Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir mánudagur 30. júní 2008 9 þyrlurnar. Kostnaður við hverja björgunaraðgerð getur hlaup- ið á hundruðum þúsunda króna. Hundruð hvítabjarna hafa ver- ið flutt aftur til ísbreiðnanna með þessum hætti. Reyna að fæla birnina Blaðamaður hafði samband við Erik Nygaard, yfirlögreglustjóra á Svalbarða, en þar á bæ er vel þekkt að hvítabirnir komi nær byggðu bóli en telst ákjósanlegt. Nygaard sagði að þeir gerðu sitt ítrasta til að fæla birnina frá mannabyggð, sem tækist í flestum tilvikum. Ef tilraunir þeirra bæru ekki árang- ur og viðkomandi björn þrjóskað- ist við að hverfa á braut, þá væri björninn aflífaður. Það væri aftur á móti algjört örþrifaráð og Nygaard þekkti ekki til nema örfárra tilfella þar sem slíkt hafði gerst. Ákvörðun um slíkt yrði tekin af landstjóran- um á Svalbarða. Terje Bø, hjá Norsku náttúru- verndarskrifstofunni, segir að ef svo ólíklega vildi til að hvítabjörn gengi þar á land yrðu lyktir þess sennilega á sömu nótum og urðu hér á landi vegna ísbjarnanna sem gengu á land í Skagafirði. Bø sagði að sjálfsögðu yrði aflífun hvíta- bjarna háð leyfi hins opinbera. Hungraðir hvítabirnir Um 600 komur hvítabjarna hafa verið skráðar á Íslandi frá landnámi. Þetta má útleggja sem um fimmtíu til sextíu hvítabirni á hverri öld. Síðustu þrjátíu árin hafa sextán hvítabirnir verið skráðir. Í þriðjungi þeirra tilfella komu tveir bjarnanna með skömmu millibili. Þrátt fyrir þennan fjölda hafði ekki sést til hvítabjarnar við Íslands- strendur frá árinu 1993, áður en birnirnir tveir gengu um Skaga- fjörð fyrri hluta þessa mánaðar. Þá hafði björn ekki gengið á land frá árinu 1988, þegar hann sást í Fljótum í Skagafirði. Sá var felld- ur líkt og birnirnir tveir sem komu nú. Við krufningu beggja bjarn- anna kom í ljós að þeir höfðu báð- ir búið við nokkurn fæðuskort áður en þeir lögðu af stað til Ís- lands. Í fyrri birninum, sem var karldýr, fundust einungis plöntu- leifar. Slíkt leggja hvítabirnir sér einungis til munns í ítrustu neyð. Lítið fannst í maga seinni bjarnar- ins og var hann orðinn afar horað- ur þegar hann var loks aflífaður. Birnirnir leita oft og tíðum út fyrir heimkynni sín vegna langvarandi skorts á fæðu, sem er náttúrulegt eðli meðal dýra. Talið er að um 25 þúsund dýr séu eftir af stofni hvítabjarnarins á norðurhveli jarðar. Voru birnirnir settir á lista yfir dýr í útrýmingar- hættu í síðasta mánuði, að frum- kvæði Bandaríkjamanna. Þetta segir þó ekki endilega fyrir um að birnirnir séu friðaðir, heldur hefur hvert og eitt land sínar eigin regl- ur hvað þetta varðar. Í dýravernd- unarlögum frá árinu 1994 segir að hvítabirnir séu friðaðir á landi, hafís og á sundi. Umhverfisstofn- un er heimilt að láta fanga björn- inn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum, en fella má björninn ef fólki eða bú- fénaði er talin stafa hætta af. Í öðr- um löndum, eins og Grænlandi og í Kanada, eru veiðar á hvítabjörn- um leyfðar, en bundnar kvótum. Nýlega spáði Bandaríska snjó- og ísrannsóknarstofnun- in (NSIDC) því að norðurheim- skautið yrði íslaust að mestu yfir sumartímann innan fimm til tíu ára. Var sú ályktun dregin af því að jörðin hafði hlýnað mun hrað- ar en gert var ráð fyrir í fyrri spám. Fyrrasumar var það heitasta sem mælst hefur og er gert ráð fyrir að sumarið nú verði á svipuðu róli, ef ekki hlýrra. Samkvæmt þessum spám hverfa heimkynni bjarn- anna hratt og má áætla að flakk þeirra færist í aukana samhliða þessari þróun. Má skjóta vegna olíuleitar Um miðjan þennan mánuð veittu stjórnvöld í Bandaríkjunum sjö fyrirtækjum í olíuleit í og við Chukchi-sjóinn í Alaska friðhelgi gegn lögum um dýravernd ef ske kynni að hvítabirnir yrðu skotnir. Það mætti þó einungis vera í litl- um mæli. Mánuðinn áður höfðu Bandaríkjamenn átt frumkvæði að því að birnirnir voru settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Talið er að um tvö þúsund birnir hafist við á svæðinu í Alaska. Dale Hall, talsmaður Fiski- og veiðistofnunar Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttastofu Fox skömmu eftir að ákvörðunin lá fyr- ir að hvítabjörnunum stafaði ekki hætta af olíuleitinni. Hin raun- verulega hætta væri af hlýnun jarð- ar sem væri að bræða heimskauts- ísinn og heimkynni ísbjarnanna. Í staðinn fyrir friðhelgina verð- ur starfsmönnum olíufyrirtækj- anna meðal annars gert að fara á námskeið í vistfræði norðurheim- skautsins. Umhverfisverndarsam- tök hafa gagnrýnt þessa tvíræðni í stefnu bandarískra stjórnvalda. Hverfandi Heimky i ÞRiggja áRa áætlun uM ísbjaRnaveiðaR á gRænlandi Fjöldi veiddra 2007 2008 2009 Kane Bassin 10 8 6 Baffinflói 73 71 68 davis Strait (Vestur-grænland) 2 2 2 austur-grænland 54 54 54 Heildarfjöldi 139 135 130 Miðað við upplýsingar frá landbúnaðar- og veiðimálaráðuneyti Grænlands. Ólöglegt er að skjóta húna eða birnu í fylgd með húnum. Þarf að skoða hvert tilfelli Finn Karlsen segir ómögulegt að veita ahliða leyfi fyrir flutningi hvítabjarna frá íslandi til grænlands. Skoða þurfi hvert tilfelli fyrir sig. Flytja og veiða Kanadamenn veiða hvítabirni eftir útgefnum kvótum, en svæfa þá einnig og flytja þá norður á bóginn með þyrlum. dregið úr veiðum grænlendingar hafa árum saman veitt hvítabirni, en hafa dregið úr veiðunum samhliða svörtum spám um fækkun í stofnin- um. Stjórnvöld hafa veitt leyfi fyrir því að 135 birnir verði skotnir á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.