Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 20
mánudagur 30. júní 200820 Sport DV Redknapp vill WRight-phillips „Hann myndi slá í gegn hérna. Stuðningsmennirnir myndu elska hann,“ var haft eftir Harry redknapp, knattspyrnustjóra Portsmouth, í breskum blöðum um helgina og var bikarmeistarinn að tala um vængmanninn knáa hjá Chelsea, Shaun Wright-Phillips. redknapp er að setja saman verslunarlista fyrir sumarið til að bólstra hópinn sinn fyrir átökin næsta tímabil. Bikarmeistarar Portsmouth ætla sér stóra hluti í Evrópukeppninni og þeir vita hvað þarf til þess. „Hann er eimitt sá leikmaður sem ég vil hafa undir minni stjórn. Eina vandamálið er hvort við höfum efni á laununum hans,“ segir redknapp. MOLAR gaRðaR með tvö garðar gunnlaugsson var á skot- skónum fyrir lið sitt norrköping um helgina. garðar, sem ekki hefur fengið mikið að spila, skoraði tvö af þremur mörk- um liðsins í 3-0 bikarsigri á Karlsund og er norrköping því komið í 8 liða úr- slit bikarkeppn- innar. garðar lék allan leikinn og sama gerði liðsfélagi hans, gunnar Þór gunnarsson. Svíþjóðarmeistarar IFK gautaborg komust einnig áfram í 8 liða úrslitin með 1-0 sigri á Ljungskile. Landsliðsmennirnir Ragnar sigurðs- son og Hjálmar jónsson léku báðir all- an tímann í vörn gautaborgar. BRynjaR BjaRgaði víkingi aftuR Brynjar Orri Bjarnason skoraði sig- urmark Víkings gegn Stjörnunni í 1. deildinni um helgina. mark hans kom á 85. mínútu leiksins og tryggði Víkingi mikilvæg stig í baráttunni en liðið hefur byrjað mótið afleitlega. Það sem meira er þá skoraði Brynjar einnig sigurmarkið í síðasta leik en í bæði skiptin hefur hann komið inn á sem varamaður fyrir gunnar kristjánsson. Síðast skoraði Brynjar gegn Þór á 86. mínútu en bæði mörkin hafa komið með skoti úr teignum eftir að boltinn hafði verið skallaður fyrir fætur hans eftir hornspyrnu. noRski aftuR af stað veigar páll gunnarsson og félagar í toppliði Stabæk töpuðu fyrsta leik sínum eftir hléið í norsku deildinni um helgina. Stabæk tapaði fyrir Tromsö, 4- 2, á heimavelli og lagði Veigar Páll upp bæði mörk sinna manna. Stabæk er sem fyrr á toppi deildinnar með 24 stig en Fredrikstad er í því öðru með 19 stig en á leik til góða í dag gegn Vålerenga. Ólafur Örn Bjarnason var í byrjunar- liði noregsmeistara Brann sem gerðu markalaust jafntefli við botnlið Ham- Kam. Brann er sem fyrr í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. kiel RæðuR þjálfaRa á moRgun uwe Schwenker, stjóri þýska hand- knattleiksliðsins Kiel, staðfesti í gær að hann hefði heyrt í alfreð gíslasyni varð- andi þjálfun liðsins. Kiel mun ráða nýjan stjóra á morg- un ef marka má orð Schwen- kers. alfreð hefur verið talinn líklegastur eftir að hinn sigursæli noka Serdarusic yfirgaf félagið óvænt í vikunni en hann hefur stýrt Kiel til 11 meistaratitla í Þýskalandi á 15 árum. kaRfan.is Biðst afsökunaR Vefsíðan Karfan.is sem flytur fréttir af innlendum sem og erlendum körfu- bolta varð fyrir því leiðindaatviki að brotist var inn á síðuna þeirra. Sá er gerði það skrifaði þar ljóta frétt um Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfara Fsu, og hans lið. jón Björn Ólafsson, ritstjóri síðunnar, skrifar undir afsökuarbeiðni til Brynjars og félagsins sem