Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Síða 4
Þorvaldur Gylfason hagfræð- ingur og Anna Karitas Bjarnadótt- ir unnu á föstudag dómsmál sitt sem þau höfðuðu gegn 101 Skugga- hverfi vegna skemmda á íbúð sem þau keyptu. Þetta var þó aðeins sig- ur að hluta. Þeim voru dæmdar rúm- ar fjórar milljónir króna í bætur en höfðu farið fram á tólf og hálfa milljón í bætur auk tæpra þriggja milljóna í matskostnað. Anna Karitas og Þor- valdur keyptu íbúð í Skuggahverfi fyrir 57 millj- ónir króna. Afhending íbúðarinnar tafðist vegna þess að veggir, gluggar, hurðaop og loft voru skökk. Þetta var lagfært af hálfu 101 Skuggahverfis. Eftir að Anna og Þorvaldur gátu loks flutt inn urðu þau þess áskynja að ýmsir gallar voru á íbúðinni. Þannig hafi parket skemmst vegna þess hvern- ig hitaleiðslur voru lagðar í gólf og rúður hafi verið skemmdar. Loks hafi hljóðeinangrun milli íbúða ekki verið nógu góð og ekki í takt við nútímakröfur. Héraðsdómur sýknaði 101 Skugga- hverfi af stefnu vegna skemmda á parketi þar sem Anna og Þorvald- ur höfðu valið sér gólfefnið sjálf og ráðið sjálf verktaka. Rúður urðu fyr- ir skemmdum vegna logsuðu er ver- ið var að setja upp rennibraut fyrir gluggakörfu utan á húsið og höfðu neistarnir brætt sig inn í rúðurnar og komu fram ryðdeplar. Stærstur hluti dæmdra bótagreiðslna 101 Skugga- hverfis er vegna þessara skemmda á rúðum, 3,7 milljónir króna. Mestur hluti þess sem upp á vantar er vegna þess að hljóðeinangrun var ekki nægilega góð í þessari íbúð sem seld var og markaðssett sem lúxusíbúð. Þorvaldur Gylfason vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður ræddi við hann eftir dómsuppsögu á föstudag. Sigurður Helgi Guðjóns- son, formaður Húseigendafélagsins, segir dóminn eins og við mátti bú- ast. Hann segir að íbúð Þorvaldar og Önnu sé ekki sú eina sem hafi galla, íbúar í fleiri íbúðum stríði við sama vandamál. olivalur@dv.is mánudagur 30. júní 20084 Fréttir DV „Það var óhugnanlegt að horfa á túr- istana taka myndir af átökunum,“ segir Björg Finnsdóttir, sem varð vitni að heldur ónotalegu atviki í miðborg Reykjavíkur síðdegis á fimmtudag- inn. Þá sá hún frægasta útigangs- mann Íslands, Lalla Johns, sprauta vatni úr garðslöngu yfir dauðadrukk- inn og fatlaðan drykkjufélaga sinn á Fógetatorginu. Tveir ferðamenn komu að átökunum og tóku mynd- ir af Lalla níðast á drukknum félaga sínum. Sjálfri blöskrar Björgu fram- ganga Lalla en maðurinn gat sér enga björg veitt þar sem hann gat ekki haldið sér uppi á hækjunum sínum. Gagnrýndi áfengisdrykkju Það var síðdegis á fimmtudag- inn síðasta sem Björg var í vinnunni á fjórðu hæð Landssímahússins en þaðan hefur starfsfólk gott útsýni yfir Fógetagarðinn. Þar sáu þau Lalla Johns ásamt nokkrum útigangs- mönnum en meðal þeirra var fatl- aður félagi Lalla sem studdi sig við hækju. Eitthvað virðist hafa kastast í kekki þeirra á milli því Björg segir Lalla hafa nefnt hann ýmsum illum nöfnun og lýsir því svo: „Hann svívirti hann á alla kanta.