarfyrir- tækjum í alaska undanþágu frá dýraverndunarlögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.