birtist á síðunni um helgina. Karfan.is fékk heiðursverðlaun KSí á lokahófi körfu- knattleiksfólks fyrir góða umfjöllun um Iceland Express-deild karla og kvenna ásamt neðri deildum íslandsmótsins. ince dReymiR um inteR Paul Ince, sem fyrir stuttu var ráðinn knattspyrnustjóri Blackburn, lét ekki viku líða áður en hann fór að spá í næsta starf. aðspurður um framtíðina í útvarpsviðtali og hvort einhvern tíma kæmi til greina að þjálfa enska landsliðið sagði Ince: „Ég er mikill þjóðernissinni og ég elskaði að spila fyrir England. Það eru samt margir á undan mér í röðinni að fá það starf. Ef ég ætti að nefna eitthvert eitt draumastarf væri það að stýra Inter.“ Ince ítrekaði þó að hann einbeitti sér algjörlega að Blackburn þessa dag- ana og væri að vinna í því að halda stærstu stjörnum liðsins. Ince er fyrsti þeldökki Englendingurinn til að taka við stjórastarfi á Englandi. Fylkir er úr leik í getraunakeppni Evrópu, Intertoto, eftir tap á Laugardalsvelli í gær gegn lettneska liðinu FK Riga. Fylkir vann fyrri leikinn ytra, 2-1, en tapaði í gær, 2-0, og því samanlagt 3-2. Þulur lettneska þjálfarans sá að mestu um svörin þegar blaðamenn ræddu við þjálfarann eftir leik. FYLKIR ÚR LEIK „Við erum betra liðið,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, við DV eftir tapleik sinna manna gegn Riga í gærdag, 2-0. Með tapinu er Fylkir úr leik í getraunakeppni Evrópu, Inter- toto, eftir að hafa náð frábærum úrslit- um á útivelli. Riga-menn komu virki- lega ákveðnir til leiks og léku undan strekkingsvindi á fallegum Laugar- dalsvellinum í gær. Þeir uppskáru svo mark strax á 7. mínútu þegar þrumu- fleygur Mindaugas Kalonas hafnaði í netinu en Fjalar Þorgeirsson var hárs- breidd frá því að verja skotið. Riga sótti mun meira undan vind- inum og hafði Fylkisvörnin nóg að gera. Fylkir varð þó fyrir áfalli undir lok fyrri hálfleiks þegar Kristján Valdi- marsson steinrotaðist í samstuði við Fjalar í markinu og var hann sendur rakleiðis upp á sjúkrahús. Það fór ekki á milli mála að eitthvað væri að því samherjar hans öskruðu strax á börur og skiptingu. Lettarnir voru heppnir að lenda ekki manni undir í fyrri hálf- leik þegar Grigory Chirkin, leikmaður þeirra, augljóslega hrinti Þóri Hann- essyni að ástæðulausu í jörðina en enginn í dómarakvartett leiksins sá nokkurn skapaðan hlut. sókn eða vörn? Staðan 1-0 dugði Fylkismönnum áfram með marki á útivelli og var eins og leikmenn vissu ekki alveg hvort þeir ættu að sækja eða verjast. Riga tók miklar áhættur í sóknarleik sínum og myndaðist mikið af auðum svæð- um bak við vörn þess sem Fylkir nýtti ekki nægilega vel. „Við fengum sókn- arfæri sem við einfaldlega nýttum ekki,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis við DV, hnípinn eftir leik. „Það þýddi ekkert bara að halda endalaust, við urðum að fara fram líka og nýta svæði sem mynduðust en við gerðum of lítið af því.