“ Aðspurð segir Björg tilurð rifrild- isins þeirra á milli hafa verið þá að Lalla þótti sá fatlaði of drukkinn og hjó í hann af þeim sökum. Sprautaði yfir félagann Þegar svívirðingar Lalla höfðu dunið í nokkurn tíma á félaganum þá reisti hann sig upp en féll sjálfur niður til jarðar þar sem hann var of drukkinn og þurfti að auki að styðja sig við hækjur. „Þá gerði Lalli sér lítið fyrir og sprautaði vatni úr slöngu sem var tiltæk á staðnum yfir sinn drukkna og fatlaða félaga,“ segir Björg sem þótti framganga Lalla grimmileg. Slönguna tók Lalli ófrjálsri hendi úr blómabeði við Fógetagarðinn. Slangan var upprunalega hugsuð til að vökva blómin - ekki menn. Á sama tíma sat annað útigangsfólk á bekkjum við garðinn og hélt áfram drykkju sinni. Myndefni túristanna „Þarna áttu síðan túristar leið hjá og virtust hafa gaman af,“ seg- ir Björg en ferðamennirnir sáu þarna kyndugt myndefni og drógu upp myndavélina. Síðan tóku þeir myndir af óförum Lalla og fatlaða vinarins. „Þetta voru ferðamenn á miðjum aldri,“ segir Björg en sagð- ist ekki geta giskað á nákvæman aldur. Giskaði á að þeir væru hugs- anlega á milli fertugs og fimm- tugs og svo gætu þeir líka verið á sextugsaldrinum. Sjálf segir Björg það sorglegt að fólk skuli fara síð- an til heimalands síns frá hinu fal- lega Íslandi með mynd af Lalla að sprauta úr garðslöngu á fatlaðan vin sinn. LallI handtekinn Einhverjum blöskraði ástandið því lögreglumenn komu stuttu síðar á staðinn, þeir hirtu Lalla og komu manninum þar með til bjargar. „Mér finnst það heldur ógeðfellt þegar menn ráðast svona á aðra sem eiga við erfiðleika að stríða,“ segir Björg sem hefur umfram allt samúð með útigangsmönnunum. Hún segir úr- ræðin vanta og það sé sorglegt þeg- ar slagsmál útigangsmanna verða myndefni fyrir ferðamenn. Sjálf segir hún sjaldan eitthvert ónæði frá rón- unum sem halda sig í Fógetagarðin- um. Örsjaldan betla þeir, stundum bjóða þeir góðan daginn eins og vina- legir samborgarar þrátt fyrir harða lífsbaráttu á götum borgarinnar. Frægasti útigangsmaður Íslands, Lalli Johns, níddist á fötluðum vini sínum að sögn sjónarvotta. Á meðan hann sprautaði vatni úr garðslöngu á fatlaðan félaga sinn sem lá óvígur vegna drykkju tóku ferðamenn myndir af öllum herlegheitunum. Björg Finnsdóttir segir að sér hafi blöskrað framganga Lalla. túristar fylgdust með illvirki lalla vaLur GrettISSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Hann svívirti hann á alla kanta.“ Lalli Johns bregður á leik Hinn víðfrægi og alræmdi Lalli johns var myndefni ferðamanna þegar hann níddist á fötluðum félaga sínum með garðslöngu. Þorvaldur Gylfason og anna Karitas Bjarnadóttir stefndu 101 Skuggahverfi: dæmdar fjórar milljónir í bætur Skemmdir í Skuggahverfi mikið hefur verið kvartað undan skemmdum í lúxusíbúðum í Skuggahverfi. nú er fallinn dómur um skaðabætur. Þorvaldur Gylfason Þorvaldur og frú fengu um þriðjung þeirra bóta sem þau kröfðust. Tugir manna í myrkrinu „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel. Hér hafa verið um tuttugu til fjörutíu manns í mat á hverjum degi,“ segir Berg- vin Oddsson hjá Ungblind, ungmenna- deild Blindra- félags Íslands. Hann er einn af fimm blindum og sjónskert- um ungmennum sem þjóna til borðs á myrkvuðu kaffihúsi í sumar. Kaffihúsið var opnað í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð á þjóðhátíðardaginn og verður opið til 20. júlí. Hægt er að gæða sér á kaffi, bakkelsi, súpu og létt- um sérréttum á kaffihúsinu. Allt er þar með hefðbundnum hætti, nema hvað að enginn sér nokk- urn skapaðan hlut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.