“ Það voru Lettarnir sem fengu fær- in en á átta mínútna kafla fékk Mi- hailis Miholaps leikmaður þeirra tvö dauðafæri. Skalla og skot af mark- teig gjörsamlega dauðafrír en í bæði skiptin lyfti hann knettinum yfir markið. Gestunum tókst svo loks að setja markið sem þeir þurftu þegar varn- armistök Fylkis lögðu upp gullið færi fyrir Kalonas sem skoraði sitt annað mark í leiknum. „Við hefðum getað sett mark á þá í byrjun og það hefði breytt málunum mikið fyrir okkur. Í staðinn fáum við mark í andlitið en bæði mörkin koma eftir mistök,“ sagði Leifur svekktur við DV eftir leik en hann vildi fá vítaspyrnu undir lok- in og skeggræddi það mikið við dóm- arann eftir leik. þulurinn sá um svörin Það kom upp í huga blaðamanns fornfrægt atriði úr Áramótaskaupinu 1985 þegar þjálfari Riga kom til við- tals með þul. Hver man ekki eftir hinu magnaða atriði þegar Örn Árnason var rússneskur kvikmyndaleikstjóri sem hafði gert myndina „Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka“ og sagðist hafa gert hana á einhverju fylliríi. Þulurinn, leikinn af Karli Ág- ústi Úlfssyni, tók þá völdin og sama var upp á teningnum með þul þjálf- ara Riga í gærdag. Þjálfarinn var fyrst spurður hvern- ig hann hefði lagt upp leikinn, hvort pressa hefði átt frá fyrstu mínútu eða hvað? Þulurinn sá þá sjálfur um að svara „Þú sérð hvernig við lögð- um þetta upp. Við þurftum að vinna 2-0 eða 3-1,“ sagði hann kampakát- ur. Hann skynjaði þó gremju blaða- manns og fór að beina spurningum sínum að þjálfaranum. „Úti var leik- urinn eins. Við spiluðum sóknarbolta en nýttum ekki færin. Í dag gerðum við það og við erum betra liðið,“ sagði þjálfarinn, ekki þulurinn. tÓmas þÓR þÓRðaRson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is gleði og sorg jóhann Þórhallsson skokkar burt svekktur meðan riga fagnar úrslitamarkinu atli viðar afgreiddi Fram í Krikanum: FH RÍGHELDUR Í TOPPSÆTIÐ FH verður á toppnum í Lands- bankadeildinni sama hvernig leik- ar fara í deildinni í kvöld, þökk sé 2- 1 sigri þess á Fram í gær. Atli Viðar Björnsson skoraði sigurmarkið und- ir lokin í fínasta fótboltaleik. Framarar voru að vanda erfið- ir aftast og áttu heimamenn í FH í miklum vandræðum með að opna vörn Safamýrarpilta. Það sem Fram- vörnin náði ekki að stöðva gerði Hannes Þór Halldórsson af mikl- um sóma í markinu en hann heldur áfram að sýna hvers megnugur hann er og var að öðrum ólöstuðum besti maður Fram í gær. Hannes kom þó engum vörnum við þegar þegar varamaðurinn Arn- ar Gunnlaugsson skoraði með nán- ast sinni fyrstu snertingu í leiknum. Arnar skoraði gullfallegt mark úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði hver annar en Auð- un Helgason með skalla- marki og leidist ekkert að setja á gömlu félagana. En Arnar átti eftir að reiða fram bana- bita Framara þeg- ar hann lagði upp sigurmarkið fyrir Atla Við- ar Björnsson sem gerði ein- staklega vel í að klára færið á 86. mínútu og tryggja FH þrjú stig í toppbaráttunni. „Það var frábært að fá þessi þrjú stig. Framararnir spiluðu sterkan varnarleik en við vor- um að klappa boltanum helst til of mikið og spiluðum ekki nægi- lega vel í fyrri hálfleik. Í seinni hálf- leik spiluðum samt mun betur,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við DV í gær. „Það fór auðvit- að um mann smáhrollur þegar Auðun jafnaði en ég hef í mín- um hópi svo marga menn sem eru góðir sóknarlega og geta klárað svona jafna leiki,“ sagði Heimir við DV að lokum. tomas@dv.is marki fagnað FH-ingar fögnuðu innilega í góða veðrinu í Krikanum í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.